Handbolti

Tékkar í milli­riðil eftir dramatískan sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurinn skipti Tékka miklu máli eins og sést hér.
Sigurinn skipti Tékka miklu máli eins og sést hér. PressFocus/MB Media/Getty Images

Tékkland vann dramatískan sigur á Slóvakíu í lokaleik liðanna í E-riðli á HM kvenna í handbolta sem fram fer á Spáni, lokatölur 24-23. Sigurinn tryggði Tékklandi sæti í milliriðli mótsins.

Fyrir leik var ljóst að sigurvegarinn færi áfram í milliriðil meðan tapliðið færi í svokallaðan Forsetabikar, þar sem neðstu lið hvers riðils mætast innbyrðis.

Tékkar hófu leik betur en um miðbik fyrri hálfleiks jafnaðist leikurinn út og var jafn nær allt fram til hálfleiks. Tékkar náðu að skora síðasta mark hálfleiksins og leiddu 15-14 er flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Í síðari hálfleik var það sama upp á teningnum. Þegar þrjár mínútur lifðu leiks komust Tékkar tveimur mörkum yfir og dugði það þeim til sigurs, lokatölur 24-23.

Alls er nú fjórum af átta leikjum dagsins lokið. Kongó vann Túnis 33-24 og er komið í milliriðil. Brasilía vann Paragvæ 33-19 og fer áfram í milliriðil. Þá vann Argentína 12 marka sigur á Kína, 36-24. Argentína fer áfram í milliriðil en óvíst er í hvaða sæti liðið endar en ljóst er að Kína endar í neðsta sæti riðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×