Icelandair á enn langt í land Eiður Þór Árnason skrifar 6. desember 2021 19:04 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Vísir/vilhelm Icelandair flutti um 170 þúsund farþega í innanlands- og millilandaflugi í nóvember. Áfram sést mikil aukning milli ára en um 13 þúsund flugu með flugfélaginu á sama tímabili í fyrra. Áfram er þó langt í að Icelandair nái fyrri styrk en það flutti 283 þúsund farþega í innanlands- og millilandaflugi í nóvember 2019, síðasta heila rekstrarárið fyrir heimsfaraldurinn. Icelandair hefur nú flutt yfir 1,3 milljónir farþega á þessu ári sem er tæplega 50% fjölgun milli ára. Heildarframboð í nóvembermánuði var um 63% af framboði sama mánaðar ársins 2019. Þetta er kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum fyrir nóvembermánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag. Farþegar í millilandaflugi voru um 151 þúsund samanborið við 7 þúsund í nóvember 2020. Farþegar til Íslands voru um 80 þúsund og frá landinu voru um 33 þúsund. Tengifarþegar voru um 38 þúsund en hlutfall þeirra hefur nú aukist um tæp 80% á milli ára það sem af er ári. Að sögn Icelandair var stundvísi í millilandaflugi um 75%. Mikil breyting þegar Bandaríkin opnuðu á ný Sætanýting í millilandaflugi var 71% samanborið við 32% í nóvember 2020 og 79% í nóvember 2019. Bandarísk landamæri voru lokuð evrópskum ferðamönnum fyrstu viku nóvembermánaðar en þegar opnað var fyrir aðgengi bólusettra ferðamanna jókst sætanýtingin til muna. Farþegar í innanlandsflugi voru um 19 þúsund samanborið við 6 þúsund í nóvember 2020 og 21 þúsund í nóvember 2019. Farþegafjöldi í innanlandsflugi er þannig orðinn nánast sambærilegur við það sem hann var fyrir faraldur. Það sem af er ári hafa 78% fleiri farþegar flogið innanlands en á sama tímabili árið 2020. Bókunarstaða almennt sterk Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 96% samanborið við nóvember 2020 en Loftleiðir Icelandic sinnir nú meðal annars verkefnum á Suðurskautslandinu og nýtir til þess vélar og áhafnir Icelandair. Fraktflutningar jukust um 26% á milli ára í nóvember og hafa það sem af er ári aukist um 24% miðað við sama tíma í fyrra. „Núverandi staða faraldursins hefur haft áhrif á bókanir til skemmri tíma. Bókunarstaða er þó almennt sterk og við munum áfram nýta þann sveigjanleika sem við höfum til að laga okkur að aðstæðum hverju sinni. Starfsfólk félagsins hefur staðið sig með eindæmum vel, hvort sem litið er til þess að sækja ný verkefni eða sinna fyrirtaks þjónustu við viðskiptavini á tímum þar sem ferðalög hafa verið flókin,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í tilkynningu. Icelandair Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Áfram er þó langt í að Icelandair nái fyrri styrk en það flutti 283 þúsund farþega í innanlands- og millilandaflugi í nóvember 2019, síðasta heila rekstrarárið fyrir heimsfaraldurinn. Icelandair hefur nú flutt yfir 1,3 milljónir farþega á þessu ári sem er tæplega 50% fjölgun milli ára. Heildarframboð í nóvembermánuði var um 63% af framboði sama mánaðar ársins 2019. Þetta er kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum fyrir nóvembermánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag. Farþegar í millilandaflugi voru um 151 þúsund samanborið við 7 þúsund í nóvember 2020. Farþegar til Íslands voru um 80 þúsund og frá landinu voru um 33 þúsund. Tengifarþegar voru um 38 þúsund en hlutfall þeirra hefur nú aukist um tæp 80% á milli ára það sem af er ári. Að sögn Icelandair var stundvísi í millilandaflugi um 75%. Mikil breyting þegar Bandaríkin opnuðu á ný Sætanýting í millilandaflugi var 71% samanborið við 32% í nóvember 2020 og 79% í nóvember 2019. Bandarísk landamæri voru lokuð evrópskum ferðamönnum fyrstu viku nóvembermánaðar en þegar opnað var fyrir aðgengi bólusettra ferðamanna jókst sætanýtingin til muna. Farþegar í innanlandsflugi voru um 19 þúsund samanborið við 6 þúsund í nóvember 2020 og 21 þúsund í nóvember 2019. Farþegafjöldi í innanlandsflugi er þannig orðinn nánast sambærilegur við það sem hann var fyrir faraldur. Það sem af er ári hafa 78% fleiri farþegar flogið innanlands en á sama tímabili árið 2020. Bókunarstaða almennt sterk Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 96% samanborið við nóvember 2020 en Loftleiðir Icelandic sinnir nú meðal annars verkefnum á Suðurskautslandinu og nýtir til þess vélar og áhafnir Icelandair. Fraktflutningar jukust um 26% á milli ára í nóvember og hafa það sem af er ári aukist um 24% miðað við sama tíma í fyrra. „Núverandi staða faraldursins hefur haft áhrif á bókanir til skemmri tíma. Bókunarstaða er þó almennt sterk og við munum áfram nýta þann sveigjanleika sem við höfum til að laga okkur að aðstæðum hverju sinni. Starfsfólk félagsins hefur staðið sig með eindæmum vel, hvort sem litið er til þess að sækja ný verkefni eða sinna fyrirtaks þjónustu við viðskiptavini á tímum þar sem ferðalög hafa verið flókin,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í tilkynningu.
Icelandair Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira