Fjögur íslensk verk verðlaunuð á alþjóðlegu ADCE verðlaununum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. desember 2021 11:30 Verkefnin fjögur sem nældu sér í ADCE verðlaun í ár. FÍT Árlega verðlaunar Art Directors Club Europe það besta í grafískri hönnun. Íslendingar sendu inn þrettán verk í keppnina í ár en fjögur verkefni hlutu fimm verðlaun, tvö gullverðlaun, tvö silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. FÍT, Félag íslenskra teiknara er aðili að ADCE en fremstu verk hvers lands eru send í keppnina sem svo eru dæmd af 53 fagaðilum frá 19 löndum í Evrópu. Verðlaunin voru veitt í gær. Íslendingar áttu tvo dómnefndarfulltrúa í keppninni í ár en það voru þær Agga Jónsdóttir grafískur hönnuður hjá Pipar/TBWA og Elsa Nielsen grafískur hönnuður hjá Kontor Reykjavík. Samanlagt hafa þær margra ára reynslu af faginu. Hér fyrir neðan má lesa meira um verkin fimm sem hlutu verðlaun í gær. Room 4.1 LIVE hlaut bæði gull- og silfurverðlaun. Konur sem kjósa — Aldarsaga hlaut einnig gullverðlaun. Auglýsingaherferðin Allir úr hlaut silfurverðlaun og verkefnið Íslenska landsliðið í knattspyrnu fékk brons. Room 4.1 LIVE — Craft Picture, gold og Digital Screens, Silver Brandenburg, auglýsingastofa: Hönnuðir: Hrafn Gunnarsson, Gísli Arnarson, Guðmundur Pétursson og Þorvaldur Sævar Gunnarsson. Ljósmynd: Svenni Speight ROOM 4.1 Live er eitthvað allt annað og meira en hefðbundið leikverk. Í þessari fordæmalausu sýningarupplifun urðu áhorfendur vitni að brengluðum og martraðarkenndum spíral — veruleika þeirra sem eru á barmi vitfirringar. Áskorun hönnuða fólst í að koma þessari óendanlegu hringrás angistar til skila á hefðbundnum markaðsmiðlum. Í því skyni var hannað og byggt hreyfanlegt 360° svið og ljósmyndaðar senur úr verkinu. Saman tók efnið á sig mynd óhugnanlegar endaleysu. Konur sem kjósa — Aldarsaga — Editorial design, gold Hildigunnur Gunnarsdóttir og Snæfríð Þorsteins Bók um íslenska kvenkjósendur í eina öld. Verk byggir á áralöngum rannsóknum fjögurra fræðimanna. Titill vísar til kosningaréttarins en einnig til þess hvernig konur sköpuðu sér rými til að móta eigið líf og samfélag. Baráttu fyrir hlutdeild í stjórn lands og samfélags. Frelsi til að ráða menntun sinni og atvinnu, barneignum og ástarsamböndum. Bók um sveitakonur, hvunndagshetjur, fiskvinnslukonur, heimskonur, húsfreyjur, listakonur, baráttukonur og hugsuði. Við hönnun var leitast við að gera úr mjúka bók til handfjötlunar. Bók sem annars vegar miðlar fræðilegum texta og glæðir ótal áður ósagðar sögur kvenna lífi með styttri frásögnum. En einnig bók sem skerpir aldarsögu valdeflingar í gegnum vel valið myndmál og sérstöðu í útliti. Leitast við að skapa bók jafnt fyrir fræðimenn sem almenning. Bók til að lesa og fletta, strjúka, íhuga, grípa í og lesa aftur. Allir úr — TV/Cinema Commerical, Silver Brandenburg, auglýsingastofa. Hönnuðir: Jón Ari Helgason, Dóra Haraldsdóttir, Arnar Halldórsson, Jón Ingi Einarsson, Jón Páll Halldórsson og Þorvaldur Sævar Gunnarsson Stefna Nova er að standa fyrir fjölbreytileika og sýna okkur öll eins og við erum án staðlaðra glansmynda. Allir úr! verkefnið var tilvalið til að undirstrika þessa stefnu og opna á samtalið um líkamsímynd og virðingu. Markmiðið var að auglýsa e-sim Úrlausn Nova sem gerir viðskiptavinum kleift að skilja símann eftir heima og vera eingöngu með snjallúr. Hinsvegar að setja fókus á líkamsvirðingu og sjálfsmynd Íslendinga sem hluta af samfélagsábyrgð Nova. Íslenska landsliðið í knattspyrnu — Logotype, Bronze Brandenburg, auglýsingastofa. Hönnuðir: Hrafn Gunnarsson, Dóri Andrésson og Þorgeir K. Blöndal Nýtt merki íslenska landsliðsins er tákn um óbilandi samstöðu, innblásið af arfleifð og mótandi sögu, sem fléttar saman landvættir Íslands á nútímalegan máta. Merkið er margslungið en skýrt og byggir á fyrri skjaldarmerkjum, en stendur eitt og sér sem auðkennandi tákn landsliða Íslands í knattspyrnu. Hér er hægt að lesa allt um verðlaunaverk ADCE Tíska og hönnun Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
FÍT, Félag íslenskra teiknara er aðili að ADCE en fremstu verk hvers lands eru send í keppnina sem svo eru dæmd af 53 fagaðilum frá 19 löndum í Evrópu. Verðlaunin voru veitt í gær. Íslendingar áttu tvo dómnefndarfulltrúa í keppninni í ár en það voru þær Agga Jónsdóttir grafískur hönnuður hjá Pipar/TBWA og Elsa Nielsen grafískur hönnuður hjá Kontor Reykjavík. Samanlagt hafa þær margra ára reynslu af faginu. Hér fyrir neðan má lesa meira um verkin fimm sem hlutu verðlaun í gær. Room 4.1 LIVE hlaut bæði gull- og silfurverðlaun. Konur sem kjósa — Aldarsaga hlaut einnig gullverðlaun. Auglýsingaherferðin Allir úr hlaut silfurverðlaun og verkefnið Íslenska landsliðið í knattspyrnu fékk brons. Room 4.1 LIVE — Craft Picture, gold og Digital Screens, Silver Brandenburg, auglýsingastofa: Hönnuðir: Hrafn Gunnarsson, Gísli Arnarson, Guðmundur Pétursson og Þorvaldur Sævar Gunnarsson. Ljósmynd: Svenni Speight ROOM 4.1 Live er eitthvað allt annað og meira en hefðbundið leikverk. Í þessari fordæmalausu sýningarupplifun urðu áhorfendur vitni að brengluðum og martraðarkenndum spíral — veruleika þeirra sem eru á barmi vitfirringar. Áskorun hönnuða fólst í að koma þessari óendanlegu hringrás angistar til skila á hefðbundnum markaðsmiðlum. Í því skyni var hannað og byggt hreyfanlegt 360° svið og ljósmyndaðar senur úr verkinu. Saman tók efnið á sig mynd óhugnanlegar endaleysu. Konur sem kjósa — Aldarsaga — Editorial design, gold Hildigunnur Gunnarsdóttir og Snæfríð Þorsteins Bók um íslenska kvenkjósendur í eina öld. Verk byggir á áralöngum rannsóknum fjögurra fræðimanna. Titill vísar til kosningaréttarins en einnig til þess hvernig konur sköpuðu sér rými til að móta eigið líf og samfélag. Baráttu fyrir hlutdeild í stjórn lands og samfélags. Frelsi til að ráða menntun sinni og atvinnu, barneignum og ástarsamböndum. Bók um sveitakonur, hvunndagshetjur, fiskvinnslukonur, heimskonur, húsfreyjur, listakonur, baráttukonur og hugsuði. Við hönnun var leitast við að gera úr mjúka bók til handfjötlunar. Bók sem annars vegar miðlar fræðilegum texta og glæðir ótal áður ósagðar sögur kvenna lífi með styttri frásögnum. En einnig bók sem skerpir aldarsögu valdeflingar í gegnum vel valið myndmál og sérstöðu í útliti. Leitast við að skapa bók jafnt fyrir fræðimenn sem almenning. Bók til að lesa og fletta, strjúka, íhuga, grípa í og lesa aftur. Allir úr — TV/Cinema Commerical, Silver Brandenburg, auglýsingastofa. Hönnuðir: Jón Ari Helgason, Dóra Haraldsdóttir, Arnar Halldórsson, Jón Ingi Einarsson, Jón Páll Halldórsson og Þorvaldur Sævar Gunnarsson Stefna Nova er að standa fyrir fjölbreytileika og sýna okkur öll eins og við erum án staðlaðra glansmynda. Allir úr! verkefnið var tilvalið til að undirstrika þessa stefnu og opna á samtalið um líkamsímynd og virðingu. Markmiðið var að auglýsa e-sim Úrlausn Nova sem gerir viðskiptavinum kleift að skilja símann eftir heima og vera eingöngu með snjallúr. Hinsvegar að setja fókus á líkamsvirðingu og sjálfsmynd Íslendinga sem hluta af samfélagsábyrgð Nova. Íslenska landsliðið í knattspyrnu — Logotype, Bronze Brandenburg, auglýsingastofa. Hönnuðir: Hrafn Gunnarsson, Dóri Andrésson og Þorgeir K. Blöndal Nýtt merki íslenska landsliðsins er tákn um óbilandi samstöðu, innblásið af arfleifð og mótandi sögu, sem fléttar saman landvættir Íslands á nútímalegan máta. Merkið er margslungið en skýrt og byggir á fyrri skjaldarmerkjum, en stendur eitt og sér sem auðkennandi tákn landsliða Íslands í knattspyrnu. Hér er hægt að lesa allt um verðlaunaverk ADCE
Tíska og hönnun Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira