Bjarki sagði frá hræðilegri upplifun þegar fyrsta barnið hans kom í heiminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 09:00 Það tók á fyrir Bjarki Má Elísson að tala um þetta en sem betur fer fór allt saman vel. Skjámynd/S2 Sport Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson var gestur Stefáns Árna Pálssonar í þættinum Seinni bylgjan extra en það er viðtalsþáttur við handboltamenn sem er sýndur í beinu framhaldi af Seinni bylgjunni. Bjarki Már spilar með TBV Lemgo í Þýskalandi og hefur verið í hópi markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar undanfarin ár. Það var fjallað um margt í viðtalinu og þar á meðal lífið utan handboltans. Stefán Árni ræddi meðal annars um það þegar Bjarki Már varð faðir í fyrsta sinn en það var erfiður tími. „Þegar ég var að undirbúa mig fyrir þennan þátt þá rakst ég á grein sem fjallaði um þegar dóttir þín kom í heiminn. Konan veikist alveg svakalega á meðgöngunni sem endar með bráðakeisara ef ég skil þetta rétt. Svo endar hún bara í öndunarvél. Hvernig var að takast á við þetta?“ spurði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Seinni bylgjan: Bjarki um fæðingu fyrsta barnsins síns „Það var fáránlega erfitt. Þetta gerist mjög hratt og við fáum að vita þetta þegar það eru sex vikur í settan dag. Hún var búin að vera mjög slöpp. Þetta var okkar fyrsta barn og hún hélt að þetta væri partur af því að vera ólétt,“ sagði Bjarki Már Elísson. „Síðan töluðum við eina sem við þekktum sem ráðleggur okkur að fara í tékk og láta skoða hvort ekki væri allt með felldu. Við myndum ekki tapa á því. Þá leggja þeir hana strax inn. Þeir sögðu fyrst að hún þyrfti að liggja inn á spítala í eina til tvær vikur. Eins ég skil þetta var næringin ekki að skila sér nægilega vel til barnsins,“ sagði Bjarki. „Síðan gerist þetta bara svo hratt að maður náði ekki að grípa utan um þetta. Þetta var fáránlega erfitt. Hún var á gjörgæslu og barnið var svo á nýburadeildinni. Maður var að labba þarna á milli. Þetta var hræðileg upplifun og ekki eins og maður óskaði sér að eignast sitt fyrsta barn,“ sagði Bjarki. „Það blessaðist allt á endanum sem betur fer,“ sagði Bjarki Már en handboltinn skipti ekki miklu máli þarna. „Nei og það er það síðasta sem maður er að pæla í. Það sem er erfiðast í þessu er að vera úti og fjölskyldan er ekki á svæðinu. Við vorum samt mjög þakklát að vera á þessum tíma því það var verkfall hjá hjúkrunarfræðingum á Íslandi á sama tíma. Það var tekið mjög vel á móti okkur og við fengum mjög góða þjónustu. Þetta var samt þýskt sjúkrahús og erfitt að skilja þetta allt. Maður var lítið að pæla í handboltanum þarna, það er alveg rétt,“ sagði Bjarki Már en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir ofan. Þýski handboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Sjá meira
Bjarki Már spilar með TBV Lemgo í Þýskalandi og hefur verið í hópi markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar undanfarin ár. Það var fjallað um margt í viðtalinu og þar á meðal lífið utan handboltans. Stefán Árni ræddi meðal annars um það þegar Bjarki Már varð faðir í fyrsta sinn en það var erfiður tími. „Þegar ég var að undirbúa mig fyrir þennan þátt þá rakst ég á grein sem fjallaði um þegar dóttir þín kom í heiminn. Konan veikist alveg svakalega á meðgöngunni sem endar með bráðakeisara ef ég skil þetta rétt. Svo endar hún bara í öndunarvél. Hvernig var að takast á við þetta?“ spurði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Seinni bylgjan: Bjarki um fæðingu fyrsta barnsins síns „Það var fáránlega erfitt. Þetta gerist mjög hratt og við fáum að vita þetta þegar það eru sex vikur í settan dag. Hún var búin að vera mjög slöpp. Þetta var okkar fyrsta barn og hún hélt að þetta væri partur af því að vera ólétt,“ sagði Bjarki Már Elísson. „Síðan töluðum við eina sem við þekktum sem ráðleggur okkur að fara í tékk og láta skoða hvort ekki væri allt með felldu. Við myndum ekki tapa á því. Þá leggja þeir hana strax inn. Þeir sögðu fyrst að hún þyrfti að liggja inn á spítala í eina til tvær vikur. Eins ég skil þetta var næringin ekki að skila sér nægilega vel til barnsins,“ sagði Bjarki. „Síðan gerist þetta bara svo hratt að maður náði ekki að grípa utan um þetta. Þetta var fáránlega erfitt. Hún var á gjörgæslu og barnið var svo á nýburadeildinni. Maður var að labba þarna á milli. Þetta var hræðileg upplifun og ekki eins og maður óskaði sér að eignast sitt fyrsta barn,“ sagði Bjarki. „Það blessaðist allt á endanum sem betur fer,“ sagði Bjarki Már en handboltinn skipti ekki miklu máli þarna. „Nei og það er það síðasta sem maður er að pæla í. Það sem er erfiðast í þessu er að vera úti og fjölskyldan er ekki á svæðinu. Við vorum samt mjög þakklát að vera á þessum tíma því það var verkfall hjá hjúkrunarfræðingum á Íslandi á sama tíma. Það var tekið mjög vel á móti okkur og við fengum mjög góða þjónustu. Þetta var samt þýskt sjúkrahús og erfitt að skilja þetta allt. Maður var lítið að pæla í handboltanum þarna, það er alveg rétt,“ sagði Bjarki Már en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Sjá meira