Útilokar hvorki reglulega örvunarbólusetningu né aðgerðir næstu árin Árni Sæberg skrifar 4. desember 2021 14:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir okkar helstu von í baráttunni við kórónuveiruna vera að ná hjarðónæmi með náttúrulegum sýkingum. Í nýútkomni Læknablaði fer Þórólfur yfir stöðuna í baráttunni við Covid-19, sem hefur nú verið háð í 22 mánuði. Hann telur það raunhæfan möguleika að takast muni að komast út úr kórónufaraldrinum að mestu á næstu vikum eða mánuðum. „Hins vegar er óljóst hvort reglulega muni þurfa að gefa örvunarskammta í framtíðinni eða hvort þörf verði á nýjum bóluefnum,“ segir hann. Þórólfur segir tvær meginleiðir vera í boði. Annars vegar að þróuð verði virk lyfjameðferð við Covid-19 og hins vegar að hjarðónæmi náist. Vonir séu nú bundnar við að tvö lyf við Covid-19 komi á markað fljótlega en þau eru nú í skoðun hjá Lyfjastofnun Evrópu. Í skoðun sé hvort sækja eigi um undanþágu svo taka megi lyfin í notkun hér á landi. „ljóst er að lyfin munu verða dýr og einungis í boði fyrir þá sem líklegt er að veikist alvarlega af COVID-19. Einnig á eftir að koma í ljós hversu mikil virkni lyfjanna raunverulega er og hvort þau eru laus við aukaverkanir,“ segir Þórólfur. Sem áður segir bindur Þórólfur vonir helst við að hjarðónæmi verði náð í samfélaginu. Hann segir þó að ef eitt hundrað eða færri greinist smitaðir á dag, muni taka eitt til tvö ár að ná ónæmi. „Allan þann tíma þyrftum við að búa við töluverðar takmarkanir til að missa ekki tökin á fjölda smita og jafnvel 100 smit á dag væru of mörg fyrir okkar spítalakerfi og samfélag.“ Hann segir jafnframt að mikilvægt að sé að grunnbólusetja alla og að flestir ef ekki allir þiggi örvunarbólusetningu. „Eitt er þó ljóst að baráttunni við COVID-19 mun ekki ljúka fyrr en tekist hefur að vinna bug á faraldrinum í heiminum öllum en það getur tekið nokkur ár. Við þurfum því að vera tilbúin til að beita ýmis konar aðgerðum á næstu árum í samræmi við þróun faraldursins hér á landi og annars staðar,“ segir Þórólfur í lok greinar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Í nýútkomni Læknablaði fer Þórólfur yfir stöðuna í baráttunni við Covid-19, sem hefur nú verið háð í 22 mánuði. Hann telur það raunhæfan möguleika að takast muni að komast út úr kórónufaraldrinum að mestu á næstu vikum eða mánuðum. „Hins vegar er óljóst hvort reglulega muni þurfa að gefa örvunarskammta í framtíðinni eða hvort þörf verði á nýjum bóluefnum,“ segir hann. Þórólfur segir tvær meginleiðir vera í boði. Annars vegar að þróuð verði virk lyfjameðferð við Covid-19 og hins vegar að hjarðónæmi náist. Vonir séu nú bundnar við að tvö lyf við Covid-19 komi á markað fljótlega en þau eru nú í skoðun hjá Lyfjastofnun Evrópu. Í skoðun sé hvort sækja eigi um undanþágu svo taka megi lyfin í notkun hér á landi. „ljóst er að lyfin munu verða dýr og einungis í boði fyrir þá sem líklegt er að veikist alvarlega af COVID-19. Einnig á eftir að koma í ljós hversu mikil virkni lyfjanna raunverulega er og hvort þau eru laus við aukaverkanir,“ segir Þórólfur. Sem áður segir bindur Þórólfur vonir helst við að hjarðónæmi verði náð í samfélaginu. Hann segir þó að ef eitt hundrað eða færri greinist smitaðir á dag, muni taka eitt til tvö ár að ná ónæmi. „Allan þann tíma þyrftum við að búa við töluverðar takmarkanir til að missa ekki tökin á fjölda smita og jafnvel 100 smit á dag væru of mörg fyrir okkar spítalakerfi og samfélag.“ Hann segir jafnframt að mikilvægt að sé að grunnbólusetja alla og að flestir ef ekki allir þiggi örvunarbólusetningu. „Eitt er þó ljóst að baráttunni við COVID-19 mun ekki ljúka fyrr en tekist hefur að vinna bug á faraldrinum í heiminum öllum en það getur tekið nokkur ár. Við þurfum því að vera tilbúin til að beita ýmis konar aðgerðum á næstu árum í samræmi við þróun faraldursins hér á landi og annars staðar,“ segir Þórólfur í lok greinar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira