Seinni bylgjan: Átti Hafsteinn Óli að fá á sig víti og rautt undir lok leiks? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 18:15 Til hægri: Hafsteinn Óli lýsir yfir sakleysi sínu í leik með Aftureldingu. Til vinstri: Atvikið sem um er ræðir úr leik ÍBV og HK. Seinni Bylgjan/Vísir Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, velti því fyrir sér hvort Hafsteinn Óli Ramos Rocha hefði átt að fá dæmt á sig víti og í kjölfarið rautt spjald undir lok leiks ÍBV og HK í Vestmannaeyjum um helgina. HK sótti sitt fyrsta stig um helgina er liðið sótti ÍBV heim. Lokatölur 39-39 í mögnuðum leik þar sem Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði hvorki meira né minna en 16 mörk í liði gestanna. „Hér eru HK-ingar tveimur mörkum yfir, þeir hefðu alveg getað klárað þetta,“ byrjar Stefán Árni á að segja áður en hann velti því upp hvort mögulega hefðu HK-ingar átt að fá rautt spjald og þar af leiðandi víti undir lok leiks. „Það er dæmdur ruðningur á Hafstein Óla Ramos Rocha, sem var réttur dómur. Dagur (son) ætlar að taka aukakastið en Hafsteinn er aðeins of nálægt honum og blokkar sendinguna. Mín spurning til ykkar: „Er þetta víti og rautt spjald?““ „Mér finnst persónulega ekki. Hann er ekki að stökkva fyrir, hann er að hlaupa til baka. Það er erfitt nákvæmlega hvenær hann fær boltann í höndina. Hvort hann sé tveimur eða þremur metrum frá, dómarnir eru ekki með VAR (myndbandsdómgæslu) og þetta er rosalega stór ákvörðun. Þú þarft að vera 100 prósent viss. Fyrir mér þarf þetta að vera alveg skýrt,“ sagði Jóhann Gunnar um meint brot Hafsteins. „Málið er náttúrulega að ef hann er fyrir innan er þetta klárt en eins og Jói segir, þú þarft að vera 100 prósent viss. Ég myndi ekki treysta mér ef ég sæi þetta bara einu sinni hvort hann væri tveimur eða þremur metrum frá,“ bætti Rúnar við. Sjá má spjall þeirra Stefáns Árna, Jóhanns Gunnars og Rúnars í spilaranum hér að neðan sem og myndir úr leiknum, þar á meðal meint brot Hafsteins Óla. Klippa: Seinni bylgjan: Átti Hafsteinn Óli að fá rautt? Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Íslenski handboltinn Handbolti Seinni bylgjan HK Tengdar fréttir Seinni bylgjan um markaflóð Einars: „Að skjóta sextán sinnum finnst mér vera afrek“ HK náði loks í stig í Olís-deild karla er liðið gerði jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum, lokatölur 39-39 í ótrúlegum leik. Gestirnir geta þakkað Einari Braga Aðalsteinssyni fyrir stigið en kappinn skoraði 16 mörk í leiknum. 6. desember 2021 12:01 Sebastian Alexandersson: „Ákváðum að gefa skít í allan varnarleik“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, hafði mikið að segja eftir að lið sótti sitt fyrsta stig á tímabilinu til Vestmannaeyja í miklum markaleik þar sem lokatölur urðu 39-39. 4. desember 2021 19:03 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Sjá meira
HK sótti sitt fyrsta stig um helgina er liðið sótti ÍBV heim. Lokatölur 39-39 í mögnuðum leik þar sem Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði hvorki meira né minna en 16 mörk í liði gestanna. „Hér eru HK-ingar tveimur mörkum yfir, þeir hefðu alveg getað klárað þetta,“ byrjar Stefán Árni á að segja áður en hann velti því upp hvort mögulega hefðu HK-ingar átt að fá rautt spjald og þar af leiðandi víti undir lok leiks. „Það er dæmdur ruðningur á Hafstein Óla Ramos Rocha, sem var réttur dómur. Dagur (son) ætlar að taka aukakastið en Hafsteinn er aðeins of nálægt honum og blokkar sendinguna. Mín spurning til ykkar: „Er þetta víti og rautt spjald?““ „Mér finnst persónulega ekki. Hann er ekki að stökkva fyrir, hann er að hlaupa til baka. Það er erfitt nákvæmlega hvenær hann fær boltann í höndina. Hvort hann sé tveimur eða þremur metrum frá, dómarnir eru ekki með VAR (myndbandsdómgæslu) og þetta er rosalega stór ákvörðun. Þú þarft að vera 100 prósent viss. Fyrir mér þarf þetta að vera alveg skýrt,“ sagði Jóhann Gunnar um meint brot Hafsteins. „Málið er náttúrulega að ef hann er fyrir innan er þetta klárt en eins og Jói segir, þú þarft að vera 100 prósent viss. Ég myndi ekki treysta mér ef ég sæi þetta bara einu sinni hvort hann væri tveimur eða þremur metrum frá,“ bætti Rúnar við. Sjá má spjall þeirra Stefáns Árna, Jóhanns Gunnars og Rúnars í spilaranum hér að neðan sem og myndir úr leiknum, þar á meðal meint brot Hafsteins Óla. Klippa: Seinni bylgjan: Átti Hafsteinn Óli að fá rautt? Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Íslenski handboltinn Handbolti Seinni bylgjan HK Tengdar fréttir Seinni bylgjan um markaflóð Einars: „Að skjóta sextán sinnum finnst mér vera afrek“ HK náði loks í stig í Olís-deild karla er liðið gerði jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum, lokatölur 39-39 í ótrúlegum leik. Gestirnir geta þakkað Einari Braga Aðalsteinssyni fyrir stigið en kappinn skoraði 16 mörk í leiknum. 6. desember 2021 12:01 Sebastian Alexandersson: „Ákváðum að gefa skít í allan varnarleik“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, hafði mikið að segja eftir að lið sótti sitt fyrsta stig á tímabilinu til Vestmannaeyja í miklum markaleik þar sem lokatölur urðu 39-39. 4. desember 2021 19:03 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Sjá meira
Seinni bylgjan um markaflóð Einars: „Að skjóta sextán sinnum finnst mér vera afrek“ HK náði loks í stig í Olís-deild karla er liðið gerði jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum, lokatölur 39-39 í ótrúlegum leik. Gestirnir geta þakkað Einari Braga Aðalsteinssyni fyrir stigið en kappinn skoraði 16 mörk í leiknum. 6. desember 2021 12:01
Sebastian Alexandersson: „Ákváðum að gefa skít í allan varnarleik“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, hafði mikið að segja eftir að lið sótti sitt fyrsta stig á tímabilinu til Vestmannaeyja í miklum markaleik þar sem lokatölur urðu 39-39. 4. desember 2021 19:03