Sport

Sjáðu magnað stökk Helga: „Trúi eigin­lega ekki að ég sé hérna“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslenska liðið fagnar.
Íslenska liðið fagnar. Stefán Pálsson

Íslenska karlalandsliðið í hópfimleikum nældi í silfur á Evrópumótinu sem fram fór í Portúgal. Helgi Laxdal Aðalgeirsson skráði sig í sögubækurnar á mótinu.

Þetta er í fyrsta sinn síðan karlalandsliðið í hópfimleikum er með á Evrópumóti síðan 2010. Liðið fékk 56.475 í heildareinkunn sem dugði til silfurverðlauna, Svíar fögnuðu hins vegar sigri og Bretar urðu í þriðja sæti.

Íslenska liðið byrjaði á trampólíninu sem tókst býsna vel rétt eins og í dansinum. Íslenska liðið stal senunni í stökki þar sem Helgi Laxdal Aðalsteinsson framkvæmdi stökk sem enginn hefur framkvæmt á Evrópumóti í hópfimleikum áður.

Helgi Laxdal þar með búinn að skrá nafn sitt í sögubækurnar og fyrstu verðlaun Íslands í karlaflokki á Evrópumóti staðreynd.

„Ég er svaka kátur með þetta, ég trúi eiginlega ekki að ég sé hérna. Það þarf að slá mig. Ég held mig sé að dreyma,“ sagði Helgi Laxdal í sjöunda himni eftir stökkið magnaða.

Óhætt er að segja að árangur Íslands á HM í hópfimleikum hafi verið glæsilegur en öll liðin sem Ísland sendi til leiks unnu til verðlauna.

Magnað stökk Helga Laxdal sem og viðtal við kappann ásamt yfirþjálfurum bæði karla- og kvennalandsliða Íslands má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Magnað stökk helga og viðtal



Fleiri fréttir

Sjá meira


×