Innlent

Viður­kenndi að hafa stungið sam­býlis­mann móður sinnar í­trekað

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Torrevieja á Spáni.
Frá Torrevieja á Spáni. Getty/Alex Tihonovs

Guðmundur Freyr Magnússon viðurkenndi að hann hefði orðið íslenskum sambýlismanni móður sinnar að bana með því að stinga hann ítrekað í Torrevieja á Spáni þegar mál hans var tekið fyrir dóm í Elche í síðustu viku. Bar hann við fíknivanda og geðrænum vandamálum.

Drápið átti sér staða að morgni 12. janúar í fyrra. Þá réðst Guðmundur Freyr inn í íbúð móður sinnar og mannsins með því að kasta gaskút inn um rúðu.

Í frétt spænsku fréttasíðunnar Información frá því á þriðjudag kemur fram að Guðmundur Freyr hafi játað að hafa stungið 65 ára gamlan sambýlismann móður sinnar tuttugu og einu sinni. Engu að síður myndi hann ekki eftir atburðinum.

Sjö daga fyrir drápið hafi Guðmundur Freyr, sem er 41 árs gamall, neytt vímuefna, þar á meðal kókaíns, metamfetamíns og kannabis.

„Þegar ég tek þessi efni er ég ekki með sjálfum mér,“ hefur fréttavefurinn eftir Guðmundi Frey í dómsal mánudaginn 22. nóvember.

Guðmundur Freyr er einnig ákærður fyrir að reyna að drepa móður sína.


Tengdar fréttir

Íslendingurinn ákærður fyrir manndráp

Guðmundur Freyr Magnússon, sem grunaður er um að hafa banað sambýlismanni móður sinnar aðfaranótt sunnudags í Torrevieja á Spáni, hefur verið ákærður fyrir manndráp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×