Sebastian: Við fórum á taugum í kvöld Andri Már Eggertsson skrifar 29. nóvember 2021 21:45 Sebastian Alexandersson var svekktur með tap kvöldsins Vísir/Vilhelm HK tapaði sínum níunda leik í röð í kvöld þegar HK sótti Víking heim. Víkingur keyrði yfir HK í seinni hálfleik og vann að lokum fjögurra marka sigur 26-22. Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, var afar svekktur eftir leik. „Mér fannst skortur af hugrekki hjá okkur fara með leikinn. Þrátt fyrir að vera vel undirbúnir, náðum við engum fókus á leikinn.“ „Þó sjaldan sem við fengum góð færi þá skutum við í stöng eða varið. Það er ekki óheppni. Ég ætla vera heiðarlegur, við fórum á taugum,“ sagði Sebastian Alexandersson að væri ástæðan fyrir tapi kvöldsins. HK var með stjórn á leiknum í fyrri hálfleik en Sebastian var afar svekktur með hvernig hans menn spiluðu þegar þeir voru tveimur mörkum yfir. „Við vorum á tímabili tveimur mörkum yfir og með stjórn á leiknum. Alltaf þegar við þurfum að bæta í þá höfum við ekki hugrekki til þess að bæta í og viljum við frekar lenda aftur undir.“ Hjörtur Ingi Halldórsson fékk sitt annað rauða spjald á tímabilinu og fannst Basta rauða spjaldið í kvöld eiga meira rétt á sér heldur en gegn Selfossi. „Mér fannst rauða spjaldið réttur dómur. Hjörtur tekur utan um Styrmi (Sigurðsson) það er enginn ásetningur í þessu broti en þó meira rautt spjald heldur en síðast gegn Selfossi.“ „Hjörtur Ingi er okkar besti leikmaður að fara maður á mann. Það var eins fyrir okkur að missa Hjört og hefði Hamza Kablouti fengið rautt hjá Víkingi.“ Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha kom í HK á láni frá Aftureldingu fyrir tímabilið. Hafsteinn hefur ekki fundið sig í HK og er orðinn þriðji valkostur í hægri skyttu HK. „Hafsteinn kom til okkar meiddur og missti af undirbúnings tímabilinu. Hann kemur til okkar með lítið sjálfstraust, við erum að reyna vinna í því á hverjum einasta degi.“ „Hafsteinn er lánsmaður og ég er ekki að fara koma honum í frábært stand fyrir næsta lið. Ég er með leikmenn í hans stöðu og ef hann ætlar að hjálpa okkur þurfum við að halda áfram þeirri vinnu sem er í gangi. Ég bíð þolinmóður eftir deginum þar sem hann stígur upp og gerir það sem hann getur,“ sagði Sebastian Alexandersson að lokum. HK Olís-deild karla Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Mér fannst skortur af hugrekki hjá okkur fara með leikinn. Þrátt fyrir að vera vel undirbúnir, náðum við engum fókus á leikinn.“ „Þó sjaldan sem við fengum góð færi þá skutum við í stöng eða varið. Það er ekki óheppni. Ég ætla vera heiðarlegur, við fórum á taugum,“ sagði Sebastian Alexandersson að væri ástæðan fyrir tapi kvöldsins. HK var með stjórn á leiknum í fyrri hálfleik en Sebastian var afar svekktur með hvernig hans menn spiluðu þegar þeir voru tveimur mörkum yfir. „Við vorum á tímabili tveimur mörkum yfir og með stjórn á leiknum. Alltaf þegar við þurfum að bæta í þá höfum við ekki hugrekki til þess að bæta í og viljum við frekar lenda aftur undir.“ Hjörtur Ingi Halldórsson fékk sitt annað rauða spjald á tímabilinu og fannst Basta rauða spjaldið í kvöld eiga meira rétt á sér heldur en gegn Selfossi. „Mér fannst rauða spjaldið réttur dómur. Hjörtur tekur utan um Styrmi (Sigurðsson) það er enginn ásetningur í þessu broti en þó meira rautt spjald heldur en síðast gegn Selfossi.“ „Hjörtur Ingi er okkar besti leikmaður að fara maður á mann. Það var eins fyrir okkur að missa Hjört og hefði Hamza Kablouti fengið rautt hjá Víkingi.“ Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha kom í HK á láni frá Aftureldingu fyrir tímabilið. Hafsteinn hefur ekki fundið sig í HK og er orðinn þriðji valkostur í hægri skyttu HK. „Hafsteinn kom til okkar meiddur og missti af undirbúnings tímabilinu. Hann kemur til okkar með lítið sjálfstraust, við erum að reyna vinna í því á hverjum einasta degi.“ „Hafsteinn er lánsmaður og ég er ekki að fara koma honum í frábært stand fyrir næsta lið. Ég er með leikmenn í hans stöðu og ef hann ætlar að hjálpa okkur þurfum við að halda áfram þeirri vinnu sem er í gangi. Ég bíð þolinmóður eftir deginum þar sem hann stígur upp og gerir það sem hann getur,“ sagði Sebastian Alexandersson að lokum.
HK Olís-deild karla Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira