Ég á mér draum Þórunn Sif Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2021 14:00 Ég á mér draum um að kennarastarfið hljóti þá virðingu sem það á skilið. Virðingu frá viðsemjendum okkar sem segja „nei” við fullkomlega réttmætum kröfum okkar um leiðréttingu á launum miðað við viðmiðunarstéttir. Um að við njótum réttlætis og að 5 ára gömul loforð um leiðréttingu launa verði efnd, loforð sem gefin voru fyrir ýmis réttindi sem við höfum látið af hendi. Um að kennsla og menntun verði samfélagsmál þar sem ríkið leggst á sveif með sveitarfélögum til að leiðrétta þá skekkju sem er í launaútreikningi kennara hjá sveitarfélögunum. Um að veitt verði nægilegt fé í „skóla án aðgreiningar” svo hann geti starfað samkvæmt hugmyndum stefnunnar um „skóla fyrir alla”. Um að nemendur fái þau úrræði og aðstoð sem þeim ber. Um að kennarastarfið verði samkeppnisfært og aðlaðandi fyrir nýja kennara. Um að aldrei verði samið um menntastefnur og breytingar í menntamálum án aðkomu sérfræðinga í kennslu, þ.e.a.s. kennara. Um að Kennarasamband Íslands sé með sterka forystu þar sem gætt er að því að raddir grasrótarinnar fái hljómgrunn. Um að kennarar fái aðgang að handleiðslu og öðrum úrræðum sem kynnu að koma í veg fyrir kulnun í starfi. Um að samtal á milli skólastiga verði markvisst, uppbyggilegt og styrkjandi. Um að kennarar á öllum stigum sameinist í stolti yfir því mikilvæga og skapandi starfi sem þeir eru að vinna. Það er alls engin tilviljun að greinarhöfundi skuli vera hugleikin orð mannréttindafrömuðarins Martin Luther King. Er ekki kominn tími á mannréttindasáttmála við kennara? Höfundur er í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Ég á mér draum um að kennarastarfið hljóti þá virðingu sem það á skilið. Virðingu frá viðsemjendum okkar sem segja „nei” við fullkomlega réttmætum kröfum okkar um leiðréttingu á launum miðað við viðmiðunarstéttir. Um að við njótum réttlætis og að 5 ára gömul loforð um leiðréttingu launa verði efnd, loforð sem gefin voru fyrir ýmis réttindi sem við höfum látið af hendi. Um að kennsla og menntun verði samfélagsmál þar sem ríkið leggst á sveif með sveitarfélögum til að leiðrétta þá skekkju sem er í launaútreikningi kennara hjá sveitarfélögunum. Um að veitt verði nægilegt fé í „skóla án aðgreiningar” svo hann geti starfað samkvæmt hugmyndum stefnunnar um „skóla fyrir alla”. Um að nemendur fái þau úrræði og aðstoð sem þeim ber. Um að kennarastarfið verði samkeppnisfært og aðlaðandi fyrir nýja kennara. Um að aldrei verði samið um menntastefnur og breytingar í menntamálum án aðkomu sérfræðinga í kennslu, þ.e.a.s. kennara. Um að Kennarasamband Íslands sé með sterka forystu þar sem gætt er að því að raddir grasrótarinnar fái hljómgrunn. Um að kennarar fái aðgang að handleiðslu og öðrum úrræðum sem kynnu að koma í veg fyrir kulnun í starfi. Um að samtal á milli skólastiga verði markvisst, uppbyggilegt og styrkjandi. Um að kennarar á öllum stigum sameinist í stolti yfir því mikilvæga og skapandi starfi sem þeir eru að vinna. Það er alls engin tilviljun að greinarhöfundi skuli vera hugleikin orð mannréttindafrömuðarins Martin Luther King. Er ekki kominn tími á mannréttindasáttmála við kennara? Höfundur er í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar