Einar Jónsson: Þetta er bara áfram gakk, það er bara svoleiðis Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 4. desember 2021 22:00 Einar Jónsson, þjálfari Fram var sáttur með að ná einu stigi í æsispennandi leik í kvöld. Vísir: Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram var sáttur með að ná stigi í hörkuspennandi leik á móti Aftureldingu í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Kaflaskiptur leikur en Framarar skoruðu nánast á loka sekúndu leiksins. Lokatölur 27-27. „Við skorum hérna á síðustu sekúndunni og náum þessu jafntefli. Mér fannst við hérna í seinni hálfleik, helvíti flottir og leiddum nánast allan seinni hálfleikinn. Ég var svona að gæla við að vinna þetta en úr því sem komið var þá tek ég stigið.“ „Mér fannst bæði lið spila hörku vörn, við lentum reyndar í basli með Þránd á línunni. Afturelding er hörku lið og vel þjálfað og drullu flottir. En við vorum líka flottir í dag, fyrir utan kannski fyrstu 15 mínúturnar, þar erum við klaufar en í 45 mínútur finnst mér við flottir.“ Aðspurður hvað Einar hefði viljað gera öðruvísi til þess að landa tveimur stigum í staðinn fyrir einu sagði Einar þetta: „Ég hefði viljað byrja þennan leik betur. Við erum með of marga tæknifeila, það er spurning hvernig þú gerir tæknifeilana og þeir töldu stundum tvöfalt. Annaðhvort áttum við að skora en köstum boltanum útaf og fáum mark í bakið, það telur grimmt. Við tökum það góða út úr þessu og vinnum með það. Þetta er bara áfram gakk, það er bara svoleiðis.“ Næsti leikur er á móti Hauka sem eru með öfluga línumenn og vill Einar leggja áherslu á að passa betur línuna og fækka tæknifeilum. „Við þurfum að halda áfram á sömu braut. Auðvitað er eitt og annað sem við þurfum að laga en margir hlutir sem við erum að gera mjög vel. Bæði í dag og í síðasta leik og við þurfum að halda því áfram. Það er aðalatriði. Við lentum í basli með Þránd á línunni og það atriði sem við getum klárlega lagað fyrir næsta leik. Haukar næst og það eru engir smá línumenn þar. En eins og ég sagði þá eru tæknufeilarnir of margir en ég er nokkuð sáttur, í fullri hreinskilni.“ Fram Olís-deild karla Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 27-27| Jafntefli niðurstaðan í hörkuleik Framarar tóku á móti Aftureldingu í 11. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Hörkuleikur og niðurstaðan jafntefli 27-27. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. desember 2021 19:16 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
„Við skorum hérna á síðustu sekúndunni og náum þessu jafntefli. Mér fannst við hérna í seinni hálfleik, helvíti flottir og leiddum nánast allan seinni hálfleikinn. Ég var svona að gæla við að vinna þetta en úr því sem komið var þá tek ég stigið.“ „Mér fannst bæði lið spila hörku vörn, við lentum reyndar í basli með Þránd á línunni. Afturelding er hörku lið og vel þjálfað og drullu flottir. En við vorum líka flottir í dag, fyrir utan kannski fyrstu 15 mínúturnar, þar erum við klaufar en í 45 mínútur finnst mér við flottir.“ Aðspurður hvað Einar hefði viljað gera öðruvísi til þess að landa tveimur stigum í staðinn fyrir einu sagði Einar þetta: „Ég hefði viljað byrja þennan leik betur. Við erum með of marga tæknifeila, það er spurning hvernig þú gerir tæknifeilana og þeir töldu stundum tvöfalt. Annaðhvort áttum við að skora en köstum boltanum útaf og fáum mark í bakið, það telur grimmt. Við tökum það góða út úr þessu og vinnum með það. Þetta er bara áfram gakk, það er bara svoleiðis.“ Næsti leikur er á móti Hauka sem eru með öfluga línumenn og vill Einar leggja áherslu á að passa betur línuna og fækka tæknifeilum. „Við þurfum að halda áfram á sömu braut. Auðvitað er eitt og annað sem við þurfum að laga en margir hlutir sem við erum að gera mjög vel. Bæði í dag og í síðasta leik og við þurfum að halda því áfram. Það er aðalatriði. Við lentum í basli með Þránd á línunni og það atriði sem við getum klárlega lagað fyrir næsta leik. Haukar næst og það eru engir smá línumenn þar. En eins og ég sagði þá eru tæknufeilarnir of margir en ég er nokkuð sáttur, í fullri hreinskilni.“
Fram Olís-deild karla Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 27-27| Jafntefli niðurstaðan í hörkuleik Framarar tóku á móti Aftureldingu í 11. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Hörkuleikur og niðurstaðan jafntefli 27-27. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. desember 2021 19:16 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Leik lokið: Fram - Afturelding 27-27| Jafntefli niðurstaðan í hörkuleik Framarar tóku á móti Aftureldingu í 11. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Hörkuleikur og niðurstaðan jafntefli 27-27. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. desember 2021 19:16