Cyclothonið verið hjólað í síðasta sinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. desember 2021 22:01 Team Cube var liðið sem kom fyrst í mark í keppninni í fyrra, þegar hún var haldin í síðasta sinn. Síminn Cyclothon Síminn Cyclothon, sem var stærsta hjólreiðakeppni landsins, verður ekki haldin á næsta ári. Stofnendur keppninnar þakka öllum sem komið hafa að keppninni frá stofnun hennar árið 2012. „Við sem stöndum að Cyclothoninu tilkynnum með trega að keppnin hefur runnið sitt skeið og verður ekki haldin á ný á næsta ári. Það sem hófst sem keppni milli nokkurra vina árið 2012 og varð að stærstu hjólreiðakeppni landsins árið 2017 þegar yfir 1300 manns tóku þátt hefur átt undir högg að sækja á tímum heimsfaraldurs og því tökum við þessa erfiðu ákvörðun,“ skrifar Magnús Ragnarsson, annar stofnenda keppninnar, á Facebook. Keppnin var haldin síðasta sumar, þá í annað sinn undir merkjum símans. Áður hafði keppnin verið haldin undir merkjum flugfélagsins WOW-air, sem varð gjaldþrota árið 2019. „Við erum stoltir af svo mörgu. Meira en 5.000 einstaklingar hafa tekið þátt í ævintýrinu, hjólaðir hafa verið nær milljón kílómetrar og við höfum safnað á annað hundruð milljóna króna til góðra verka í samfélaginu. Það allra besta er að engin alvarlega slys hafa orðið í keppninni þó að vissulega hafi einhverjir, þar með talið við sjálfir, flogið á hausinn, brákast eða skrámast,“ skrifar Magnús. Hann bætir því við að hann og Skúli Mogensen, hinn stofnandi Cyclothonsins, séu endalaust þakklátir þátttakendum, styrktaraðilum og öllum sem hjálpað hafi til á bak við tjöldin. „Nú taka nýjar áskoranir við, nýjar keppnir og ný markmið. Takk fyrir að taka þátt í ævintýrinu með okkur Skúla.“ Hjólreiðar Síminn Cyclothon Tímamót Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Sjá meira
„Við sem stöndum að Cyclothoninu tilkynnum með trega að keppnin hefur runnið sitt skeið og verður ekki haldin á ný á næsta ári. Það sem hófst sem keppni milli nokkurra vina árið 2012 og varð að stærstu hjólreiðakeppni landsins árið 2017 þegar yfir 1300 manns tóku þátt hefur átt undir högg að sækja á tímum heimsfaraldurs og því tökum við þessa erfiðu ákvörðun,“ skrifar Magnús Ragnarsson, annar stofnenda keppninnar, á Facebook. Keppnin var haldin síðasta sumar, þá í annað sinn undir merkjum símans. Áður hafði keppnin verið haldin undir merkjum flugfélagsins WOW-air, sem varð gjaldþrota árið 2019. „Við erum stoltir af svo mörgu. Meira en 5.000 einstaklingar hafa tekið þátt í ævintýrinu, hjólaðir hafa verið nær milljón kílómetrar og við höfum safnað á annað hundruð milljóna króna til góðra verka í samfélaginu. Það allra besta er að engin alvarlega slys hafa orðið í keppninni þó að vissulega hafi einhverjir, þar með talið við sjálfir, flogið á hausinn, brákast eða skrámast,“ skrifar Magnús. Hann bætir því við að hann og Skúli Mogensen, hinn stofnandi Cyclothonsins, séu endalaust þakklátir þátttakendum, styrktaraðilum og öllum sem hjálpað hafi til á bak við tjöldin. „Nú taka nýjar áskoranir við, nýjar keppnir og ný markmið. Takk fyrir að taka þátt í ævintýrinu með okkur Skúla.“
Hjólreiðar Síminn Cyclothon Tímamót Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Sjá meira