Hver á að gæta íslenskrar náttúru? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 3. desember 2021 09:01 Í Kastljósi á mánudagskvöld sat forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar fyrir svörum um nýjan stjórnarsáttmála. Hún var meðal annars spurð út í algjöra fjarveru náttúruverndar í sáttmálanum. Svör hennar voru mikil vonbrigði fyrir náttúruverndarfólk. Verndun hálendisins Í sáttmálanum kemur fram að engar tilraunir verða gerðar til þess að efla vernd Hálendisins, sem er eitt stærsta og mikilvægasta náttúruverndar- og byggðaþróunarmál síðari ára á Íslandi. Í stað þess að taka heildstætt á verndun á víðernum og náttúru hálendisins á að friða jökla á Hálendinu og fella svæði sem þegar njóta verndar undir Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta þýðir í raun óbreytt ástand á næstu fjórum árum. Spurð um þetta svaraði forsætisráðherra að andstaðan hefði verið mikil. Það er vissulega rétt. En rannsóknir sýna að fleiri eru fylgjandi áformum um þjóðgarð en á móti. Það hefur alltaf verið vitað að skammtímahagsmunir fárra sem hafa aðrar hugmyndir um verndun hálendisins yrði fyrirstaða sem þyrfti að yfirvinna. Til þess veljum við leiðtoga sem kenna sig við náttúruvernd. Ríkisstjórnin hefur því skilið þetta risastóra náttúruverndarmál eftir í reiðuleysi vegna andstöðu sem alltaf var vitað að yrði til staðar. Umhverfisráðuneytið Nýtt umhverfisráðuneyti verður líka orkumálaráðuneyti sem þýðir að mikil hætta er á því að enginn ráðherra gætir hagsmuna náttúrunnar við ríkisstjórnarborðið. Sá sem hefur það hlutverk á einnig að gegna hlutverki ráðherra virkjana. Spurð út í þetta benti Katrín á að ráðuneytið hefði heitið umhverfis- og auðlindaráðuneyti og hugsunin hefði verið að ráðuneytið fengist líka við auðlindamál. Það er rétt að því leyti að hugmyndin var að umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti öðrum ráðuneytum aðhald sem færu með málefni nýtingar. Þetta væri þá samtal og samspil ráðuneyti þar sem til dæmis sjávarútvegsráðuneytið færi með málefni nýtingar en rannsóknir og eftirlit með auðlindinni væri hjá umhverfis- og auðlindaráðuneyti í gegnum Hafrannsóknastofnun sem myndi heyra undir það. Sama átti að gilda um orkumálin; Orkustofnun heyrir undir atvinnuvegaráðuneytið og veitir leyfi til rannsókna og virkjana en umhverfis- og auðlindaráðuneyti hefði umsjón með verndun landssvæða og rammaáætlun til að greina hvar væri heppilegast að virkja ef sýna mætti fram á með haldbærum rökum að þörf væri fyrir frekari orkuöflun. Nýr stjórnarsáttmáli rýfur þetta samtal algjörlega og setur nýtinguna og verndina á sömu hendi. Forsætisráðherra gat ekki gefið neinar góðar skýringar á þessari breytingu. Sömu sögu er að segja um að skipulagsmálin sem eru nú tekin út úr umhverfisráðuneytinu. Þar með eru rofin tengingin á milli náttúruverndar og skipulagsmála sveitarfélaga. Þeim er komið fyrir í sama ráðuneyti og Vegagerðin; þar eru sem sagt úlfur og lamb sett undir sama þak. Rammaáætlun Rammaáætlun sem er orðin meira en 5 ára gömul, er nú á þingmálaskrá vorþingsins en síðasta ríkisstjórn kaus að leggja rammaáætlun fram á seint á síðasta þingi kjörtímabilsins sem varð til þess að hún var ekki afgreidd. Aðspurð um að rammaáætlun verði stokkuð upp og Alþingi eigi að stækka biðflokk rammaáætlunar þrjú, svaraði forsætisráðherra að Vinstri- græn vildu með þessu að rammaáætlun yrði samþykkt. Vissulega verður að samþykkja hana til að hún öðlist gildi. En forsenda rammaáætlunar er faglegt mat og Alþingi verður því að beita vönduðum faglegum rökum ef breyta á framkominni uppröðun. Með því að stækka biðflokk án viðunandi röksemdafærslu tekur aðkoma Alþingis að málinu á sig mynd hrossakaupa og inngripa í faglegt ferli. Rammaáætlun er grundvallartæki til þess að verjast þeim gríðarlega fjársterku aðilum sem vilja leggja undir sig íslenska náttúru og spilla henni í sókn sinni að meiri gróða. Útspilið í stjórnarsáttmálinu virðist hrein uppgjöf fyrir þessum öflugu aðilum. Hvar er náttúruverndin? Svör forsætisráðherra í Kastljósi voru því mikil vonbrigði. Náttúruverndarsjónarmiði hafa gengisfallið í framkomnum áformum ríkisstjórnarinnar og útskýringum forsætisráðherra. Forsætisráðherra verður að geta útskýrt viðhorf sín betur en henni tókst í framangreindum þætti og byggja upp traust og trúverðugleika um að mikilvægi náttúruverndar sé tekið alvarlega í hennar nýju ríkisstjórn. Við bíðum og vonum, og verðum á varðbergi. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Umhverfismál Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Í Kastljósi á mánudagskvöld sat forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar fyrir svörum um nýjan stjórnarsáttmála. Hún var meðal annars spurð út í algjöra fjarveru náttúruverndar í sáttmálanum. Svör hennar voru mikil vonbrigði fyrir náttúruverndarfólk. Verndun hálendisins Í sáttmálanum kemur fram að engar tilraunir verða gerðar til þess að efla vernd Hálendisins, sem er eitt stærsta og mikilvægasta náttúruverndar- og byggðaþróunarmál síðari ára á Íslandi. Í stað þess að taka heildstætt á verndun á víðernum og náttúru hálendisins á að friða jökla á Hálendinu og fella svæði sem þegar njóta verndar undir Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta þýðir í raun óbreytt ástand á næstu fjórum árum. Spurð um þetta svaraði forsætisráðherra að andstaðan hefði verið mikil. Það er vissulega rétt. En rannsóknir sýna að fleiri eru fylgjandi áformum um þjóðgarð en á móti. Það hefur alltaf verið vitað að skammtímahagsmunir fárra sem hafa aðrar hugmyndir um verndun hálendisins yrði fyrirstaða sem þyrfti að yfirvinna. Til þess veljum við leiðtoga sem kenna sig við náttúruvernd. Ríkisstjórnin hefur því skilið þetta risastóra náttúruverndarmál eftir í reiðuleysi vegna andstöðu sem alltaf var vitað að yrði til staðar. Umhverfisráðuneytið Nýtt umhverfisráðuneyti verður líka orkumálaráðuneyti sem þýðir að mikil hætta er á því að enginn ráðherra gætir hagsmuna náttúrunnar við ríkisstjórnarborðið. Sá sem hefur það hlutverk á einnig að gegna hlutverki ráðherra virkjana. Spurð út í þetta benti Katrín á að ráðuneytið hefði heitið umhverfis- og auðlindaráðuneyti og hugsunin hefði verið að ráðuneytið fengist líka við auðlindamál. Það er rétt að því leyti að hugmyndin var að umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti öðrum ráðuneytum aðhald sem færu með málefni nýtingar. Þetta væri þá samtal og samspil ráðuneyti þar sem til dæmis sjávarútvegsráðuneytið færi með málefni nýtingar en rannsóknir og eftirlit með auðlindinni væri hjá umhverfis- og auðlindaráðuneyti í gegnum Hafrannsóknastofnun sem myndi heyra undir það. Sama átti að gilda um orkumálin; Orkustofnun heyrir undir atvinnuvegaráðuneytið og veitir leyfi til rannsókna og virkjana en umhverfis- og auðlindaráðuneyti hefði umsjón með verndun landssvæða og rammaáætlun til að greina hvar væri heppilegast að virkja ef sýna mætti fram á með haldbærum rökum að þörf væri fyrir frekari orkuöflun. Nýr stjórnarsáttmáli rýfur þetta samtal algjörlega og setur nýtinguna og verndina á sömu hendi. Forsætisráðherra gat ekki gefið neinar góðar skýringar á þessari breytingu. Sömu sögu er að segja um að skipulagsmálin sem eru nú tekin út úr umhverfisráðuneytinu. Þar með eru rofin tengingin á milli náttúruverndar og skipulagsmála sveitarfélaga. Þeim er komið fyrir í sama ráðuneyti og Vegagerðin; þar eru sem sagt úlfur og lamb sett undir sama þak. Rammaáætlun Rammaáætlun sem er orðin meira en 5 ára gömul, er nú á þingmálaskrá vorþingsins en síðasta ríkisstjórn kaus að leggja rammaáætlun fram á seint á síðasta þingi kjörtímabilsins sem varð til þess að hún var ekki afgreidd. Aðspurð um að rammaáætlun verði stokkuð upp og Alþingi eigi að stækka biðflokk rammaáætlunar þrjú, svaraði forsætisráðherra að Vinstri- græn vildu með þessu að rammaáætlun yrði samþykkt. Vissulega verður að samþykkja hana til að hún öðlist gildi. En forsenda rammaáætlunar er faglegt mat og Alþingi verður því að beita vönduðum faglegum rökum ef breyta á framkominni uppröðun. Með því að stækka biðflokk án viðunandi röksemdafærslu tekur aðkoma Alþingis að málinu á sig mynd hrossakaupa og inngripa í faglegt ferli. Rammaáætlun er grundvallartæki til þess að verjast þeim gríðarlega fjársterku aðilum sem vilja leggja undir sig íslenska náttúru og spilla henni í sókn sinni að meiri gróða. Útspilið í stjórnarsáttmálinu virðist hrein uppgjöf fyrir þessum öflugu aðilum. Hvar er náttúruverndin? Svör forsætisráðherra í Kastljósi voru því mikil vonbrigði. Náttúruverndarsjónarmiði hafa gengisfallið í framkomnum áformum ríkisstjórnarinnar og útskýringum forsætisráðherra. Forsætisráðherra verður að geta útskýrt viðhorf sín betur en henni tókst í framangreindum þætti og byggja upp traust og trúverðugleika um að mikilvægi náttúruverndar sé tekið alvarlega í hennar nýju ríkisstjórn. Við bíðum og vonum, og verðum á varðbergi. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun