Carrick: Kannski er það bara mýta að Cristiano Ronaldo geti ekki pressað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2021 14:30 Cristiano Ronaldo fær fyrirmæli frá Michael Carrick áður en hann kom inn á völlinn í Chelsea-leiknum. Getty/Clive Rose Michael Carrick stýrir liði Manchester United á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og margir bíða spenntir eftir því hvort að hann setji Cristiano Ronaldo aftur inn í byrjunarliðið. Carrick var að sjálfsögðu spurður út Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi fyrir leikinn og þá sérstaklega þá umræðum um að framtíð Portúgalans sé ekki alltof björt nú þegar Ralf Rangnick taki við. Knattspyrnustjóri sem vill að liðið sitt pressi andstæðinga sína og að fremstu menn hlaupi mikið. "He's played in enough teams over the years and been successful to [be able to] play in a variety of ways."Michael Carrick has backed Cristiano Ronaldo to thrive under Ralf Rangnick at #MUFC.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 1, 2021 Tölfræði Ronaldo á þessu tímabili sem og á því með Juventus síðasta vetur bendir til þess að hann sé ekki mikið að loka á varnarmenn. Carrick heldur því fram að þessi 36 ára framherji geti aðlagast að kröfum Rangnick. „Þú sagðir að það sé mýta og kannski er það bara mýta. Kannski er það bara þannig,“ sagði Michael Carrick um það að Cristiano Ronaldo geti ekki pressað. „Hann hefur spilað með nógu mörgum liðum, náð árangri með því að spila margvíslegan leikstíl og hefur skorað mörk fyrir öll lið. Ég er viss um að hann haldi áfram að skora mörk, það er engin vafi hjá mér um það,“ sagði Carrick. Will Cristiano Ronaldo be able to adapt to Ralf Rangnick's high-pressing style of play?Michael Carrick doesn't see why not.— BBC Sport (@BBCSport) December 2, 2021 Rangnick er enn ekki kominn með atvinnuleyfi og því missir hann af leiknum á Old Trafford í kvöld. Það þýðir jafnframt að hann fær ekki mikinn tíma áður en leikjaálagið skellur á liðinu en eftir leikinn í kvöld mun United spila átta leiki á tæpum 30 dögum áður en árið er liðið. Cristiano Ronaldo átti annars ekki góða viku. Byrjaði á bekknum í stórleiknum á móti Chelsea og horfði síðan Lionel Messi vinna sjöunda Gullhnöttinn. Ef sagan segir okkur eitthvað þá verður fróðlegt að fylgjast með kappanum í kvöld en oftar en ekki hefur hann spilað best þegar hann telur sig þurfa að sanna eitthvað. Leikurinn í kvöld er kjörið tækifærið til þess. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Carrick var að sjálfsögðu spurður út Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi fyrir leikinn og þá sérstaklega þá umræðum um að framtíð Portúgalans sé ekki alltof björt nú þegar Ralf Rangnick taki við. Knattspyrnustjóri sem vill að liðið sitt pressi andstæðinga sína og að fremstu menn hlaupi mikið. "He's played in enough teams over the years and been successful to [be able to] play in a variety of ways."Michael Carrick has backed Cristiano Ronaldo to thrive under Ralf Rangnick at #MUFC.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 1, 2021 Tölfræði Ronaldo á þessu tímabili sem og á því með Juventus síðasta vetur bendir til þess að hann sé ekki mikið að loka á varnarmenn. Carrick heldur því fram að þessi 36 ára framherji geti aðlagast að kröfum Rangnick. „Þú sagðir að það sé mýta og kannski er það bara mýta. Kannski er það bara þannig,“ sagði Michael Carrick um það að Cristiano Ronaldo geti ekki pressað. „Hann hefur spilað með nógu mörgum liðum, náð árangri með því að spila margvíslegan leikstíl og hefur skorað mörk fyrir öll lið. Ég er viss um að hann haldi áfram að skora mörk, það er engin vafi hjá mér um það,“ sagði Carrick. Will Cristiano Ronaldo be able to adapt to Ralf Rangnick's high-pressing style of play?Michael Carrick doesn't see why not.— BBC Sport (@BBCSport) December 2, 2021 Rangnick er enn ekki kominn með atvinnuleyfi og því missir hann af leiknum á Old Trafford í kvöld. Það þýðir jafnframt að hann fær ekki mikinn tíma áður en leikjaálagið skellur á liðinu en eftir leikinn í kvöld mun United spila átta leiki á tæpum 30 dögum áður en árið er liðið. Cristiano Ronaldo átti annars ekki góða viku. Byrjaði á bekknum í stórleiknum á móti Chelsea og horfði síðan Lionel Messi vinna sjöunda Gullhnöttinn. Ef sagan segir okkur eitthvað þá verður fróðlegt að fylgjast með kappanum í kvöld en oftar en ekki hefur hann spilað best þegar hann telur sig þurfa að sanna eitthvað. Leikurinn í kvöld er kjörið tækifærið til þess.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira