Taktu tvær Arnar I. Jónsson og Heiðrún Björk Gísladóttir skrifa 29. nóvember 2021 12:31 Nú fer í hönd einn stærsti netverslunardagur ársins þegar stafrænn mánudagur rennur upp með tilheyrandi glæsiboðum fyrir neytendur. Alnetið sefur aldrei og er alltaf opið. Sífellt fleiri nýta sér vefverslanir til þess að gera góð kaup og sér í lagi í aðdraganda jólahátíðarinnar. Heimsfaraldurinn sem ekkert lát virðist vera á hefur flýtt þróun stafrænnar verslunar og má segja að flestir taki nýjungunum fagnandi. Hvimleiður fylgifiskur aukinnar stafrænnar verslunar og þjónustu er fjölgun stafrænna glæpamanna. Umfang og fjölbreytni stafrænna glæpa er mikið og fer vaxandi dag frá degi. Mikill fjöldi Íslendinga fellur fyrir brellibrögðum þeirra á ári hverju og stórum fjárhæðum er tapað í hendur glæpona. Erfitt að koma í veg fyrir alla glæpi Fjármálafyrirtæki, greiðslumiðlunarfyrirtæki, opinberar stofnanir, lögreglan og einkaaðilar eyða miklum tíma og fjármunum í að reyna að koma í veg fyrir stafræna glæpi, hvort sem um er að ræða smávægilegar upphæðir sem stolið er af grunlausum neytendum eða stærri árásir á grunnkerfi og upplýsingar almennings. Það er því miður þannig að ekki er hægt að koma í veg fyrir alla stafræna glæpi því þróunin er mjög hröð hjá þeim sem starfa við svik. Því er í raun eitt mikilvægasta vopnið sem neytendur geta beitt að taka sér smá tíma og láta ekki upplýsingar af hendi sem hægt er að nota til að svíkja af þeim fjármuni. Netglæpamenn birtast yfirleitt ekki í tölvum og tækjum almennings og láta greipar sópa. Það þarf að veita þeim upplýsingar til dæmis um bankareikninga, leyninúmer, kortaupplýsingar eða veita þeim aðgang að tækjum í gegnum sýkt viðhengi. Það er því grundvallaratriði fyrir neytandann að vera á varðbergi þegar hann er beðinn um upplýsingar. Traust er mikilvægt í viðskiptum. Ef svindl fær að grassera getur það dregið úr vilja fólks til að nýta sér stafrænar lausnir. Neytendur vilja netverslun og glæpamenn vilja svindla á neytendum. Því betur sem við erum upplýst um aðferðir stafrænna glæpamanna því minni ávinningur verður af því að herja á landsmenn. Baráttan hefst því heimavið. Stórir verslunardagar fram undan Það er sérstaklega mikilvægt fyrir neytendur núna á stærstu vikum netverslunar að hafa augun opin og ekki gefa frá sér viðkvæmar upplýsingar umhugsunarlaust. Ef þú færð óvænt boð um að þrýsta á tengil og slá inn greiðslukortaupplýsingar þá eru miklar líkur á að um svindl sé að ræða og því brýnt að ganga úr skugga um að réttur aðili sé að falast eftir upplýsingum. Því miður eru glæpamenn færir í sínu fagi og oft getur verið erfitt að greina á milli svindls og réttmætra upplýsingabeiðna.. Til þess að lágmarka hættuna á því að lenda í klónum á þessum glæpamönnum er hægt er að nálgast upplýsingar og ráð m.a. á vefsíðum bankanna, netöryggissveit fjarskiptastofu og lögreglunnar. Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja telja að stafrænt öryggi fyrirtækja og neytenda sé eitt mikilvægasta hagsmunamál komandi ára. Samtökin ætla að leggja sitt af mörkum og setja fókusinn á þessi málefni á komandi misserum undir yfirskriftinni Taktu tvær. Mikilvægi þess að upplýsa fyrirtæki og neytendur um aðferðir til að lágmarka hættuna á því að lenda í klónum á stafrænum glæpamönnum hefur aldrei verið meiri. Sem neytandi er mikilvægt að staldra við þegar beiðni um upplýsingar berst. Þá getur reynst vel að taka sér tvær mínútur og kanna málið betur í stað þess að bregðast strax við. Vefverslun er mikil búbót fyrir neytendur en mikilvægt er að vera á verði og taka sér tíma til að hugsa hvort allt sé með felldu. Arnar I. Jónsson er Sérfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja og Heiðrún Björk Gísladóttir er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins. Hér er til dæmis hægt að nálgast fróðleik um netsvik: https://netoryggi.is/ https://www.logreglan.is/fraedsla/internetid/netsvindl/ https://www.islandsbanki.is/is/grein/netoryggi https://www.landsbankinn.is/umraedan/netoryggi/hvernig-get-eg-varist-kortasvikum https://www.arionbanki.is/bankinn/fleira/oryggismal/#netsvik Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netglæpir Netöryggi Verslun Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Nú fer í hönd einn stærsti netverslunardagur ársins þegar stafrænn mánudagur rennur upp með tilheyrandi glæsiboðum fyrir neytendur. Alnetið sefur aldrei og er alltaf opið. Sífellt fleiri nýta sér vefverslanir til þess að gera góð kaup og sér í lagi í aðdraganda jólahátíðarinnar. Heimsfaraldurinn sem ekkert lát virðist vera á hefur flýtt þróun stafrænnar verslunar og má segja að flestir taki nýjungunum fagnandi. Hvimleiður fylgifiskur aukinnar stafrænnar verslunar og þjónustu er fjölgun stafrænna glæpamanna. Umfang og fjölbreytni stafrænna glæpa er mikið og fer vaxandi dag frá degi. Mikill fjöldi Íslendinga fellur fyrir brellibrögðum þeirra á ári hverju og stórum fjárhæðum er tapað í hendur glæpona. Erfitt að koma í veg fyrir alla glæpi Fjármálafyrirtæki, greiðslumiðlunarfyrirtæki, opinberar stofnanir, lögreglan og einkaaðilar eyða miklum tíma og fjármunum í að reyna að koma í veg fyrir stafræna glæpi, hvort sem um er að ræða smávægilegar upphæðir sem stolið er af grunlausum neytendum eða stærri árásir á grunnkerfi og upplýsingar almennings. Það er því miður þannig að ekki er hægt að koma í veg fyrir alla stafræna glæpi því þróunin er mjög hröð hjá þeim sem starfa við svik. Því er í raun eitt mikilvægasta vopnið sem neytendur geta beitt að taka sér smá tíma og láta ekki upplýsingar af hendi sem hægt er að nota til að svíkja af þeim fjármuni. Netglæpamenn birtast yfirleitt ekki í tölvum og tækjum almennings og láta greipar sópa. Það þarf að veita þeim upplýsingar til dæmis um bankareikninga, leyninúmer, kortaupplýsingar eða veita þeim aðgang að tækjum í gegnum sýkt viðhengi. Það er því grundvallaratriði fyrir neytandann að vera á varðbergi þegar hann er beðinn um upplýsingar. Traust er mikilvægt í viðskiptum. Ef svindl fær að grassera getur það dregið úr vilja fólks til að nýta sér stafrænar lausnir. Neytendur vilja netverslun og glæpamenn vilja svindla á neytendum. Því betur sem við erum upplýst um aðferðir stafrænna glæpamanna því minni ávinningur verður af því að herja á landsmenn. Baráttan hefst því heimavið. Stórir verslunardagar fram undan Það er sérstaklega mikilvægt fyrir neytendur núna á stærstu vikum netverslunar að hafa augun opin og ekki gefa frá sér viðkvæmar upplýsingar umhugsunarlaust. Ef þú færð óvænt boð um að þrýsta á tengil og slá inn greiðslukortaupplýsingar þá eru miklar líkur á að um svindl sé að ræða og því brýnt að ganga úr skugga um að réttur aðili sé að falast eftir upplýsingum. Því miður eru glæpamenn færir í sínu fagi og oft getur verið erfitt að greina á milli svindls og réttmætra upplýsingabeiðna.. Til þess að lágmarka hættuna á því að lenda í klónum á þessum glæpamönnum er hægt er að nálgast upplýsingar og ráð m.a. á vefsíðum bankanna, netöryggissveit fjarskiptastofu og lögreglunnar. Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja telja að stafrænt öryggi fyrirtækja og neytenda sé eitt mikilvægasta hagsmunamál komandi ára. Samtökin ætla að leggja sitt af mörkum og setja fókusinn á þessi málefni á komandi misserum undir yfirskriftinni Taktu tvær. Mikilvægi þess að upplýsa fyrirtæki og neytendur um aðferðir til að lágmarka hættuna á því að lenda í klónum á stafrænum glæpamönnum hefur aldrei verið meiri. Sem neytandi er mikilvægt að staldra við þegar beiðni um upplýsingar berst. Þá getur reynst vel að taka sér tvær mínútur og kanna málið betur í stað þess að bregðast strax við. Vefverslun er mikil búbót fyrir neytendur en mikilvægt er að vera á verði og taka sér tíma til að hugsa hvort allt sé með felldu. Arnar I. Jónsson er Sérfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja og Heiðrún Björk Gísladóttir er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins. Hér er til dæmis hægt að nálgast fróðleik um netsvik: https://netoryggi.is/ https://www.logreglan.is/fraedsla/internetid/netsvindl/ https://www.islandsbanki.is/is/grein/netoryggi https://www.landsbankinn.is/umraedan/netoryggi/hvernig-get-eg-varist-kortasvikum https://www.arionbanki.is/bankinn/fleira/oryggismal/#netsvik
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun