Nýr dómur gæti fært tilteknum hópi ökumanna réttindin á ný Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2021 11:23 Nýlegur dómur Landsréttar gæti haft áhrif á ýmsa ökumenn sem sviptir hafa verið ökuréttindum ævilangt. Vísir/Vilhelm Nýlegur dómur í Landsrétti þýðir að ökumenn sem hafa verið látnir sæta refsingu á grundvelli þess að tetrahýdrókannabínólsýru fannst í þvagi þeirra eiga að öðru jöfnu rétt á niðurfellingu refsingar sem hefur ekki verið framkvæmd, þar á meðal niðurfellingu sviptingu ævilangs ökuréttar. Um helgina sagði Vísir frá máli manns í Vestmannaeyjum sem stöðvaður var við akstur sumarið 2018. Var hann án tilskilinna ökuréttinda auk þess sem að lögregla taldi hann óhæfan til að stjórna bílnum örugglega vegna áhrifa fíkniefna. Tetrahýdrókannabínólsýra mældist í þvagsýni sem maðurinn lét í té en ekki reyndist mælanlegt magn af sama efni í blóði mannsins. Maðurinn var sakfelldur í Héraðsdómi Suðurlands árið 2019 fyrir brot sitt og honum gert að sæta þrjátíu daga fangelsi auk ævilangrar sviptingar ökuréttinda. Skömmu eftir að dómur í máli hans féll samþykkti Alþingi frumvarp til nýrra umferðarlaga þar sem meðal annars var gerð sú breyting á að fellt var á brott það ákvæði þeirra að mæling á ávana-og fíkniefnum „í þvagi“ ökumanns gæti, ein og sér, talist viðhlítandi grundvöllur til stofnunar refsiábyrgðar. Samkvæmt heimild í lögum óskaði maðurinn eftir því að þau viðurlög sem honum voru gerð með dóminum yrðu felld niður, þar sem refsinæmi þess verknaðar sem hann var sakfelldur fyrir hafi fallið niður. Málið kom til kasta Landsréttar sem féllst á rök mannsins og felldi niður refsingu hanns. Var ævilöng ökuréttarsvipting hans því felld úr gildi auk þrjátíu daga fangelsisvistar sem maðurinn átti eftir að afplána. Þó þurfti hann að greiða sekt fyrir að hafa ekið án ökuréttinda. Vill að ákæruvaldið sjái um að koma niðurfellingarmálum fyrir dómstóla Gísli Tryggvason lögmaður flutti málið fyrir Landsrétti og hefur hann nú sent erindi til dómsmálaráðuneytisins þar sem leitað er eftir því að ráðuneytið hlutist til um að ákæruvaldið komi sambærilegum málum til niðurfellingar fyrir dómstólum. LandsrétturFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Til vara er bent á að ráðuneytið mætti kortleggja sambærileg tilvik og mál ökumannsins í Vestmannaeyjum og benda viðkomandi á rétt þeirra að bera undir dómstól hvort refsing samkvæmt dóminum skuli falla niður eða lækka. Í samtali við Vísi segir Gísli að dómur Landsréttar staðfesti að fólk sem hafi verið dæmt til refsingar eða annarra viðurlaga, svo sem ökuréttarsviptingar, samkvæmt eldri lögum um refsinæmi þess að hafa tetrahýdrókannabínólsýru í þvagi eigi nú að öðru jöfnu rétt á því að fá refsinguna og viðurlögin felld niður að því leyti sem refsing eða viðurlög hafa ekki verið framkvæmd. Á þetta sem fyrr segir til að mynda við um sviptingu ævilangs ökuréttar en þeir sem sæta þeirri refsingu geta sótt um ökurétt að nýju fimm árum eftir að sviptingin byrjar að telja. „Allir sem að vilja og falla undir mögulega ævilanga ökuréttindarsviptingu eiga að tala við lögmann um að senda svona erindi til héraðsdóms í hlutaðeigandi umdæmi. Það er annað hvort í heimaumdæmi eða þar sem þeir voru dæmdir og biðja um að þetta sé fellt niður. Það er komið skýrt fordæmi frá Landsrétti,“ segir Gísli. Gísli bendir einnig á að þetta eigi ekki eingöngu við þá sem hafa verið dæmdir heldir einnig þá sem hafa samþykkt sektargerð lögreglu um ökuréttarsviptingu. Hann segist ekki gera sér grein fyrir því hversu margir eigi rétt á niðurfellingu, en mögulega tugir frekar en hundruð. „Þetta er það nýlegt breyting að það er kannski fjöldi manns sem á eftir tvö til þrjú ár af ævilangri sviptingu.“ Dómsmál Samgöngur Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Sýknaður þótt niðurbrotsefni fyndust í þvagi Tímamótadómur segir Gísli Tryggvason lögfræðingur. 5. júlí 2019 13:25 Ævilöng svipting ökuréttinda felld niður Landsréttur hefur fellt niður ævilanga sviptingu ökuréttinda manns sem sakfelldur var fyrir að hafa verið óhæfur til að stjórna ökutæki sínu örugglega vegna áhrifa fíkniefna. 27. nóvember 2021 09:03 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Um helgina sagði Vísir frá máli manns í Vestmannaeyjum sem stöðvaður var við akstur sumarið 2018. Var hann án tilskilinna ökuréttinda auk þess sem að lögregla taldi hann óhæfan til að stjórna bílnum örugglega vegna áhrifa fíkniefna. Tetrahýdrókannabínólsýra mældist í þvagsýni sem maðurinn lét í té en ekki reyndist mælanlegt magn af sama efni í blóði mannsins. Maðurinn var sakfelldur í Héraðsdómi Suðurlands árið 2019 fyrir brot sitt og honum gert að sæta þrjátíu daga fangelsi auk ævilangrar sviptingar ökuréttinda. Skömmu eftir að dómur í máli hans féll samþykkti Alþingi frumvarp til nýrra umferðarlaga þar sem meðal annars var gerð sú breyting á að fellt var á brott það ákvæði þeirra að mæling á ávana-og fíkniefnum „í þvagi“ ökumanns gæti, ein og sér, talist viðhlítandi grundvöllur til stofnunar refsiábyrgðar. Samkvæmt heimild í lögum óskaði maðurinn eftir því að þau viðurlög sem honum voru gerð með dóminum yrðu felld niður, þar sem refsinæmi þess verknaðar sem hann var sakfelldur fyrir hafi fallið niður. Málið kom til kasta Landsréttar sem féllst á rök mannsins og felldi niður refsingu hanns. Var ævilöng ökuréttarsvipting hans því felld úr gildi auk þrjátíu daga fangelsisvistar sem maðurinn átti eftir að afplána. Þó þurfti hann að greiða sekt fyrir að hafa ekið án ökuréttinda. Vill að ákæruvaldið sjái um að koma niðurfellingarmálum fyrir dómstóla Gísli Tryggvason lögmaður flutti málið fyrir Landsrétti og hefur hann nú sent erindi til dómsmálaráðuneytisins þar sem leitað er eftir því að ráðuneytið hlutist til um að ákæruvaldið komi sambærilegum málum til niðurfellingar fyrir dómstólum. LandsrétturFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Til vara er bent á að ráðuneytið mætti kortleggja sambærileg tilvik og mál ökumannsins í Vestmannaeyjum og benda viðkomandi á rétt þeirra að bera undir dómstól hvort refsing samkvæmt dóminum skuli falla niður eða lækka. Í samtali við Vísi segir Gísli að dómur Landsréttar staðfesti að fólk sem hafi verið dæmt til refsingar eða annarra viðurlaga, svo sem ökuréttarsviptingar, samkvæmt eldri lögum um refsinæmi þess að hafa tetrahýdrókannabínólsýru í þvagi eigi nú að öðru jöfnu rétt á því að fá refsinguna og viðurlögin felld niður að því leyti sem refsing eða viðurlög hafa ekki verið framkvæmd. Á þetta sem fyrr segir til að mynda við um sviptingu ævilangs ökuréttar en þeir sem sæta þeirri refsingu geta sótt um ökurétt að nýju fimm árum eftir að sviptingin byrjar að telja. „Allir sem að vilja og falla undir mögulega ævilanga ökuréttindarsviptingu eiga að tala við lögmann um að senda svona erindi til héraðsdóms í hlutaðeigandi umdæmi. Það er annað hvort í heimaumdæmi eða þar sem þeir voru dæmdir og biðja um að þetta sé fellt niður. Það er komið skýrt fordæmi frá Landsrétti,“ segir Gísli. Gísli bendir einnig á að þetta eigi ekki eingöngu við þá sem hafa verið dæmdir heldir einnig þá sem hafa samþykkt sektargerð lögreglu um ökuréttarsviptingu. Hann segist ekki gera sér grein fyrir því hversu margir eigi rétt á niðurfellingu, en mögulega tugir frekar en hundruð. „Þetta er það nýlegt breyting að það er kannski fjöldi manns sem á eftir tvö til þrjú ár af ævilangri sviptingu.“
Dómsmál Samgöngur Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Sýknaður þótt niðurbrotsefni fyndust í þvagi Tímamótadómur segir Gísli Tryggvason lögfræðingur. 5. júlí 2019 13:25 Ævilöng svipting ökuréttinda felld niður Landsréttur hefur fellt niður ævilanga sviptingu ökuréttinda manns sem sakfelldur var fyrir að hafa verið óhæfur til að stjórna ökutæki sínu örugglega vegna áhrifa fíkniefna. 27. nóvember 2021 09:03 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Sýknaður þótt niðurbrotsefni fyndust í þvagi Tímamótadómur segir Gísli Tryggvason lögfræðingur. 5. júlí 2019 13:25
Ævilöng svipting ökuréttinda felld niður Landsréttur hefur fellt niður ævilanga sviptingu ökuréttinda manns sem sakfelldur var fyrir að hafa verið óhæfur til að stjórna ökutæki sínu örugglega vegna áhrifa fíkniefna. 27. nóvember 2021 09:03