Lokum opnum kælum strax! Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2021 09:01 Opnir kælar eru, í stuttu máli sagt, ömurlegir og þjóna engum tilgangi. Þeir eru óskilvirkir, óumhverfisvænir og eiginlega bara óþolandi. Þeir þjóna ekki einu sinni þeirra helsta tilgangi, að kæla. Ég man ekki til þess að hafa nokkurn tímann gengið inn í verslun eða á veitingastað og fagnað því að geta keypt þar drykki úr opnum kæli. Þessir kælar, ef svo má kalla, eru ætlaðir til að auðvelda kaupendum aðgengi að vöru. Eru þau þægindi og tímasparnaður sem felst í því að sleppa við að opna dyr þess virði að maður fái aldrei neitt kalt að drekka? Ég segi nei! Þar að auki er lítill sem enginn tímasparnaður sem felst í opnum kælum þar sem fólk ver iðulega dágóðum tíma í að sækja sér drykkjarföng í þá. Maður teygir sig inn í kælinn og reynir að taka aftast úr honum, því þar finnur maður oftar en ekki kaldasta drykkinn, ef svo má segja því yfirleitt er aldrei neitt kalt í þessum kælum. Minna volgt, er rétta lýsingin. Ég veit fyrir víst að ég er ekki einn þessarar skoðunar, því í hvert einasta sinn sem maður neyðist til að fá sér eitthvað úr opnum kæli, er auðséð að flestir aðrir reyna að næla í öftustu drykkina. Lengi hefur legið fyrir að opnir kælar noti meiri orku en lokaðir. Munurinn er allt að 25 til þrjátíu prósent. Það verður seint sagt að sóun af þessu tagi sé réttlætanleg. Mér finnst ég og tugir þúsunda annarra Íslendinga (geri ég ráð fyrir) ekki vera að biðja um mikið. Við erum bara að biðja um það að opnum kælum verði fargað á öskuhaugum sögunnar. Höfundur er/verður kannski forseti samtakanna Lokum opnum kælum strax eða LOKS. Samtökin hafa ekki verið stofnuð enn og verða það eflaust ekki. Hugmyndin er samt ágæt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Verslun Neytendur Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Opnir kælar eru, í stuttu máli sagt, ömurlegir og þjóna engum tilgangi. Þeir eru óskilvirkir, óumhverfisvænir og eiginlega bara óþolandi. Þeir þjóna ekki einu sinni þeirra helsta tilgangi, að kæla. Ég man ekki til þess að hafa nokkurn tímann gengið inn í verslun eða á veitingastað og fagnað því að geta keypt þar drykki úr opnum kæli. Þessir kælar, ef svo má kalla, eru ætlaðir til að auðvelda kaupendum aðgengi að vöru. Eru þau þægindi og tímasparnaður sem felst í því að sleppa við að opna dyr þess virði að maður fái aldrei neitt kalt að drekka? Ég segi nei! Þar að auki er lítill sem enginn tímasparnaður sem felst í opnum kælum þar sem fólk ver iðulega dágóðum tíma í að sækja sér drykkjarföng í þá. Maður teygir sig inn í kælinn og reynir að taka aftast úr honum, því þar finnur maður oftar en ekki kaldasta drykkinn, ef svo má segja því yfirleitt er aldrei neitt kalt í þessum kælum. Minna volgt, er rétta lýsingin. Ég veit fyrir víst að ég er ekki einn þessarar skoðunar, því í hvert einasta sinn sem maður neyðist til að fá sér eitthvað úr opnum kæli, er auðséð að flestir aðrir reyna að næla í öftustu drykkina. Lengi hefur legið fyrir að opnir kælar noti meiri orku en lokaðir. Munurinn er allt að 25 til þrjátíu prósent. Það verður seint sagt að sóun af þessu tagi sé réttlætanleg. Mér finnst ég og tugir þúsunda annarra Íslendinga (geri ég ráð fyrir) ekki vera að biðja um mikið. Við erum bara að biðja um það að opnum kælum verði fargað á öskuhaugum sögunnar. Höfundur er/verður kannski forseti samtakanna Lokum opnum kælum strax eða LOKS. Samtökin hafa ekki verið stofnuð enn og verða það eflaust ekki. Hugmyndin er samt ágæt.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar