Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. desember 2021 08:00 Sjö miðaldra æskuvinir frá Dalvík standa allsberir í náttúrunni. Hvers vegna? Jú, heilt dagatal fyrir árið 2022 með myndum af félögunum er nú til sölu á kr.2000 stykkið. Dagatalið er fjáröflunarverkefni undir formerkjunum Röddin mín en með verkefninu er verið að þróa hljóðgerfil sem gerir fólki sem missir röddina sína vegna sjúkdóma kleift að tjá sig á íslensku en ekki á ensku. ,,Það væri bara hallærislegt" segir Friðrik Már Þorsteinsson, einn félaganna í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 um það að eiga að tjá sig við vini og vandamenn á ensku. Friðrik mun missa rödd sína fljótlega og vill vera viss um að hann og aðrir í sömu sporum, geti tjáð sig á íslensku. „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. Í veislunni tóku dalvískir stórsöngvarar lagið: Friðrik Ómar Hjörleifsson, Matthías Matthíasson og Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Og sungu þá meðal annars lag sem faðir Friðriks samdi til hans: „Northcoast Seafoods.“ Enda vel við hæfi að taka lagið í góðri veislu. Og syngja saman. Ekki síst þegar við blasir að afmælisbarnið sjálft, Friðrik Már, mun senn missa röddina sína. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við sögu Friðriks Más Þorsteinssonar sem árið 2019 greindist með taugahrörnunarsjúkdóminn MSA, eða Parkison plús. Friðrik á og rekur einn af fimm stærstu vinnustöðum Grimsby í Bretlandi: fisksölufyrirtækið Northcoast Seafoods Ltd. Ársvelta fyrirtækisins nemur um 25 milljörðum á ári og sem dæmi um umsvif þess má nefna að um helmingur af allri unninni rækju á Íslandi, eru keyptar af fyrirtæki Friðriks. Í dag snýst lífið þó um annað og meira en fyrirtækjareksturinn því Friðrik stendur nú að söfnun fyrir þróun hljóðgervils sem gerir fólki sem missir röddina kleift að tjá sig á íslenskri tungu. Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og hugbúnaðarfyrirtækið Tiro. Með hópi góðra vina var styrktarsjóðurinn Röddin mín stofnaður á dögunum. Og dagatal fyrir árið 2022 gefið út. Sala dagatalanna og frjáls framlög eru ætluð að fjármagna þessa tækni. Fyrirsætur dagatalsins eru naktir miðaldra menn. Frá Dalvík. „Við hlógum mikið þegar að við gerðum dagatalið“ sagði Friðrik í viðtali við BBC á dögunum. „Og vonandi mun það vekja hlátur og kátínu hjá fleirum.“ Brói Friðrik Már Þorsteinsson er alltaf kallaður Brói. Það er vegna þess að í æsku heima á Dalvík var alltaf verið að vísa í hann sem litla bróðir Aðalsteins, sem á endanum þróaðist í Brói. Friðrik stofnaði fisksölufyrirtæki í Bretlandi fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Það fyrirtæki veltir um 25 milljörðum á ári. Friðrik hefur nú ráðið nýjan forstjóra fyrir fyrirtækið sitt því handan við hornið bíður hjólastóllinn og á ótilgreindum tíma mun Friðrik missa rödd sína vegna taugahrörnunarsjúkdómsins MSA. Friðrik vinnur nú að því að tryggja að fólk á Íslandi geti nýtt sér tæknina til að tjá sig á íslensku ef það er í sömu sporum og hann.Vísir/Vilhelm Friðrik Már Þorsteinsson er fæddur árið 1971. Foreldrar hans eru Þorsteinn Már Aðalsteinsson, fæddur árið 1952 og Sigríður Snædís Rögnvaldsdóttir, fædd árið 1954. Þorsteinn er af mörgum kallaður guðfaðir Fiskidagsins mikla, enda sá sem fékk hugmyndina að hátíðinni fyrst. „Pabbi tilkynnti okkur einn daginn að hann ætlaði að bjóða heiminum í mat á Dalvík,“ segir Friðrik og hlær. Friðrik er næstelstur í fjögurra systkina hópi: Elstur er Aðalsteinn Már, fæddur 1970. Næst á eftir Friðriki er Guðný Jóna, fædd árið 1975 en yngsti bróðirinn heitir Kristján Már og er fæddur árið 1981. Foreldrar og systkini Friðriks búa öll enn á Dalvík. Um æskuna þar segir Friðrik: „Það var mjög gott að alast upp á Dalvík og þar var maður alltaf úti að leika sér. Á sumrin gat maður hjólað út um allt eða gripið í veiðistöng til að veiða á bryggjunni. Á veturnar var auðvelt að stunda skíðin og á Dalvík var gott og mikið skátastarf. Við krakkarnir vorum alla tíð mjög samheldin og enn er mjög kært á milli okkar þótt leiðir hafi skilist eftir að við stækkuðum.“ Af vinum og vandamönnum er Friðrik reyndar sjaldnast kallaður annað en Brói. En hvers vegna Brói? Vegna þess að ég var litli bróðir Aðalsteins. Og alltaf talað um mig sem litla bróðir hans eða hann að skýra út að ég væri litli bróðir hans. Sem síðan festist og varð að Bróa,“ segir Friðrik og bætir við léttur í bragði að Guðný systir hans líti reyndar líka á sig sem „eina af bræðrunum.“ Friðrik er kvæntur Karen Reynisdóttur og saman eiga þau dæturnar Rakel Sól, fædd árið 2002 og Sóleyju Birtu, sem er fædd árið 2006. Fjölskyldan býr í Hull í Bretlandi en þangað fluttu Friðrik og Karen um aldamótin. Friðrik er fæddur og uppalin á Dalvík og Karen á Akureyri. Að öllu jöfnu hafa þau reynt að sækja Ísland heim tvisvar á ári og leggur Friðrik áherslu á að missa ekki af Fiskideginum mikla á Dalvík, enda pabbi hans Þorsteinn af mörgum kallaður guðfaðir þeirrar hátíðar. Ævintýramennska í útlöndum Frá Dalvík lá leiðin í Verkmenntaskólann á Akureyri en á öðru ári þar skall á langt verkfall í skólum; verkfallið sem margir muna eftir frá árinu 1989. Í kjölfarið varð úr að Friðrik flutti til föðurömmu sinnar í Reykjavík og kláraði stúdentinn í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. Frá unglingsaldri hafði Friðrik stundað sjóinn og alltaf var draumurinn um framtíð tengt sjávarútveginum. Sérstaklega sölu og markaðssetningu. Árið 1998 útskrifaðist Friðrik með BSc. Honours í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Lokaverkefnið hans í náminu var: Markaðsstaða skelfléttrar kaldsjávarsrækju. Friðrik er kvæntur Karen Reynisdóttur en hún er fædd árið 1974 og uppalin á Akureyri. Skötuhjúin tóku saman árið 1999 og aldamótaárið 2000 ákváðu þau að söðla um og flytja til Hull í Bretlandi. Karen var þá enn við nám í Háskólanum á Akureyri en gerði samning um að halda áfram í fjarnámi. Sem þó þótti nýnæmi þá. En hvers vegna Hull og hvers vegna Bretland? „Ævintýramennska,“ svarar Friðrik og hlær. Þegar Friðrik og Karen fluttu út, var Friðrik kominn með starf sem yfirmaður markaðsdeildar í fyrirtæki sem seldi sjávarafurðir. Stuttu síðar fór það fyrirtæki þó í þrot. „Við fluttum út í maí og í október fór fyrirtækið á hausinn.“ Voru þá góð ráð dýr. Vissulega var sá valkostur fyrir hendi að geta farið aftur heim en unga parinu langaði að búa áfram í Hull og því kviknaði sú hugmynd hjá Friðrik að stofna sitt eigið fyrirtæki. „Einn stærsti birginn minn sagði að ef ég ætti einhvern pening og gæti stofnað fyrirtæki, þá væru þeir til í að kaupa af mér áfram,“ segir Friðrik en bætir við: „Nema að ég átti auðvitað engan pening!“ Úr varð að Friðrik samdi við danska fyrirtækið Kangamiut Seafood um að stofna fisksölufyrirtækið Northcoast Seafoods Ltd. Kangamiut Seafood var þá þegar rótgróið fyrirtæki. Það var upphaflega stofnað í kringum viðskipti við Grænlendinga. En á þessum tíma var fyrirtækið að vinna í því að koma mörgum vörum inn á breskan markað. „Traustið var til staðar, því ég hafði unnið mikið fyrir Kangamiut. Þeir lögðu til fjármagn og lengi vel áttum við helmingshlut hvor í Northcoast Seafoods Ltd.“ Í dag er Friðrik þó eini eigandi Northcoast Seafoods Ltd. Stórfyrirtæki sem veltir milljörðum Friðrik segir Bretland stærsta rækjumarkað í heimi. Reyndar kaupi Íslendingar meiri kaldsjávarrækju á hvern íbúa. Bretland er samt fjölmennasti markaðurinn. Enda rækjur svo sannarlega vinsælar í breskum kræsingum. Rækjusamlokur og rækjukokkteilar tróna þar á toppnum. Um 150 manns starfa hjá fyrirtækinu að jafnaði en þeim fjölgar í um 200 talsins fyrir hver jól. Því þá er stærsta söluvertíðin. Um upphafið segir Friðrik: Ég ákvað strax að yfirbyggingin yrði lítil. Fyrstu fjögur árin var ég eini starfsmaðurinn. Fyrstu launin mín voru 60 pund. Fyrir utan launin mín var fastur kostnaður 60 pund á mánuði sem ég greiddi í leigu, rafmagn og hiti innifalinn“ segir Friðrik en brosir í kampinn og tekur fram að ári eftir stofnun hafi skrifstofuleigan hækkað í 150 pund á mánuði. „Ég sá um allt og gerði allt. Það skipti ekki máli hvort það voru viðskipti og sala, að sjá um reikningagerð, innheimtu og helstu fjármál eða annað. Reynslan frá þessum tíma er enn í dag eitt besta veganestið mitt í starfi,“ segir Friðrik. Árið 2005 réði Friðrik til sín fyrstu starfsmennina og fluttist í stærra húsnæði. Fyrirtækið jók smám saman umsvif sín og þótt rækjusalan sé stór þáttur í starfseminni, selur fyrirtækið einnig aðrar sjávarafurðir. Til dæmis þorsk, ýsu og ýmsar flatfisktegundir. Svo mikið er úrvalið í reynd að í dag er Northcoast Seafoods með á annað hundrað frosnar og pakkaðar vörur til sölu í breskum matvöruverslunum. Þetta átti aldrei að verða svona stórt,“ segir Friðrik aðspurður um það hvað skýri út mikla velgengni fyrirtækisins. „En þegar að maður er kominn inn á smásölumarkaðinn er auðvelt að bæta við meira magni og fleiri vörum. Viðskiptavinirnir mínir eru þeir stærstu í Bretlandi og við höfum í rauninni stækkað samhliða stærri og stærri viðskiptavinum.“ En fyrirtækið er ekki aðeins stórt og með stóra viðskiptavini. Sjálfur er Friðrik stórt nafn í geiranum. Sem dæmi má nefna er alþjóðleg ráðstefna haldin um kaldsjávarrækju árlega, ICWPF (The International Cold Water Prawn Forum). Þar hefur Friðrik oft verið beðinn um að halda erindi og er reyndar sá fyrirlesari sem hefur hvað oftast komið fram. Friðrik sá alltaf fyrir sér framtíð í sölu- og markaðsmálum tengdum sjávarútvegi. Á alþjóðavísu er Friðrik stórt nafn í heimi kaldjávarrækja og þekktur fyrirlesari. Friðrik útskrifaðist með BS.c. Honours í sjávarútvegfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 1998. Hann starfrækir stórt fyrirtæki í Grimsby sem hann stofnaði árið 2000. Velgengin hefur verið mikil en árið 2019 reið stórt áfall yfir: Friðrik er með taugahrörnunarsjúkdóminn MSA.Vísir/Vilhelm Áfall í kjölfar skíðaferðar Friðrik og Karen eiga tvær dætur: Rakel Sól er fædd árið 2002 og Sóley Birta sem er fædd árið 2006. „Við erum enn að reyna að ferma hana,“ segir Friðrik um yngri dótturina og það ástand sem svo margir foreldrar hafa upplifað í Covid: „Erum að skipuleggja ferminguna að ég held í sjötta sinn.“ Friðrik segist alltaf hafa stundað einhver áhugamál. Sérstaklega eftir að stelpurnar fóru að stálpast. Þá hefur hann aldrei misst af Fiskideginum mikla, nema fyrsta árið sem hátíðin var haldin en það var árið 2001. Það var einmitt á ferðalagi sem að Friðrik gerði sér fyrst grein fyrir því að eitthvað var að. Snemma árs 2019 fór ég í skíðaferðalag og satt best að segja hef ég alltaf talið mig nokkuð góðan á skíðum. En fyrsta daginn í þessari ferð, datt ég tíu sinnum.“ Friðrik vissi sem var að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Hann viðurkennir líka að hafa fyrir þessa ferð, hunsað ýmsar vísbendingar sem líkaminn var að gefa honum. Þegar heim var komið, fór hann til heimilislæknisins síns, sem vísaði honum áfram til taugalæknis. Fljótlega eftir það er Friðrik greindur með taugahrörnunarsjúkdóminn MSA (Multiple System Atrophy) eða Parkison plús. MSA er fjölkerfalömun sem hefur áhrif á ósjálfráða taugakerfið. Sjúklingurinn missir stjórn á því sem líkaminn gerir og þótt mörg einkenni svipi til einkenna Parkison sjúkdómsins, er hrörnunin hraðari og ýmiss fleiri einkenni líklegri til að gera vart við sig. „Lækninum mínum grunaði reyndar strax hvað væri en það var ekki fyrr en löngu seinna sem hann sagði mér að hann hefði hreinlega ekki þorað að segja mér hver sá grunur var,“ segir Friðrik. Friðrik vissi að framundan væru breyttir tímar. Röddin myndi á endanum hverfa og hreyfigeta minnka verulega. Kapphlaupið við tímann var hafið. 40 ára gömul tombólumynd frá Dalvík Friðrik segir að það hafi verið í kringum 1978 eða 1979 sem æskuvinirnir stóðu saman að tombólu á Dalvík. Sem heppnaðist að þeirra sögn mjög vel. Mynd af hópnum var birt í Morgunblaðinu eins og algengt var á þessum tíma. Á myndinni má sjá stolta vini íklædda svörtum Nokia stígvélum. Já, stígvélunum sem heilu kynslóðirnar á Íslandi hafa alist upp í. Æskufélagar á Dalvík héldu tombólu og í kjölfarið var þessi mynd birt í Morgunblaðinu. Í Nokía stígvélum. Talið frá vinstri: Markús Jóhannesson, Rúnar Gunnarsson, Friðbjörn Beck Möller Baldursson, Jón Áki Bjarnason, Friðrik Már Þorsteinsson, Alfreð Viktór Þórólfsson, Aðalsteinn Már Þorsteinsson. Að sögn félaganna gekk tombólan vel en Friðrik segir hana hafa verið árið 1978 eða 1979. Í febrúar á þessu ári birti Friðrik myndina á Facebooksíðu hópsins og lagði til að hún yrði endurgerð. Sem æskuvinunum fannst frábær hugmynd. Svört Nokía stígvél voru dregin fram. Nú nokkrum númerum stærri og ekki laust við að hægt sé að segja það sama um vinahópinn. Við erum 40 árum eldri og hálfu tonni þyngri,“ segir Friðrik og hlær. En hugmyndin breyttist og stækkaði. Friðrik notar nú þegar smáforrit til að tjá sig á ensku. Til dæmis ef hávaði er mikill. Þá getur hann nýtt tæknina í síma eða iPad og tjáð sig með sinni eigin rödd. Því í fyrra tók hann upp raddbanka á ensku sem gerir honum kleift að tjá sig með sinni rödd en senn mun Friðrik missa röddina alfarið vegna taugahrörnunarsjúkdómsins MSA. Friðrik vill hins vegar að fólk sem er í sömu stöðu og hann á Íslandi, geti nýtt sömu tækni til að tjá sig á íslensku. Þess vegna hratt hann af stað fjáröflunarverkefninu Röddin mín, en markmiðið er að árið 2022 komi út hljóðgerfill á íslensku sem gerir fólki kleift sem missir röddina, kleift að nota íslenskan raddbanka til að tjá sig.Vísir/Vilhelm „Ég var búinn að segja þeim að mig langaði til að þróa hljóðgerfil fyrir íslenska tungu sem gerir fólki kleift að lesa inn sína eigin rödd sem síðan er notuð af talgerfli ef fólk missir röddina sína. Í daglegu tali kallast þessi tækni raddbanki og í fyrra tók ég upp röddina mína upp á ensku,“ segir Friðrik. Þetta þýðir að þegar að því kemur að Friðrik missir röddina, getur hann notað smáforrit í símanum sínum eða í iPad til að tjá sig með talgerfli sem talar þá með hans eigin rödd. „En þegar að ég ætlaði að gera það sama fyrir íslenskuna kom í ljós að það er ekki hægt. Því það þarf að þróa sérstakan hljóðgerfil fyrir íslenskuna,“ segir Friðrik. Í febrúar á þessu ári tók Friðrik upp röddina sína á íslensku með góðri aðstoð HR. Ætlunin er að nota rödd Friðriks til aðstoðar við þróun hugbúnaðar fyrir íslenskan raddbanka. Það má hver sem er nota röddina mína ef fólk kýs. Aðalmálið í mínum huga er að fólk á Íslandi sem hefur misst röddina vegna sjúkdóma eða mun gera það, geti tjáð sig á okkar tungumáli með aðstoð tækninnar.“ Vinahópi Friðriks fannst hugmyndin frábær og allir vildu félagarnir ólmir hjálpa til. En hvernig? Jú, að fjármagna þessa þróun er hvað brýnast í augnablikinu því takist það á næstu vikum eru allar líkur á að hægt sé að koma tækninni í loftið fyrir fólk á Íslandi, snemma næsta árs. Að endurgera tombólumyndina breyttist því í það verkefni að gefa út dagatal fyrir árið 2022 í fjáröflunarskyni. Þar sem vinirnir yrðu sjálfir fyrirsæturnar á myndum. Friðriki fannst það liggja beinast við að ef farið yrði í að búa til dagatal til að selja í fjáröflunarskyni, yrði að vera einhver nekt. Í fyrstu sló þögn á vinahóp miðaldra manna frá Dalvík. En hópurinn er hress og skemmtilegur og ekkert annað hægt en að slá til. Í stórbrotnu umhverfi og víðsvegar um landið prýða nú þessir kroppar dagatal fyrir árið 2022 en það er hægt að kaupa á kr.2000 með pöntun á domusnova@domusnova.is. Frjáls framlög eru einnig vel þegin: Banki 0537 – höfuðbók 14 – reikningsnúmer 7245 – kennitala 621121-2000. Naktir miðaldra menn frá Dalvík Að búa til dagatal í fjáröflunarskyni hljómaði strax sem góð hugmynd. „En ég sagði þá að ef við myndum gera dagatal til að selja, yrði auðvitað að vera einhver nekt í því….,“ segir Friðrik og hlær. En viðurkennir þó að í fyrstu hafi slegið þögn á hópinn. Hressir vinir, skemmtilegur hópur og alltaf stutt í húmorinn og gleðina. Auðvitað ákvað hópurinn