Spáir því að Newcastle eyði allt að þrjú hundruð milljónum punda í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2021 16:00 Callum Wilson fagnar marki sínu fyrir Newcastle United á móti Norwich City á St James' Park í vikunni. AP/Mike Egerton Joe Cole, fyrrum leikmaður Chelsea og Liverpool, er viss um að eigendur Newcastle séu reiðubúnir að eyða stórum upphæðum í nýja leikmenn þegar félagsskiptaglugginn opnar í byrjun næsta mánaðar. Cole býst við því að Newcastle United reyni að bjarga sér úr slæmum málum á botni ensku úrvalsdeildarinnar með því að safna liði við fyrsta tækifæri. Það má aftur kaupa leikmenn í janúar og það verður jafnframt fyrsti opni glugginn síðan hinir ríku eigendur frá Sádí Arabíu eignuðust félagið. Joe Cole predicts £300m Newcastle splurge in January warning to relegation rivalshttps://t.co/soNzVy8unZ pic.twitter.com/tK8rLXlvhJ— Mirror Football (@MirrorFootball) December 1, 2021 Newcastle hefur enn ekki unnið leik eftir fjórtán umferðir og eftir að Eddie Howe tók við sem stjóri í nóvember hefur liðið tapað á móti Arsenal og gert 1-1 jafntefli á móti Norwich þrátt fyrir að vera manni fleiri. „Þeir munu eyða tvö til þrjú hundruð milljónum punda í janúar. Þessir eigendur eru ekki komnir hingað til að leika sér,“ sagði Joe Cole sem var sérfræðingur í útsendingu Amazon Prime Video. „Þetta eru ríkustu eigendur sem ég hef séð og ég held að þeir munu henda peningum í liðið í næsta mánuði. Þetta verða örugglega fjórir til fimm leikmenn sem koma. Um leið og þeir ná að vinna fyrsta leikinn þá geta þeir líka komist á skrið,“ sagði Cole. Cole er líka ánægður með ráðninguna á Eddie Howe. „Hann þekkir ensku úrvalsdeildina og leikmenn bæta sig undir hans stjórn. Ég hélt að þetta sé frábær ráðning og að hann sé rétti maðurinn í starfið,“ sagði Cole. Það er ekki allt vonlaust í leikmannahópi Newcastle þrátt fyrir slæmt gengi. Hann er þannig spenntur fyrir bæði Allan Saint-Maximin og Callum Wilson. „Saint-Maximin er mjög góður leikmaður og ég held að leikerfið sem Eddie spilar eigi eftir að henta honum vel en þar er hann að fá boltann hátt upp á vellinum. Callum Wilson skorar alltaf mörk og það er maður sem liðin í kringum þá hafa ekki, mann sem hefur sannað sig sem markaskorari í þessari deild,“ sagði Cole. Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira
Cole býst við því að Newcastle United reyni að bjarga sér úr slæmum málum á botni ensku úrvalsdeildarinnar með því að safna liði við fyrsta tækifæri. Það má aftur kaupa leikmenn í janúar og það verður jafnframt fyrsti opni glugginn síðan hinir ríku eigendur frá Sádí Arabíu eignuðust félagið. Joe Cole predicts £300m Newcastle splurge in January warning to relegation rivalshttps://t.co/soNzVy8unZ pic.twitter.com/tK8rLXlvhJ— Mirror Football (@MirrorFootball) December 1, 2021 Newcastle hefur enn ekki unnið leik eftir fjórtán umferðir og eftir að Eddie Howe tók við sem stjóri í nóvember hefur liðið tapað á móti Arsenal og gert 1-1 jafntefli á móti Norwich þrátt fyrir að vera manni fleiri. „Þeir munu eyða tvö til þrjú hundruð milljónum punda í janúar. Þessir eigendur eru ekki komnir hingað til að leika sér,“ sagði Joe Cole sem var sérfræðingur í útsendingu Amazon Prime Video. „Þetta eru ríkustu eigendur sem ég hef séð og ég held að þeir munu henda peningum í liðið í næsta mánuði. Þetta verða örugglega fjórir til fimm leikmenn sem koma. Um leið og þeir ná að vinna fyrsta leikinn þá geta þeir líka komist á skrið,“ sagði Cole. Cole er líka ánægður með ráðninguna á Eddie Howe. „Hann þekkir ensku úrvalsdeildina og leikmenn bæta sig undir hans stjórn. Ég hélt að þetta sé frábær ráðning og að hann sé rétti maðurinn í starfið,“ sagði Cole. Það er ekki allt vonlaust í leikmannahópi Newcastle þrátt fyrir slæmt gengi. Hann er þannig spenntur fyrir bæði Allan Saint-Maximin og Callum Wilson. „Saint-Maximin er mjög góður leikmaður og ég held að leikerfið sem Eddie spilar eigi eftir að henta honum vel en þar er hann að fá boltann hátt upp á vellinum. Callum Wilson skorar alltaf mörk og það er maður sem liðin í kringum þá hafa ekki, mann sem hefur sannað sig sem markaskorari í þessari deild,“ sagði Cole.
Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira