Framboð fjarnáms á háskólastigi er jafnréttismál Berglind Harpa Svavarsdóttir, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Steinunn G. Einarsdóttir skrifa 30. nóvember 2021 14:31 Heimsfaraldur Covid þvingaði fram tímabær risaskref í tæknivæðingu samfélaga. Fjarfundarlausnir á borð við Zoom og Teams urðu skyndilega flestum Íslendingum jafn kunnug og Facebook eða Instagram. Möguleikar á fjarvinnu og störfum án staðsetningar urðu skyndilega raunhæfir. Þegar brýn nauðsyn og lýðheilsusjónarmið kröfðust urðu þingheimur, sveitarstjórnir, atvinnulífið og menntastofnanir að stíga klofvega út fyrir sinn íhaldssama þægindaramma og treysta á það sem maðurinn sjálfur hefur skapað, tæknina. Vaxtarverkir Vissulega hefur framþróuninni fylgt ýmsir vaxtaverkir enda erfitt að feta áður ótroðnar slóðir. Ýmis tæknivandamál, streita starfsmanna, stoðkerfisvandamál vegna vinnuaðstöðu, erfiðara starfsmannahald, þörf á auknu trausti osfrv. skapaði hindranir sem við erum enn að læra að takast á við. En þessir vaxtarverkir mega ekki tapa virði sínu nú þegar nám, fundahald og störf færast í meira mæli í fyrra horf. Efla þarf fjarnám á háskólastigi Nú þegar áhrif Covid á menntastofnanir eru hverfandi er dapurlegt að sjá framboð fjarnáms fara þverrandi frá því sem var í algleymingi Covid. Námskeið og námsleiðir, ekki síst hjá Háskóla Íslands, sem einungis var hægt að stunda í staðnámi var skyndilega hægt að sækja í fjarnámi, þegar höfuðborgarsvæðið þurfti á því að halda í heimsfaraldri. Landsbyggðin hefur þurft og þarf áfram á öflugu fjarnámi háskóla að halda en nú hafa verið stigin skref til baka og þegar spurt er um ástæður þess svarar kennslusvið HÍ að það strandi fyrst og fremst á mannauði og fjármagni. Háskóli Íslands á að vera leiðandi menntaafl bæði hvað varðar aðgengi, framboð og gæði náms. Jöfnum aðgengi að háskólanámi Framboð fjarnáms er hvað öflugast hjá hinum einkareknu háskólum og þ.a.l. er kostnaðurinn við slíkt nám töluvert meiri. Vilji fólk af landsbyggðinni sækja sér háskólanám þarf því ýmist að verja háum fjárhæðum til þess í fjarnámi, sækja staðnám með tilheyrandi ferðakostnaði og háu kolefnisspori eða alfarið búferlaflutningum sem á endanum er þyngsta gjaldið sem landsbyggðin greiðir. Öflugt fjarnám er ekki síður mikilvægt fyrir borgarbúa, það gæti dregið úr álagi á samgöngukerfi borgarinnar og gerir fólki kleift að mennta sig samhliða vinnu, hvar svo sem á landinu fólk býr. Ekki má gleyma því að með bættu fjarnámi aukum við möguleika fólks með hreyfiskerðingar og hreyfihamlanir til þátttöku í námi. Væri framboð fjarnáms meira myndi það án efa skila sér í auknum skráningargjöldum, hækkuðu menntunarstigi á landinu öllu og betra aðgengi fyrir alla að þeim mikilvægu tækifærum sem aukin menntun veitir. Sporna þarf við spekileka Fjarnám á háskólastigi er dreifðari byggðum landsins mikilvægt til að efla menntunarstig, efla atvinnulíf, til uppbyggingar og ekki síst auka möguleika ungs fólks á að búa áfram á sínum æskuslóðum. Mörg sveitarfélög á landsbyggðinni glíma við það vandamál að hlutfall ungs fólks fer lækkandi á meðan því er öfugt farið á höfuðborgarsvæðinu. Unga, atorkumikla og frjósama fólkið, í öllum skilningi, flytur á mölina til að sækja sér menntun og kemur í litlu hlutfalli aftur heim. Það hefur neikvæð áhrif á íþróttalíf, atvinnulíf, menningu og aldurssamsetningu þessara sveitarfélaga og þeirri þróun þarf að snúa við. Miðlæg upplýsingagátt um framboð fjarnáms á háskólastigi Aðgengi að upplýsingum um það námsframboð sem hver háskóli býður upp á í fjarnámi er afar misjafnt enda leggja mismunandi háskólastofnanir sig mismikið fram við að laða til sín fjarnámsnemendur og hafa þar einkareknu háskólarnir og Háskólinn á Akureyri verið í fararbroddi. Þar til að fjarnám við háskóla verður reglan en ekki undantekningin er nauðsynlegt að til staðar sé miðlæg upplýsingagátt sem tekur saman þær leiðir sem nemendum standa til boða í fjarnámi. Slíkt eykur sýnileika námsframboðs og er til þess fallið að auka eftirspurn fjarnáms m.a. af landsbyggðinni og þannig skapa háskólastofnunum auknar tekjur í formi skráningar- og/eða skólagjalda. Áskorun á háskóla-, fjármála- og sveitastjórnarráðuneytin Fjarnám er hagkvæmt, vistvænt og jafnar aðgengi að menntun. Undirritaðar skora á nýja ráðherra bæði háskóla-, fjármála- og sveitastjórnarráðuneyta að beita sér fyrir því að jafna stöðu Íslendinga á stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra til menntunar. Efling fjarnáms á háskólastigi er eitt besta verkfærið að slíku markmiði og mikilvægt er að háskólastofnanir setji sér skýr og mælanleg markmið um eflingu fjarnáms til að auka jafnrétti og þar með frelsi Íslendinga til menntunar og búsetu. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður byggðaráðs og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í MúlaþingiHildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í VestmannaeyjumSteinunn G. Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Byggðamál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Heimsfaraldur Covid þvingaði fram tímabær risaskref í tæknivæðingu samfélaga. Fjarfundarlausnir á borð við Zoom og Teams urðu skyndilega flestum Íslendingum jafn kunnug og Facebook eða Instagram. Möguleikar á fjarvinnu og störfum án staðsetningar urðu skyndilega raunhæfir. Þegar brýn nauðsyn og lýðheilsusjónarmið kröfðust urðu þingheimur, sveitarstjórnir, atvinnulífið og menntastofnanir að stíga klofvega út fyrir sinn íhaldssama þægindaramma og treysta á það sem maðurinn sjálfur hefur skapað, tæknina. Vaxtarverkir Vissulega hefur framþróuninni fylgt ýmsir vaxtaverkir enda erfitt að feta áður ótroðnar slóðir. Ýmis tæknivandamál, streita starfsmanna, stoðkerfisvandamál vegna vinnuaðstöðu, erfiðara starfsmannahald, þörf á auknu trausti osfrv. skapaði hindranir sem við erum enn að læra að takast á við. En þessir vaxtarverkir mega ekki tapa virði sínu nú þegar nám, fundahald og störf færast í meira mæli í fyrra horf. Efla þarf fjarnám á háskólastigi Nú þegar áhrif Covid á menntastofnanir eru hverfandi er dapurlegt að sjá framboð fjarnáms fara þverrandi frá því sem var í algleymingi Covid. Námskeið og námsleiðir, ekki síst hjá Háskóla Íslands, sem einungis var hægt að stunda í staðnámi var skyndilega hægt að sækja í fjarnámi, þegar höfuðborgarsvæðið þurfti á því að halda í heimsfaraldri. Landsbyggðin hefur þurft og þarf áfram á öflugu fjarnámi háskóla að halda en nú hafa verið stigin skref til baka og þegar spurt er um ástæður þess svarar kennslusvið HÍ að það strandi fyrst og fremst á mannauði og fjármagni. Háskóli Íslands á að vera leiðandi menntaafl bæði hvað varðar aðgengi, framboð og gæði náms. Jöfnum aðgengi að háskólanámi Framboð fjarnáms er hvað öflugast hjá hinum einkareknu háskólum og þ.a.l. er kostnaðurinn við slíkt nám töluvert meiri. Vilji fólk af landsbyggðinni sækja sér háskólanám þarf því ýmist að verja háum fjárhæðum til þess í fjarnámi, sækja staðnám með tilheyrandi ferðakostnaði og háu kolefnisspori eða alfarið búferlaflutningum sem á endanum er þyngsta gjaldið sem landsbyggðin greiðir. Öflugt fjarnám er ekki síður mikilvægt fyrir borgarbúa, það gæti dregið úr álagi á samgöngukerfi borgarinnar og gerir fólki kleift að mennta sig samhliða vinnu, hvar svo sem á landinu fólk býr. Ekki má gleyma því að með bættu fjarnámi aukum við möguleika fólks með hreyfiskerðingar og hreyfihamlanir til þátttöku í námi. Væri framboð fjarnáms meira myndi það án efa skila sér í auknum skráningargjöldum, hækkuðu menntunarstigi á landinu öllu og betra aðgengi fyrir alla að þeim mikilvægu tækifærum sem aukin menntun veitir. Sporna þarf við spekileka Fjarnám á háskólastigi er dreifðari byggðum landsins mikilvægt til að efla menntunarstig, efla atvinnulíf, til uppbyggingar og ekki síst auka möguleika ungs fólks á að búa áfram á sínum æskuslóðum. Mörg sveitarfélög á landsbyggðinni glíma við það vandamál að hlutfall ungs fólks fer lækkandi á meðan því er öfugt farið á höfuðborgarsvæðinu. Unga, atorkumikla og frjósama fólkið, í öllum skilningi, flytur á mölina til að sækja sér menntun og kemur í litlu hlutfalli aftur heim. Það hefur neikvæð áhrif á íþróttalíf, atvinnulíf, menningu og aldurssamsetningu þessara sveitarfélaga og þeirri þróun þarf að snúa við. Miðlæg upplýsingagátt um framboð fjarnáms á háskólastigi Aðgengi að upplýsingum um það námsframboð sem hver háskóli býður upp á í fjarnámi er afar misjafnt enda leggja mismunandi háskólastofnanir sig mismikið fram við að laða til sín fjarnámsnemendur og hafa þar einkareknu háskólarnir og Háskólinn á Akureyri verið í fararbroddi. Þar til að fjarnám við háskóla verður reglan en ekki undantekningin er nauðsynlegt að til staðar sé miðlæg upplýsingagátt sem tekur saman þær leiðir sem nemendum standa til boða í fjarnámi. Slíkt eykur sýnileika námsframboðs og er til þess fallið að auka eftirspurn fjarnáms m.a. af landsbyggðinni og þannig skapa háskólastofnunum auknar tekjur í formi skráningar- og/eða skólagjalda. Áskorun á háskóla-, fjármála- og sveitastjórnarráðuneytin Fjarnám er hagkvæmt, vistvænt og jafnar aðgengi að menntun. Undirritaðar skora á nýja ráðherra bæði háskóla-, fjármála- og sveitastjórnarráðuneyta að beita sér fyrir því að jafna stöðu Íslendinga á stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra til menntunar. Efling fjarnáms á háskólastigi er eitt besta verkfærið að slíku markmiði og mikilvægt er að háskólastofnanir setji sér skýr og mælanleg markmið um eflingu fjarnáms til að auka jafnrétti og þar með frelsi Íslendinga til menntunar og búsetu. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður byggðaráðs og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í MúlaþingiHildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í VestmannaeyjumSteinunn G. Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun