Collier um hálfleiksræðu Rúnars Inga: „Hann lét okkur heyra það“ Atli Arason skrifar 1. desember 2021 23:00 Rúnar Ingi beinir einhverjum vel völdum orðum að Aliyah Collier Bára Dröfn Aliyah Collier var enn eina ferðina stigahæst í liði Njarðvíkur, í þetta sinn með 18 stig í sigri á erkifjendunum í Grindavík. „Þetta var mjög góður sigur. Við erum að byrja aðra umferðina frekar vel og við erum búnar að vera í fínum takt, við erum að finna hvora aðra vel og þá gerast góðir hlutir,“ sagði Collier í viðtali við Vísi eftir leik. Collier nefnir að góð frammistaða og samleikur liðsins í síðari hálfleik hafi skilað sigrinum í kvöld. „Liðsframmistaða, við komum út í fyrri hálfleik og vorum að klikka á nokkrum lykilskotum. Í síðari hálfleik þá fórum við að spila meira sem lið. Við vorum að tala betur saman, ná stoppum og finna leikmenn í opnu svæðunum.“ Njarðvík var 5 stigum yfir í hálfleik, 32-27, en þrátt fyrir það var Rúnar Ingi, þjálfari Njarðvíkur, ekki sáttur. Collier segir að hálfleiksræða Rúnars hafi kveikt í liðinu fyrir síðari hálfleikinn. „Hann eiginlega lét okkur heyra það,“ sagði Collier og hló áður en hún hélt áfram, „hann vildi betri varnarleik og fá fleiri stopp. Ég held að við höfum móttekið þau skilaboð og komum betri út í síðari hálfleik og gerðum það sem við erum góðar í.“ Ásamt því að gera 18 stig þá var Collier með sex stolna bolta í vörninni en Njarðvík var alls með 7 stolna bolta í kvöld. Collier virtist ekki alveg vera búinn að átta sig á því þegar hún var spurð út í alla stolnu boltana sína. „Ég elska að spila í Njarðvík. Það er ágætt að ná 6 stolnum boltum,“ sagði Collier með stórt brös á vör, „varnarleikur er minn aðal fókus, ég hreyki mér af góðum varnarleik,“ svaraði Collier aðspurð af því hvort hún væri ekki að finna sig vel í Njarðvík þar sem hún er ítrekað að skila góðum tölum á tölfræðiblaðið. Collier neyddist til að fara af leikvelli undir lok fyrri hálfleiks þegar höfuð hennar lenti frekar harkalega í parketinu eftir árekstur við Robbi Ryan, leikmann Grindavíkur. „Ég fékk þungt högg og fékk mikinn höfuðverk í kjölfarið. Ég varð bara að harka af mér sem ég gerði og kom aftur inn í liðið og við sóttum sigurinn, mér líður bara nokkuð vel núna.“ Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Íslandsmeisturum Vals. Collier er staðráðin í því að hefna fyrir sigurinn sem Valur náði í Ljónagryfjunni með því að vinna Valskonur á Hlíðarenda. „Við eigum harma að hefna gegn Val. Þær komu hingað í fyrstu umferðinni og spiluðu vel. Þær eru með gott lið og frábæra leikmenn. Það verður erfiður leikur en ég held að við munum enda ofan á, ég hef mikla trú á liðsfélögum mínum og þjálfurunum,“ sagði Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, full af sjálfstrausti. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 71-54 | Heimakonur halda toppsætinu Njarðvík heldur toppsæti Subway-deildar kvenna í körfubolta þökk sé stórsigri á nágrönnum sínum í Grindavík, lokatölur 71-54 í kvöld. 1. desember 2021 21:50 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
„Þetta var mjög góður sigur. Við erum að byrja aðra umferðina frekar vel og við erum búnar að vera í fínum takt, við erum að finna hvora aðra vel og þá gerast góðir hlutir,“ sagði Collier í viðtali við Vísi eftir leik. Collier nefnir að góð frammistaða og samleikur liðsins í síðari hálfleik hafi skilað sigrinum í kvöld. „Liðsframmistaða, við komum út í fyrri hálfleik og vorum að klikka á nokkrum lykilskotum. Í síðari hálfleik þá fórum við að spila meira sem lið. Við vorum að tala betur saman, ná stoppum og finna leikmenn í opnu svæðunum.“ Njarðvík var 5 stigum yfir í hálfleik, 32-27, en þrátt fyrir það var Rúnar Ingi, þjálfari Njarðvíkur, ekki sáttur. Collier segir að hálfleiksræða Rúnars hafi kveikt í liðinu fyrir síðari hálfleikinn. „Hann eiginlega lét okkur heyra það,“ sagði Collier og hló áður en hún hélt áfram, „hann vildi betri varnarleik og fá fleiri stopp. Ég held að við höfum móttekið þau skilaboð og komum betri út í síðari hálfleik og gerðum það sem við erum góðar í.“ Ásamt því að gera 18 stig þá var Collier með sex stolna bolta í vörninni en Njarðvík var alls með 7 stolna bolta í kvöld. Collier virtist ekki alveg vera búinn að átta sig á því þegar hún var spurð út í alla stolnu boltana sína. „Ég elska að spila í Njarðvík. Það er ágætt að ná 6 stolnum boltum,“ sagði Collier með stórt brös á vör, „varnarleikur er minn aðal fókus, ég hreyki mér af góðum varnarleik,“ svaraði Collier aðspurð af því hvort hún væri ekki að finna sig vel í Njarðvík þar sem hún er ítrekað að skila góðum tölum á tölfræðiblaðið. Collier neyddist til að fara af leikvelli undir lok fyrri hálfleiks þegar höfuð hennar lenti frekar harkalega í parketinu eftir árekstur við Robbi Ryan, leikmann Grindavíkur. „Ég fékk þungt högg og fékk mikinn höfuðverk í kjölfarið. Ég varð bara að harka af mér sem ég gerði og kom aftur inn í liðið og við sóttum sigurinn, mér líður bara nokkuð vel núna.“ Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Íslandsmeisturum Vals. Collier er staðráðin í því að hefna fyrir sigurinn sem Valur náði í Ljónagryfjunni með því að vinna Valskonur á Hlíðarenda. „Við eigum harma að hefna gegn Val. Þær komu hingað í fyrstu umferðinni og spiluðu vel. Þær eru með gott lið og frábæra leikmenn. Það verður erfiður leikur en ég held að við munum enda ofan á, ég hef mikla trú á liðsfélögum mínum og þjálfurunum,“ sagði Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, full af sjálfstrausti.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 71-54 | Heimakonur halda toppsætinu Njarðvík heldur toppsæti Subway-deildar kvenna í körfubolta þökk sé stórsigri á nágrönnum sínum í Grindavík, lokatölur 71-54 í kvöld. 1. desember 2021 21:50 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 71-54 | Heimakonur halda toppsætinu Njarðvík heldur toppsæti Subway-deildar kvenna í körfubolta þökk sé stórsigri á nágrönnum sínum í Grindavík, lokatölur 71-54 í kvöld. 1. desember 2021 21:50