Konur í Afganistan og Palestínu njóta góðs af jólagjöfum UN Women Heimsljós 6. desember 2021 15:30 UN Women Táknrænar jólagjafir UN Women eru í formi fallegra gjafabréfa bæði á pappír og í rafrænu formi. Jólagjafir UN Women í ár eru neyðarpakki til konu í Afganistan og sálræn aðstoð til ekkju í Palestínu. „Jólagjafir UN Women njóta sívaxandi vinsælda. Þetta eru gjafirnar sem veita von og hjálpa konum að viðhalda reisn sinni í erfiðum aðstæðum. Margir panta jólagjafir UN Women og gefa gjafabréfið með sem jólakort í pakkann,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi í fréttatilkynningu. Neyðarpakkinn inniheldur tíðavörur, tannbursta og tannkrem, sápu, þvottaefni, nærfatnað og handklæði. Þessi pakki auðveldar konum að viðhalda persónulegu hreinlæti við erfiðar aðstæður og minnkar um leið líkur á veikindum og takmarkar sýkingarhættu. „Við bjóðum einnig upp á fjölda annarra táknrænna jólagjafa. Ein þeirra vinsælustu er sálræn aðstoð, sem veitir konu sem misst hefur maka í átökunum í Palestínu þrjá sálfræðitíma. Sú gjöf kostar 3.500 krónur,“ bætir Stella við. Táknrænar jólagjafir UN Women eru í formi fallegra gjafabréfa sem er annað hvort hægt að fá á stífum pappír eða í rafrænu formi. Gjafirnar fást á vefsíðu UN Women. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Palestína Afganistan Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent
Jólagjafir UN Women í ár eru neyðarpakki til konu í Afganistan og sálræn aðstoð til ekkju í Palestínu. „Jólagjafir UN Women njóta sívaxandi vinsælda. Þetta eru gjafirnar sem veita von og hjálpa konum að viðhalda reisn sinni í erfiðum aðstæðum. Margir panta jólagjafir UN Women og gefa gjafabréfið með sem jólakort í pakkann,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi í fréttatilkynningu. Neyðarpakkinn inniheldur tíðavörur, tannbursta og tannkrem, sápu, þvottaefni, nærfatnað og handklæði. Þessi pakki auðveldar konum að viðhalda persónulegu hreinlæti við erfiðar aðstæður og minnkar um leið líkur á veikindum og takmarkar sýkingarhættu. „Við bjóðum einnig upp á fjölda annarra táknrænna jólagjafa. Ein þeirra vinsælustu er sálræn aðstoð, sem veitir konu sem misst hefur maka í átökunum í Palestínu þrjá sálfræðitíma. Sú gjöf kostar 3.500 krónur,“ bætir Stella við. Táknrænar jólagjafir UN Women eru í formi fallegra gjafabréfa sem er annað hvort hægt að fá á stífum pappír eða í rafrænu formi. Gjafirnar fást á vefsíðu UN Women. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Palestína Afganistan Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent