Þórólfur leggur ekki til hertar aðgerðir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. desember 2021 13:47 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu, sem hann skilaði ráðherranum um helgina. Nýjar aðgerðir verða kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun, í kring um hádegi. Sjálfur segir Þórólfur ekki mikið svigrúm til afléttinga og því má búast við að hann leggi til svipaðar aðgerðir og nú eru í gildi. Samkomutakmarkanir miðast nú við að 50 manns geti mest komið saman í einu en þó er svigrúm fyrir 500 manna viðburði ef stuðst er við hraðpróf og grímunotkun. Skemmtistaðir mega hleypa fólki inn til klukkan 22 á kvöldin en verða að lokað alveg klukkan 23. „Ráðherranefndin mun hittast í dag og ræða minnisblaðið. Fara svona í gegn um þessar tillögur og ræða þetta bæði í víðu samhengi og svona í samhengi við það sem við erum að reyna að halda gangandi hérna í samfélaginu og hvað er ráðlagt að gera,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu í dag. Er sóttvarnalæknir að leggja til hertar aðgerðir? „Nei, hann er ekki að því. En það er óvissa uppi um omíkron, sem gefur kannski tilefni til að anda aðeins með nefinu.“ Óvíst hvort farið verði eftir tillögum Willum getur ekki staðfest að hann muni fara í öllu eftir tillögum sóttvarnalæknis á morgun.Vísir/Vilhelm Er hann þá að leggja til að sömu aðgerðir verði áfram í gildi? „Já, ég ætla nú kannski ekki að tjá mig í neinum smáatriðum um tillögurnar en það er mjög ítarlegt og gott þetta minnisblað. Og það er líka góð tímalína í því um hvað við höfum verið að gera. Við eigum að geta tekið skynsamleg skref út frá þessum tillögum,“ segir Willum sem vill ekki staðfesta að hann muni fara eftir einu og öllu sem Þórólfur leggur til þegar hann gefur út reglugerðina á morgun. „Ég ætla nú bara fyrst að heyra sjónarmiðin hjá fólki – hvar við séum stödd. En við munum sannarlega hlusta á það sem hann hefur fram að færa í þessum tillögum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Omíkron setur okkur í biðstöðu með samkomutakmarkanir Sóttvarnalæknir telur ekki mikið svigrúm til tilslakana þegar núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag vegna óvissu um omíkron afbriðið. Niðurstöður rannsókna um virkni bóluefna gagnvart því eigi að liggja fyrir á næstunni. 101 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 6. desember 2021 12:11 Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09 „Ég held að maður geti sagt í heildina tekið að þetta sé að sigla niður“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að heilt yfir litið sé faraldurinn á niðurleið hér á landi. Tólf hafa nú greinst með omíkron afbrigði veirunnar hér á landi. 5. desember 2021 12:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Sjálfur segir Þórólfur ekki mikið svigrúm til afléttinga og því má búast við að hann leggi til svipaðar aðgerðir og nú eru í gildi. Samkomutakmarkanir miðast nú við að 50 manns geti mest komið saman í einu en þó er svigrúm fyrir 500 manna viðburði ef stuðst er við hraðpróf og grímunotkun. Skemmtistaðir mega hleypa fólki inn til klukkan 22 á kvöldin en verða að lokað alveg klukkan 23. „Ráðherranefndin mun hittast í dag og ræða minnisblaðið. Fara svona í gegn um þessar tillögur og ræða þetta bæði í víðu samhengi og svona í samhengi við það sem við erum að reyna að halda gangandi hérna í samfélaginu og hvað er ráðlagt að gera,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu í dag. Er sóttvarnalæknir að leggja til hertar aðgerðir? „Nei, hann er ekki að því. En það er óvissa uppi um omíkron, sem gefur kannski tilefni til að anda aðeins með nefinu.“ Óvíst hvort farið verði eftir tillögum Willum getur ekki staðfest að hann muni fara í öllu eftir tillögum sóttvarnalæknis á morgun.Vísir/Vilhelm Er hann þá að leggja til að sömu aðgerðir verði áfram í gildi? „Já, ég ætla nú kannski ekki að tjá mig í neinum smáatriðum um tillögurnar en það er mjög ítarlegt og gott þetta minnisblað. Og það er líka góð tímalína í því um hvað við höfum verið að gera. Við eigum að geta tekið skynsamleg skref út frá þessum tillögum,“ segir Willum sem vill ekki staðfesta að hann muni fara eftir einu og öllu sem Þórólfur leggur til þegar hann gefur út reglugerðina á morgun. „Ég ætla nú bara fyrst að heyra sjónarmiðin hjá fólki – hvar við séum stödd. En við munum sannarlega hlusta á það sem hann hefur fram að færa í þessum tillögum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Omíkron setur okkur í biðstöðu með samkomutakmarkanir Sóttvarnalæknir telur ekki mikið svigrúm til tilslakana þegar núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag vegna óvissu um omíkron afbriðið. Niðurstöður rannsókna um virkni bóluefna gagnvart því eigi að liggja fyrir á næstunni. 101 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 6. desember 2021 12:11 Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09 „Ég held að maður geti sagt í heildina tekið að þetta sé að sigla niður“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að heilt yfir litið sé faraldurinn á niðurleið hér á landi. Tólf hafa nú greinst með omíkron afbrigði veirunnar hér á landi. 5. desember 2021 12:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Omíkron setur okkur í biðstöðu með samkomutakmarkanir Sóttvarnalæknir telur ekki mikið svigrúm til tilslakana þegar núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag vegna óvissu um omíkron afbriðið. Niðurstöður rannsókna um virkni bóluefna gagnvart því eigi að liggja fyrir á næstunni. 101 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 6. desember 2021 12:11
Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09
„Ég held að maður geti sagt í heildina tekið að þetta sé að sigla niður“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að heilt yfir litið sé faraldurinn á niðurleið hér á landi. Tólf hafa nú greinst með omíkron afbrigði veirunnar hér á landi. 5. desember 2021 12:01