Lífið

„Mér hefur aldrei liðið jafn illa í Kviss“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birni leið ekkert sérstaklega vel á sviðinu þegar úrslitin voru ráðin.
Birni leið ekkert sérstaklega vel á sviðinu þegar úrslitin voru ráðin.

Seinni undanúrslitaviðureignin í Kviss fór fram á laugardagskvöldið þegar lið KR og ÍBV mættust í hörku viðureign.

Úrslitin réðust ekki fyrir undir lokin þegar spurt var um erlent orð. Í liði KR voru þau Kristín Pétursdóttir og Benedikt Valsson. Í liði ÍBV voru þau Svava Kristín Grétarsdóttir og Kári Kristján Kristjánsson.

Þeir sem hafa ekki séð þáttinn og vilja ekki vita hvaða lið komst áfram ættu ekki að horfa á klippuna hér að neðan.

Eðli málsins samkvæmt tapaði annað liðið og sumir eru hreinlega tapsárari en aðrir. Það mátti sjá í Kviss á laugardaginn og sagði spyrill þáttanna, Björn Bragi Arnarson, til að mynda: „mér hefur aldrei liðið jafn illa í Kviss.“

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum á laugardaginn.

Klippa: Mér hefur aldrei liðið jafn illa í Kviss





Fleiri fréttir

Sjá meira


×