Bendir Andrési Inga á að til séu lyf við flökurleika Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2021 13:12 Ýmsum í stjórnarandstöðunni þykir þetta heldur óárennilegt þríeyki. Jón Gunnarsson og aðstoðarmenn hans tveir, Brynjar Níelsson og Hreinn Loftsson. Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður, nýr aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra, segir ljóst að ráðherra ætli að láta hendur standa frammúr ermum og vilji því fá reynda aðstoðarmenn. Eins og Innherji greindi frá fyrr í dag hefur Brynjar verið ráðinn sem aðstoðarmaður Jóns auk Hreins Loftssonar lögmanns. „Jón vill fá mann sem hefur reynslu af málaflokknum og þekkir þingið þannig að segja má að hann sé að slá tvær flugur í einu höggi. Ég reikna með því,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Komið hefur fram að ýmsum þeim sem tilheyra stjórnaraandstöðunni líst ekki á blikuna, að þarna sé komin býsna harðsnúinn flokkur manna í innanríkisráðuneytið. Andrési Inga líst ekki á blikuna Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata gerði skipan Jóns að sérstöku umfjöllunarefni í sinni ræðu á þinginu í gær, þegar Katrín Jakobsdóttir flutti stefnuræðu sína í gær, að það væri móðgun við fólk „gerir réttmæta kröfu um löngu tímabærar framfarir í þágu réttlætis.“ Og þegar hann sá fréttirnar í morgun varð honum hreinlega flökurt og tjáði það á Twitter. Forsætisráðherra sagði í gær að baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og bætt staða brotaþola verði í forgangi hjá ríkisstjórninni. Þetta er teymið sem á að stýra baráttunni. 🤮🤮🤮https://t.co/VUAn58OJ0a— Andrés Ingi (@andresingi) December 2, 2021 Brynjar segir þá þrjá auðvitað menn sem standa fyrir eitthvað, hafi allir verið í pólitík og þekkja það. Báðir aðstoðarmennirnir, hann og Hreinn, þekki þessa málaflokka vel frá sitthvorum vinklinum. „Jón er að fá menn með fjölbreytta reynslu og ég skil ekki af hverju menn eru að gagnrýna það. Menn geta haft ýmsar skoðanir í pólitík. Ekki héldu þeir að hann myndi fá einhverja menn úr vinstri flokkunum til að aðstoða sig? Þeir hafa kannski reiknað með því, ég veit það ekki. En það þarf að benda Andrési á að það eru til lyf við flökurleika.“ Brynjar náði ekki inn á þing í síðustu kosningum en er nú kominn á þingið bakdyramegin aftur. Er þetta svona gott mötuneyti? „Nei, það er það nú ekki en einhvers staðar verður maður að borða. En það var sem sagt óskað eftir þessu þá verður maður bara við því nema einhver fyrirstaða sé. Þetta er auðvitað bara tímabundið.“ Ætla að láta hendur standa fram úr ermum Fram hefur komið að Jón verður skipaður innaríkisráðherra í 18 mánuði í lengsta falli og þá taki Guðrún Hafsteinsdóttir 1. þingmaður í Suðurkjördæmi við. Brynjar segir þetta nýja starf leggjast ágætlega í sig, þau séu mörg mál sem þurfi að laga og ýta úr vör. Jón Gunnarsson tekur við lyklunum að innanríkisráðuneytinu en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir færir sig um set.vísir/vilhelm „Það fer svo eftir því hvað ráðherra ætlar að setja puttann á púlsinn og hvaða hugmyndir hann hefur með að forgangsraða og svoleiðis. Ég er bara til aðstoðar og að veita góð ráð þegar eftir því er leitað. Þetta er ekkert öðruvísi.“ Viðleitnin hefur heldur verið sú að aðstoðarmenn ráðherra hafi síðar látið á það reyna að komast á þing. „Já, ég geri allt öfugt,“ segir Brynjar. Hann segir þetta sérstakar aðstæður. „Ráðherra á stuttum tíma þarf að láta hendur standa fram úr ermum og setja mark sitt á þetta. Og þá ákveður hann að leita til manna sem þekkja málaflokkinn og ekkert óeðlilegt við það. þó hann hafi verið alþingismaður áður. ekki eins og ég sé tekinn út úr móanum.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Afturhaldsöflin sem rækta húsbóndavaldið Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi fór Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hörðum orðum um skipun tveggja ráðherra í nýrri ríkisstjórn. 2. desember 2021 13:01 Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í innanríkisráðuneytinu samkvæmt heimildum Innherja. Brynjar á að baki langan feril úr lögmennsku. 2. desember 2021 10:18 Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs kom saman á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar fjölgar um einn frá síðustu ríkisstjórn og eru tólf. 28. nóvember 2021 16:20 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Eins og Innherji greindi frá fyrr í dag hefur Brynjar verið ráðinn sem aðstoðarmaður Jóns auk Hreins Loftssonar lögmanns. „Jón vill fá mann sem hefur reynslu af málaflokknum og þekkir þingið þannig að segja má að hann sé að slá tvær flugur í einu höggi. Ég reikna með því,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Komið hefur fram að ýmsum þeim sem tilheyra stjórnaraandstöðunni líst ekki á blikuna, að þarna sé komin býsna harðsnúinn flokkur manna í innanríkisráðuneytið. Andrési Inga líst ekki á blikuna Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata gerði skipan Jóns að sérstöku umfjöllunarefni í sinni ræðu á þinginu í gær, þegar Katrín Jakobsdóttir flutti stefnuræðu sína í gær, að það væri móðgun við fólk „gerir réttmæta kröfu um löngu tímabærar framfarir í þágu réttlætis.“ Og þegar hann sá fréttirnar í morgun varð honum hreinlega flökurt og tjáði það á Twitter. Forsætisráðherra sagði í gær að baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og bætt staða brotaþola verði í forgangi hjá ríkisstjórninni. Þetta er teymið sem á að stýra baráttunni. 🤮🤮🤮https://t.co/VUAn58OJ0a— Andrés Ingi (@andresingi) December 2, 2021 Brynjar segir þá þrjá auðvitað menn sem standa fyrir eitthvað, hafi allir verið í pólitík og þekkja það. Báðir aðstoðarmennirnir, hann og Hreinn, þekki þessa málaflokka vel frá sitthvorum vinklinum. „Jón er að fá menn með fjölbreytta reynslu og ég skil ekki af hverju menn eru að gagnrýna það. Menn geta haft ýmsar skoðanir í pólitík. Ekki héldu þeir að hann myndi fá einhverja menn úr vinstri flokkunum til að aðstoða sig? Þeir hafa kannski reiknað með því, ég veit það ekki. En það þarf að benda Andrési á að það eru til lyf við flökurleika.“ Brynjar náði ekki inn á þing í síðustu kosningum en er nú kominn á þingið bakdyramegin aftur. Er þetta svona gott mötuneyti? „Nei, það er það nú ekki en einhvers staðar verður maður að borða. En það var sem sagt óskað eftir þessu þá verður maður bara við því nema einhver fyrirstaða sé. Þetta er auðvitað bara tímabundið.“ Ætla að láta hendur standa fram úr ermum Fram hefur komið að Jón verður skipaður innaríkisráðherra í 18 mánuði í lengsta falli og þá taki Guðrún Hafsteinsdóttir 1. þingmaður í Suðurkjördæmi við. Brynjar segir þetta nýja starf leggjast ágætlega í sig, þau séu mörg mál sem þurfi að laga og ýta úr vör. Jón Gunnarsson tekur við lyklunum að innanríkisráðuneytinu en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir færir sig um set.vísir/vilhelm „Það fer svo eftir því hvað ráðherra ætlar að setja puttann á púlsinn og hvaða hugmyndir hann hefur með að forgangsraða og svoleiðis. Ég er bara til aðstoðar og að veita góð ráð þegar eftir því er leitað. Þetta er ekkert öðruvísi.“ Viðleitnin hefur heldur verið sú að aðstoðarmenn ráðherra hafi síðar látið á það reyna að komast á þing. „Já, ég geri allt öfugt,“ segir Brynjar. Hann segir þetta sérstakar aðstæður. „Ráðherra á stuttum tíma þarf að láta hendur standa fram úr ermum og setja mark sitt á þetta. Og þá ákveður hann að leita til manna sem þekkja málaflokkinn og ekkert óeðlilegt við það. þó hann hafi verið alþingismaður áður. ekki eins og ég sé tekinn út úr móanum.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Afturhaldsöflin sem rækta húsbóndavaldið Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi fór Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hörðum orðum um skipun tveggja ráðherra í nýrri ríkisstjórn. 2. desember 2021 13:01 Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í innanríkisráðuneytinu samkvæmt heimildum Innherja. Brynjar á að baki langan feril úr lögmennsku. 2. desember 2021 10:18 Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs kom saman á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar fjölgar um einn frá síðustu ríkisstjórn og eru tólf. 28. nóvember 2021 16:20 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Afturhaldsöflin sem rækta húsbóndavaldið Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi fór Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hörðum orðum um skipun tveggja ráðherra í nýrri ríkisstjórn. 2. desember 2021 13:01
Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í innanríkisráðuneytinu samkvæmt heimildum Innherja. Brynjar á að baki langan feril úr lögmennsku. 2. desember 2021 10:18
Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs kom saman á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar fjölgar um einn frá síðustu ríkisstjórn og eru tólf. 28. nóvember 2021 16:20