að slá til. Enda ákveðinn í að hljóðgerfilinn þurfi að þróa og nú þurfi allir upp á dekk! Úr varð að síðastliðið sumar lögðu æskuvinirnir upp í ferð. Leigðu þyrlu og komu við á hinum ýmsu stöðum um landið. Sögufræga staði og helstu náttúruperlur. Þar skoppuðu menn á milli þúfna. Allsberir í svörtum Nokia stígvélum. Miðaldra menn frá Dalvík og hvítir rassar. Stundum voru þó fyrirsæturnar uppstrílaðar og þá alltaf allir í stíl: Til dæmis í bláum glansgalla og Nokia stígvélum. Teinóttum jakkafötum og Nokia stígvélum. Vinnugalla og Nokia stígvélum. Eða hreinlega í engu nema með Víkingahorn á höfði og í Nokia stígvélum. Myndir af miðaldra nöktum mönnum frá Dalvík í dagatali árið 2022 seljast nú á kr.2000 í fjáröflunarskyni. Sagan á bakvið dagatalið er einstaklega falleg saga af sannri vináttu, skemmtilegum gaurum og stórmerkilegum athafnamanni. Hægt er að panta dagatöl og fá þau heimsend með því að senda tölvupóst á netfangið domusnova@domusnova.is. Hópurinn skemmti sér konunglega og á milli myndataka nutu vinirnir samvista með hvor öðrum. Spjölluðu, hlógu og höfðu gaman. Hugmyndaflugið var látið njóta sín í myndatökum. Allt var lagt í sölurnar og úr varð stórskemmtilegt myndasafn af vinum í svörtum Nokia stígvélum og stórbrotnu umhverfi. Góðgerðarsjóðurinn Röddin mín var stofnaður en sá sjóður hafði þá þegar verið stofnaður í Bretlandi. Þar sem starfsfólk Northcoast Seafoods Ltd. og aðrir vinir leggja málefninu líka lið. „Hann hefur gert svo mikið fyrir okkur að við erum bara ánægð að geta nú gert eitthvað fyrir hann,“ segir starfsmaður NorthCoast Seafoods Ltd. Í viðtali við BBC um verkefnið og Friðrik. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson lét ekki heldur vera að styðja verkefnið. Þó ekki nakinn. „En hann sagði bara að honum fyndist það heiður ef myndin með honum yrði líka í dagatalinu,“ segir Friðrik. Hópurinn fór prúðbúinn í heimsókn á Bessastaði og hittu þar forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson. Hópurinn var íklæddur jakkafötum og í svörtum Nokía stígvélum en sjálfur var forsetinn prúðbúinn og í rauðum sokkum. Ein mynd í dagatalinu er af hópnum með forsetanum á Bessastöðum enda vildi Guðni Th. endilega leggja málefninu lið. Allir að kaupa dagatal: Svona gerir þú það Dagatalið varð að veruleika, allt unnið í sjálfboðastarfi. „Mér finnst rosalega mikilvægt að það komi fram að það hafa allir sem að þessu verkefni hafa komið, gefið vinnuna sína. Meira að segja prentunin á dagatalinu var gefin, það er enginn að þiggja neinn pening fyrir neitt,“ segir Friðrik. Fimmþúsund dagatöl eru nú komin í sölu. Almennt verð er kr.2000 en eins mun sjóðurinn Röddin mín, þiggja öll frjáls framlög frá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum. Í augnablikinu er þó hægt að panta dagatöl eða leggja málefninu lið með því að millifæra inn á þennan reikning: Banki 0537 – höfuðbók 14 – reikningsnúmer 7245 – kennitala 621121-2000. Dagatöl er hægt að sækja á Domusnova Fasteignasölu að Hlíðarsmára 4 í Kópavogi. Þar starfar einn af félögum Friðriks, Víðir Arnar Kristjánsson og því var ákveðið að Domusnova yrði miðstöðin fyrir dreifingu á dagatalinu. Að sögn Víðis geta þeir sem óska eftir því að leggja fram styrk og fá dagatal, einnig óskað eftir því að fá það heimsent en fyrir slíkar pantanir er bent á að senda tölvupóst á netfangið domusnova@domusnova.is. Þá er hægt að fylgjast með verkefninu á Facebooksíðunni Röddin mín - styrktarsjóður með því að smella HÉR. Saga um sanna vináttu Af ofangreindu má þó sjá að verkefnið Röddin mín og saga Friðriks Más snýst um miklu meira en aðeins það merkilega markmið að gera Íslendingum kleift að tjá sig á íslensku ef röddin hverfur. Því svo sannarlega er þetta líka saga um sanna vináttu. Eins og hún gerist mest og best. Sjálfur er Friðrik nú þegar búinn að ráða nýjan forstjóra fyrir Northcoast Seafood Ltd. Og er auk þess duglegur í að úthluta frá sér öðrum verkefnum. „Ég er ekki lengur í þessum daglegu verkefnum. En enn með puttana í rekstrinum en nú meira í formi þess að vera með yfirsýn,“ segir Friðrik. Vinahópurinn frá Dalvík því nú þarf alla upp á dekk að selja dagatölin. Á þessari mynd hafa bæst við félagarnir Víðir Arnar Kristjánsson og Bolli Kjartan Eggertsson. Á myndinni í dagatalinu góða frá Bessastöðum er einnig félaginn Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Saga Friðriks Más Þorsteinsson er ekki aðeins einstök saga af athafnamanni sem nær velgengni í lífinu heldur einnig falleg saga um vináttu sem stendur traustari en klettur þegar á reynir. Dagarnir eru þéttbókaðir hjá Friðrik. Fundir vegna vinnunnar, vegna dagatalsins og á sunnudag er ætlunin að fara norður á Dalvík og hitta fjölskyldu og vini. Uppúr áramótum er ætlunin að halda heim til Bretlands. Röddin er lágróma hjá þessum merka manni. Hreyfigetan skert og Friðrik veit að bæði hjólastóllinn og raddmissirinn er handan við hornið. En hann er keikur og stutt er í húmorinn. Því þegar viðtalinu er að ljúka, spyr blaðamaður hvort hann sé til í að hitta ljósmyndara Vísis og fréttamann Stöðvar 2 daginn eftir. „Allt fyrir verkefnið,“ svarar Friðrik þá um hæl. Ákveðinn og uppfullur af eldmóði. Praktísk atriði eru ákveðin fyrir myndatökuna og sjónvarpsviðtal. Staður og stund. Útfærsla og fyrirkomulag. Og enn og aftur sér blaðamaður glitta í prakkarablik í augum Friðriks: Viltu að ég mæti nakinn?“ Hér má sjá viðtal sem Kristín Ólafsdóttir fréttamaður á Stöð 2 tók við Friðrik þar sem sjá má hvernig smáforritið mun virka fyrir fólk þegar íslenskur raddbanki hefur verið þróaður. Þá mun Atvinnulífið á Vísi fylgjast með framgangi mála. Heilsa Helgarviðtal Atvinnulífsins Nýsköpun Tækni Dalvíkurbyggð Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í veislunni tóku dalvískir stórsöngvarar lagið: Friðrik Ómar Hjörleifsson, Matthías Matthíasson og Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Og sungu þá meðal annars lag sem faðir Friðriks samdi til hans: „Northcoast Seafoods.“ Enda vel við hæfi að taka lagið í góðri veislu. Og syngja saman. Ekki síst þegar við blasir að afmælisbarnið sjálft, Friðrik Már, mun senn missa röddina sína. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við sögu Friðriks Más Þorsteinssonar sem árið 2019 greindist með taugahrörnunarsjúkdóminn MSA, eða Parkison plús. Friðrik á og rekur einn af fimm stærstu vinnustöðum Grimsby í Bretlandi: fisksölufyrirtækið Northcoast Seafoods Ltd. Ársvelta fyrirtækisins nemur um 25 milljörðum á ári og sem dæmi um umsvif þess má nefna að um helmingur af allri unninni rækju á Íslandi, eru keyptar af fyrirtæki Friðriks. Í dag snýst lífið þó um annað og meira en fyrirtækjareksturinn því Friðrik stendur nú að söfnun fyrir þróun hljóðgervils sem gerir fólki sem missir röddina kleift að tjá sig á íslenskri tungu. Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og hugbúnaðarfyrirtækið Tiro. Með hópi góðra vina var styrktarsjóðurinn Röddin mín stofnaður á dögunum. Og dagatal fyrir árið 2022 gefið út. Sala dagatalanna og frjáls framlög eru ætluð að fjármagna þessa tækni. Fyrirsætur dagatalsins eru naktir miðaldra menn. Frá Dalvík. „Við hlógum mikið þegar að við gerðum dagatalið“ sagði Friðrik í viðtali við BBC á dögunum. „Og vonandi mun það vekja hlátur og kátínu hjá fleirum.“ Brói Friðrik Már Þorsteinsson er alltaf kallaður Brói. Það er vegna þess að í æsku heima á Dalvík var alltaf verið að vísa í hann sem litla bróðir Aðalsteins, sem á endanum þróaðist í Brói. Friðrik stofnaði fisksölufyrirtæki í Bretlandi fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Það fyrirtæki veltir um 25 milljörðum á ári. Friðrik hefur nú ráðið nýjan forstjóra fyrir fyrirtækið sitt því handan við hornið bíður hjólastóllinn og á ótilgreindum tíma mun Friðrik missa rödd sína vegna taugahrörnunarsjúkdómsins MSA. Friðrik vinnur nú að því að tryggja að fólk á Íslandi geti nýtt sér tæknina til að tjá sig á íslensku ef það er í sömu sporum og hann.Vísir/Vilhelm Friðrik Már Þorsteinsson er fæddur árið 1971. Foreldrar hans eru Þorsteinn Már Aðalsteinsson, fæddur árið 1952 og Sigríður Snædís Rögnvaldsdóttir, fædd árið 1954. Þorsteinn er af mörgum kallaður guðfaðir Fiskidagsins mikla, enda sá sem fékk hugmyndina að hátíðinni fyrst. „Pabbi tilkynnti okkur einn daginn að hann ætlaði að bjóða heiminum í mat á Dalvík,“ segir Friðrik og hlær. Friðrik er næstelstur í fjögurra systkina hópi: Elstur er Aðalsteinn Már, fæddur 1970. Næst á eftir Friðriki er Guðný Jóna, fædd árið 1975 en yngsti bróðirinn heitir Kristján Már og er fæddur árið 1981. Foreldrar og systkini Friðriks búa öll enn á Dalvík. Um æskuna þar segir Friðrik: „Það var mjög gott að alast upp á Dalvík og þar var maður alltaf úti að leika sér. Á sumrin gat maður hjólað út um allt eða gripið í veiðistöng til að veiða á bryggjunni. Á veturnar var auðvelt að stunda skíðin og á Dalvík var gott og mikið skátastarf. Við krakkarnir vorum alla tíð mjög samheldin og enn er mjög kært á milli okkar þótt leiðir hafi skilist eftir að við stækkuðum.“ Af vinum og vandamönnum er Friðrik reyndar sjaldnast kallaður annað en Brói. En hvers vegna Brói? Vegna þess að ég var litli bróðir Aðalsteins. Og alltaf talað um mig sem litla bróðir hans eða hann að skýra út að ég væri litli bróðir hans. Sem síðan festist og varð að Bróa,“ segir Friðrik og bætir við léttur í bragði að Guðný systir hans líti reyndar líka á sig sem „eina af bræðrunum.“ Friðrik er kvæntur Karen Reynisdóttur og saman eiga þau dæturnar Rakel Sól, fædd árið 2002 og Sóleyju Birtu, sem er fædd árið 2006. Fjölskyldan býr í Hull í Bretlandi en þangað fluttu Friðrik og Karen um aldamótin. Friðrik er fæddur og uppalin á Dalvík og Karen á Akureyri. Að öllu jöfnu hafa þau reynt að sækja Ísland heim tvisvar á ári og leggur Friðrik áherslu á að missa ekki af Fiskideginum mikla á Dalvík, enda pabbi hans Þorsteinn af mörgum kallaður guðfaðir þeirrar hátíðar. Ævintýramennska í útlöndum Frá Dalvík lá leiðin í Verkmenntaskólann á Akureyri en á öðru ári þar skall á langt verkfall í skólum; verkfallið sem margir muna eftir frá árinu 1989. Í kjölfarið varð úr að Friðrik flutti til föðurömmu sinnar í Reykjavík og kláraði stúdentinn í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. Frá unglingsaldri hafði Friðrik stundað sjóinn og alltaf var draumurinn um framtíð tengt sjávarútveginum. Sérstaklega sölu og markaðssetningu. Árið 1998 útskrifaðist Friðrik með BSc. Honours í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Lokaverkefnið hans í náminu var: Markaðsstaða skelfléttrar kaldsjávarsrækju. Friðrik er kvæntur Karen Reynisdóttur en hún er fædd árið 1974 og uppalin á Akureyri. Skötuhjúin tóku saman árið 1999 og aldamótaárið 2000 ákváðu þau að söðla um og flytja til Hull í Bretlandi. Karen var þá enn við nám í Háskólanum á Akureyri en gerði samning um að halda áfram í fjarnámi. Sem þó þótti nýnæmi þá. En hvers vegna Hull og hvers vegna Bretland? „Ævintýramennska,“ svarar Friðrik og hlær. Þegar Friðrik og Karen fluttu út, var Friðrik kominn með starf sem yfirmaður markaðsdeildar í fyrirtæki sem seldi sjávarafurðir. Stuttu síðar fór það fyrirtæki þó í þrot. „Við fluttum út í maí og í október fór fyrirtækið á hausinn.“ Voru þá góð ráð dýr. Vissulega var sá valkostur fyrir hendi að geta farið aftur heim en unga parinu langaði að búa áfram í Hull og því kviknaði sú hugmynd hjá Friðrik að stofna sitt eigið fyrirtæki. „Einn stærsti birginn minn sagði að ef ég ætti einhvern pening og gæti stofnað fyrirtæki, þá væru þeir til í að kaupa af mér áfram,“ segir Friðrik en bætir við: „Nema að ég átti auðvitað engan pening!“ Úr varð að Friðrik samdi við danska fyrirtækið Kangamiut Seafood um að stofna fisksölufyrirtækið Northcoast Seafoods Ltd. Kangamiut Seafood var þá þegar rótgróið fyrirtæki. Það var upphaflega stofnað í kringum viðskipti við Grænlendinga. En á þessum tíma var fyrirtækið að vinna í því að koma mörgum vörum inn á breskan markað. „Traustið var til staðar, því ég hafði unnið mikið fyrir Kangamiut. Þeir lögðu til fjármagn og lengi vel áttum við helmingshlut hvor í Northcoast Seafoods Ltd.“ Í dag er Friðrik þó eini eigandi Northcoast Seafoods Ltd. Stórfyrirtæki sem veltir milljörðum Friðrik segir Bretland stærsta rækjumarkað í heimi. Reyndar kaupi Íslendingar meiri kaldsjávarrækju á hvern íbúa. Bretland er samt fjölmennasti markaðurinn. Enda rækjur svo sannarlega vinsælar í breskum kræsingum. Rækjusamlokur og rækjukokkteilar tróna þar á toppnum. Um 150 manns starfa hjá fyrirtækinu að jafnaði en þeim fjölgar í um 200 talsins fyrir hver jól. Því þá er stærsta söluvertíðin. Um upphafið segir Friðrik: Ég ákvað strax að yfirbyggingin yrði lítil. Fyrstu fjögur árin var ég eini starfsmaðurinn. Fyrstu launin mín voru 60 pund. Fyrir utan launin mín var fastur kostnaður 60 pund á mánuði sem ég greiddi í leigu, rafmagn og hiti innifalinn“ segir Friðrik en brosir í kampinn og tekur fram að ári eftir stofnun hafi skrifstofuleigan hækkað í 150 pund á mánuði. „Ég sá um allt og gerði allt. Það skipti ekki máli hvort það voru viðskipti og sala, að sjá um reikningagerð, innheimtu og helstu fjármál eða annað. Reynslan frá þessum tíma er enn í dag eitt besta veganestið mitt í starfi,“ segir Friðrik. Árið 2005 réði Friðrik til sín fyrstu starfsmennina og fluttist í stærra húsnæði. Fyrirtækið jók smám saman umsvif sín og þótt rækjusalan sé stór þáttur í starfseminni, selur fyrirtækið einnig aðrar sjávarafurðir. Til dæmis þorsk, ýsu og ýmsar flatfisktegundir. Svo mikið er úrvalið í reynd að í dag er Northcoast Seafoods með á annað hundrað frosnar og pakkaðar vörur til sölu í breskum matvöruverslunum. Þetta átti aldrei að verða svona stórt,“ segir Friðrik aðspurður um það hvað skýri út mikla velgengni fyrirtækisins. „En þegar að maður er kominn inn á smásölumarkaðinn er auðvelt að bæta við meira magni og fleiri vörum. Viðskiptavinirnir mínir eru þeir stærstu í Bretlandi og við höfum í rauninni stækkað samhliða stærri og stærri viðskiptavinum.“ En fyrirtækið er ekki aðeins stórt og með stóra viðskiptavini. Sjálfur er Friðrik stórt nafn í geiranum. Sem dæmi má nefna er alþjóðleg ráðstefna haldin um kaldsjávarrækju árlega, ICWPF (The International Cold Water Prawn Forum). Þar hefur Friðrik oft verið beðinn um að halda erindi og er reyndar sá fyrirlesari sem hefur hvað oftast komið fram. Friðrik sá alltaf fyrir sér framtíð í sölu- og markaðsmálum tengdum sjávarútvegi. Á alþjóðavísu er Friðrik stórt nafn í heimi kaldjávarrækja og þekktur fyrirlesari. Friðrik útskrifaðist með BS.c. Honours í sjávarútvegfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 1998. Hann starfrækir stórt fyrirtæki í Grimsby sem hann stofnaði árið 2000. Velgengin hefur verið mikil en árið 2019 reið stórt áfall yfir: Friðrik er með taugahrörnunarsjúkdóminn MSA.Vísir/Vilhelm Áfall í kjölfar skíðaferðar Friðrik og Karen eiga tvær dætur: Rakel Sól er fædd árið 2002 og Sóley Birta sem er fædd árið 2006. „Við erum enn að reyna að ferma hana,“ segir Friðrik um yngri dótturina og það ástand sem svo margir foreldrar hafa upplifað í Covid: „Erum að skipuleggja ferminguna að ég held í sjötta sinn.“ Friðrik segist alltaf hafa stundað einhver áhugamál. Sérstaklega eftir að stelpurnar fóru að stálpast. Þá hefur hann aldrei misst af Fiskideginum mikla, nema fyrsta árið sem hátíðin var haldin en það var árið 2001. Það var einmitt á ferðalagi sem að Friðrik gerði sér fyrst grein fyrir því að eitthvað var að. Snemma árs 2019 fór ég í skíðaferðalag og satt best að segja hef ég alltaf talið mig nokkuð góðan á skíðum. En fyrsta daginn í þessari ferð, datt ég tíu sinnum.“ Friðrik vissi sem var að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Hann viðurkennir líka að hafa fyrir þessa ferð, hunsað ýmsar vísbendingar sem líkaminn var að gefa honum. Þegar heim var komið, fór hann til heimilislæknisins síns, sem vísaði honum áfram til taugalæknis. Fljótlega eftir það er Friðrik greindur með taugahrörnunarsjúkdóminn MSA (Multiple System Atrophy) eða Parkison plús. MSA er fjölkerfalömun sem hefur áhrif á ósjálfráða taugakerfið. Sjúklingurinn missir stjórn á því sem líkaminn gerir og þótt mörg einkenni svipi til einkenna Parkison sjúkdómsins, er hrörnunin hraðari og ýmiss fleiri einkenni líklegri til að gera vart við sig. „Lækninum mínum grunaði reyndar strax hvað væri en það var ekki fyrr en löngu seinna sem hann sagði mér að hann hefði hreinlega ekki þorað að segja mér hver sá grunur var,“ segir Friðrik. Friðrik vissi að framundan væru breyttir tímar. Röddin myndi á endanum hverfa og hreyfigeta minnka verulega. Kapphlaupið við tímann var hafið. 40 ára gömul tombólumynd frá Dalvík Friðrik segir að það hafi verið í kringum 1978 eða 1979 sem æskuvinirnir stóðu saman að tombólu á Dalvík. Sem heppnaðist að þeirra sögn mjög vel. Mynd af hópnum var birt í Morgunblaðinu eins og algengt var á þessum tíma. Á myndinni má sjá stolta vini íklædda svörtum Nokia stígvélum. Já, stígvélunum sem heilu kynslóðirnar á Íslandi hafa alist upp í. Æskufélagar á Dalvík héldu tombólu og í kjölfarið var þessi mynd birt í Morgunblaðinu. Í Nokía stígvélum. Talið frá vinstri: Markús Jóhannesson, Rúnar Gunnarsson, Friðbjörn Beck Möller Baldursson, Jón Áki Bjarnason, Friðrik Már Þorsteinsson, Alfreð Viktór Þórólfsson, Aðalsteinn Már Þorsteinsson. Að sögn félaganna gekk tombólan vel en Friðrik segir hana hafa verið árið 1978 eða 1979. Í febrúar á þessu ári birti Friðrik myndina á Facebooksíðu hópsins og lagði til að hún yrði endurgerð. Sem æskuvinunum fannst frábær hugmynd. Svört Nokía stígvél voru dregin fram. Nú nokkrum númerum stærri og ekki laust við að hægt sé að segja það sama um vinahópinn. Við erum 40 árum eldri og hálfu tonni þyngri,“ segir Friðrik og hlær. En hugmyndin breyttist og stækkaði. Friðrik notar nú þegar smáforrit til að tjá sig á ensku. Til dæmis ef hávaði er mikill. Þá getur hann nýtt tæknina í síma eða iPad og tjáð sig með sinni eigin rödd. Því í fyrra tók hann upp raddbanka á ensku sem gerir honum kleift að tjá sig með sinni rödd en senn mun Friðrik missa röddina alfarið vegna taugahrörnunarsjúkdómsins MSA. Friðrik vill hins vegar að fólk sem er í sömu stöðu og hann á Íslandi, geti nýtt sömu tækni til að tjá sig á íslensku. Þess vegna hratt hann af stað fjáröflunarverkefninu Röddin mín, en markmiðið er að árið 2022 komi út hljóðgerfill á íslensku sem gerir fólki kleift sem missir röddina, kleift að nota íslenskan raddbanka til að tjá sig.Vísir/Vilhelm „Ég var búinn að segja þeim að mig langaði til að þróa hljóðgerfil fyrir íslenska tungu sem gerir fólki kleift að lesa inn sína eigin rödd sem síðan er notuð af talgerfli ef fólk missir röddina sína. Í daglegu tali kallast þessi tækni raddbanki og í fyrra tók ég upp röddina mína upp á ensku,“ segir Friðrik. Þetta þýðir að þegar að því kemur að Friðrik missir röddina, getur hann notað smáforrit í símanum sínum eða í iPad til að tjá sig með talgerfli sem talar þá með hans eigin rödd. „En þegar að ég ætlaði að gera það sama fyrir íslenskuna kom í ljós að það er ekki hægt. Því það þarf að þróa sérstakan hljóðgerfil fyrir íslenskuna,“ segir Friðrik. Í febrúar á þessu ári tók Friðrik upp röddina sína á íslensku með góðri aðstoð HR. Ætlunin er að nota rödd Friðriks til aðstoðar við þróun hugbúnaðar fyrir íslenskan raddbanka. Það má hver sem er nota röddina mína ef fólk kýs. Aðalmálið í mínum huga er að fólk á Íslandi sem hefur misst röddina vegna sjúkdóma eða mun gera það, geti tjáð sig á okkar tungumáli með aðstoð tækninnar.“ Vinahópi Friðriks fannst hugmyndin frábær og allir vildu félagarnir ólmir hjálpa til. En hvernig? Jú, að fjármagna þessa þróun er hvað brýnast í augnablikinu því takist það á næstu vikum eru allar líkur á að hægt sé að koma tækninni í loftið fyrir fólk á Íslandi, snemma næsta árs. Að endurgera tombólumyndina breyttist því í það verkefni að gefa út dagatal fyrir árið 2022 í fjáröflunarskyni. Þar sem vinirnir yrðu sjálfir fyrirsæturnar á myndum. Friðriki fannst það liggja beinast við að ef farið yrði í að búa til dagatal til að selja í fjáröflunarskyni, yrði að vera einhver nekt. Í fyrstu sló þögn á vinahóp miðaldra manna frá Dalvík. En hópurinn er hress og skemmtilegur og ekkert annað hægt en að slá til. Í stórbrotnu umhverfi og víðsvegar um landið prýða nú þessir kroppar dagatal fyrir árið 2022 en það er hægt að kaupa á kr.2000 með pöntun á domusnova@domusnova.is. Frjáls framlög eru einnig vel þegin: Banki 0537 – höfuðbók 14 – reikningsnúmer 7245 – kennitala 621121-2000. Naktir miðaldra menn frá Dalvík Að búa til dagatal í fjáröflunarskyni hljómaði strax sem góð hugmynd. „En ég sagði þá að ef við myndum gera dagatal til að selja, yrði auðvitað að vera einhver nekt í því….,“ segir Friðrik og hlær. En viðurkennir þó að í fyrstu hafi slegið þögn á hópinn. Hressir vinir, skemmtilegur hópur og alltaf stutt í húmorinn og gleðina. Auðvitað ákvað hópurinn að slá til. Enda ákveðinn í að hljóðgerfilinn þurfi að þróa og nú þurfi allir upp á dekk! Úr varð að síðastliðið sumar lögðu æskuvinirnir upp í ferð. Leigðu þyrlu og komu við á hinum ýmsu stöðum um landið. Sögufræga staði og helstu náttúruperlur. Þar skoppuðu menn á milli þúfna. Allsberir í svörtum Nokia stígvélum. Miðaldra menn frá Dalvík og hvítir rassar. Stundum voru þó fyrirsæturnar uppstrílaðar og þá alltaf allir í stíl: Til dæmis í bláum glansgalla og Nokia stígvélum. Teinóttum jakkafötum og Nokia stígvélum. Vinnugalla og Nokia stígvélum. Eða hreinlega í engu nema með Víkingahorn á höfði og í Nokia stígvélum. Myndir af miðaldra nöktum mönnum frá Dalvík í dagatali árið 2022 seljast nú á kr.2000 í fjáröflunarskyni. Sagan á bakvið dagatalið er einstaklega falleg saga af sannri vináttu, skemmtilegum gaurum og stórmerkilegum athafnamanni. Hægt er að panta dagatöl og fá þau heimsend með því að senda tölvupóst á netfangið domusnova@domusnova.is. Hópurinn skemmti sér konunglega og á milli myndataka nutu vinirnir samvista með hvor öðrum. Spjölluðu, hlógu og höfðu gaman. Hugmyndaflugið var látið njóta sín í myndatökum. Allt var lagt í sölurnar og úr varð stórskemmtilegt myndasafn af vinum í svörtum Nokia stígvélum og stórbrotnu umhverfi. Góðgerðarsjóðurinn Röddin mín var stofnaður en sá sjóður hafði þá þegar verið stofnaður í Bretlandi. Þar sem starfsfólk Northcoast Seafoods Ltd. og aðrir vinir leggja málefninu líka lið. „Hann hefur gert svo mikið fyrir okkur að við erum bara ánægð að geta nú gert eitthvað fyrir hann,“ segir starfsmaður NorthCoast Seafoods Ltd. Í viðtali við BBC um verkefnið og Friðrik. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson lét ekki heldur vera að styðja verkefnið. Þó ekki nakinn. „En hann sagði bara að honum fyndist það heiður ef myndin með honum yrði líka í dagatalinu,“ segir Friðrik. Hópurinn fór prúðbúinn í heimsókn á Bessastaði og hittu þar forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson. Hópurinn var íklæddur jakkafötum og í svörtum Nokía stígvélum en sjálfur var forsetinn prúðbúinn og í rauðum sokkum. Ein mynd í dagatalinu er af hópnum með forsetanum á Bessastöðum enda vildi Guðni Th. endilega leggja málefninu lið. Allir að kaupa dagatal: Svona gerir þú það Dagatalið varð að veruleika, allt unnið í sjálfboðastarfi. „Mér finnst rosalega mikilvægt að það komi fram að það hafa allir sem að þessu verkefni hafa komið, gefið vinnuna sína. Meira að segja prentunin á dagatalinu var gefin, það er enginn að þiggja neinn pening fyrir neitt,“ segir Friðrik. Fimmþúsund dagatöl eru nú komin í sölu. Almennt verð er kr.2000 en eins mun sjóðurinn Röddin mín, þiggja öll frjáls framlög frá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum. Í augnablikinu er þó hægt að panta dagatöl eða leggja málefninu lið með því að millifæra inn á þennan reikning: Banki 0537 – höfuðbók 14 – reikningsnúmer 7245 – kennitala 621121-2000. Dagatöl er hægt að sækja á Domusnova Fasteignasölu að Hlíðarsmára 4 í Kópavogi. Þar starfar einn af félögum Friðriks, Víðir Arnar Kristjánsson og því var ákveðið að Domusnova yrði miðstöðin fyrir dreifingu á dagatalinu. Að sögn Víðis geta þeir sem óska eftir því að leggja fram styrk og fá dagatal, einnig óskað eftir því að fá það heimsent en fyrir slíkar pantanir er bent á að senda tölvupóst á netfangið domusnova@domusnova.is. Þá er hægt að fylgjast með verkefninu á Facebooksíðunni Röddin mín - styrktarsjóður með því að smella HÉR. Saga um sanna vináttu Af ofangreindu má þó sjá að verkefnið Röddin mín og saga Friðriks Más snýst um miklu meira en aðeins það merkilega markmið að gera Íslendingum kleift að tjá sig á íslensku ef röddin hverfur. Því svo sannarlega er þetta líka saga um sanna vináttu. Eins og hún gerist mest og best. Sjálfur er Friðrik nú þegar búinn að ráða nýjan forstjóra fyrir Northcoast Seafood Ltd. Og er auk þess duglegur í að úthluta frá sér öðrum verkefnum. „Ég er ekki lengur í þessum daglegu verkefnum. En enn með puttana í rekstrinum en nú meira í formi þess að vera með yfirsýn,“ segir Friðrik. Vinahópurinn frá Dalvík því nú þarf alla upp á dekk að selja dagatölin. Á þessari mynd hafa bæst við félagarnir Víðir Arnar Kristjánsson og Bolli Kjartan Eggertsson. Á myndinni í dagatalinu góða frá Bessastöðum er einnig félaginn Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Saga Friðriks Más Þorsteinsson er ekki aðeins einstök saga af athafnamanni sem nær velgengni í lífinu heldur einnig falleg saga um vináttu sem stendur traustari en klettur þegar á reynir. Dagarnir eru þéttbókaðir hjá Friðrik. Fundir vegna vinnunnar, vegna dagatalsins og á sunnudag er ætlunin að fara norður á Dalvík og hitta fjölskyldu og vini. Uppúr áramótum er ætlunin að halda heim til Bretlands. Röddin er lágróma hjá þessum merka manni. Hreyfigetan skert og Friðrik veit að bæði hjólastóllinn og raddmissirinn er handan við hornið. En hann er keikur og stutt er í húmorinn. Því þegar viðtalinu er að ljúka, spyr blaðamaður hvort hann sé til í að hitta ljósmyndara Vísis og fréttamann Stöðvar 2 daginn eftir. „Allt fyrir verkefnið,“ svarar Friðrik þá um hæl. Ákveðinn og uppfullur af eldmóði. Praktísk atriði eru ákveðin fyrir myndatökuna og sjónvarpsviðtal. Staður og stund. Útfærsla og fyrirkomulag. Og enn og aftur sér blaðamaður glitta í prakkarablik í augum Friðriks: Viltu að ég mæti nakinn?“ Hér má sjá viðtal sem Kristín Ólafsdóttir fréttamaður á Stöð 2 tók við Friðrik þar sem sjá má hvernig smáforritið mun virka fyrir fólk þegar íslenskur raddbanki hefur verið þróaður. Þá mun Atvinnulífið á Vísi fylgjast með framgangi mála.
Heilsa Helgarviðtal Atvinnulífsins Nýsköpun Tækni Dalvíkurbyggð Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira