„Vorum alltaf meiri vinir heldur en par“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. nóvember 2021 10:30 Elín og Davíð ræddu um skilnaði sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þau tengjast í raun ekkert en sögðu sitthvora sögu sína þegar kemur að skilnaði og hvernig foreldrar geta unnið saman. Skiptir máli hvernig fólk skilur, hver eru líklegustu vandamálin, hefur skilnaður áhrif á börn og þá hversu mikil? Frá árinu 2018 hafa félagsráðgjafarnir Gyða Hjartardóttir og Sigrún Júlíusdóttir þjálfað fagfólk í átta sveitarfélögum í svokallaðri skilnaðarráðgjöf, það sem kallað er SES. Rætt var við Gyðu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það er ekki skilnaðurinn sjálfur sem getur valdið skaða á börnum heldur hvernig að honum er staðið,“ segir Gyða og bætir við að foreldrar barnsins eigi að temja sér strax það viðhorf að koma fram við hvort annað eins og samstarfsfélaga. Sama hvernig þau líka við hvort annað þá séu ákveðnar reglur og þau eiga ekki að leyfa sér að segja hvað sem er. „Við erum hér með verkfæri fyrir foreldra að læra að skilja á góðan hátt fyrir börnin.“ Námskeiðin fara fram á netinu gagnast langflestum, líka þeim sem gengur vel að skilja. „Þarna er verið að fjalla um efni eins og áhrif skilnaðarins á mig sem manneskju, áhrif skilnaðar á börnin og hvernig við getum komið í veg fyrir að falla í gryfjur ágreinings. Síðan bara tekur lífið við. Mamma þarf að flytja, pabbi eignast kærustu og eitthvað sem gerir það að verkum að oft fara hlutirnir í hund og kött.“ Gyða Hjartardóttir mætti í þáttinn til að útskýra námskeið SES. Í innslaginu var rætt við fólk sem hafði farið í gegnum skilnað og farið í gegnum námskeiðin. „Við vorum alltaf meiri vinir heldur en par og ákváðum að fara í sundur,“ segir Elín Sigurvinsdóttir sem skildi við barnsföður sinn á sínum tíma. „Við þurftum að ákveða hvernig við myndum viljað hafa umgengni og við vorum búnar að vera tengdar við naflastreng frá upphafi. Ég spurði hann hvernig hann sjái þetta fyrir sér og hann vildi strax hafa þetta viku og viku fyrirkomulag. Við þurftum því að vinna okkur upp í það. Barnið á rétt á því að verum jafnt hjá foreldrum sínum,“ segir Elín en einnig var rætt við Davíð Alexander Östergaard sem skildi við barnsmóður sína og fór í gegnum námskeið SES. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Börn og uppeldi Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Frá árinu 2018 hafa félagsráðgjafarnir Gyða Hjartardóttir og Sigrún Júlíusdóttir þjálfað fagfólk í átta sveitarfélögum í svokallaðri skilnaðarráðgjöf, það sem kallað er SES. Rætt var við Gyðu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það er ekki skilnaðurinn sjálfur sem getur valdið skaða á börnum heldur hvernig að honum er staðið,“ segir Gyða og bætir við að foreldrar barnsins eigi að temja sér strax það viðhorf að koma fram við hvort annað eins og samstarfsfélaga. Sama hvernig þau líka við hvort annað þá séu ákveðnar reglur og þau eiga ekki að leyfa sér að segja hvað sem er. „Við erum hér með verkfæri fyrir foreldra að læra að skilja á góðan hátt fyrir börnin.“ Námskeiðin fara fram á netinu gagnast langflestum, líka þeim sem gengur vel að skilja. „Þarna er verið að fjalla um efni eins og áhrif skilnaðarins á mig sem manneskju, áhrif skilnaðar á börnin og hvernig við getum komið í veg fyrir að falla í gryfjur ágreinings. Síðan bara tekur lífið við. Mamma þarf að flytja, pabbi eignast kærustu og eitthvað sem gerir það að verkum að oft fara hlutirnir í hund og kött.“ Gyða Hjartardóttir mætti í þáttinn til að útskýra námskeið SES. Í innslaginu var rætt við fólk sem hafði farið í gegnum skilnað og farið í gegnum námskeiðin. „Við vorum alltaf meiri vinir heldur en par og ákváðum að fara í sundur,“ segir Elín Sigurvinsdóttir sem skildi við barnsföður sinn á sínum tíma. „Við þurftum að ákveða hvernig við myndum viljað hafa umgengni og við vorum búnar að vera tengdar við naflastreng frá upphafi. Ég spurði hann hvernig hann sjái þetta fyrir sér og hann vildi strax hafa þetta viku og viku fyrirkomulag. Við þurftum því að vinna okkur upp í það. Barnið á rétt á því að verum jafnt hjá foreldrum sínum,“ segir Elín en einnig var rætt við Davíð Alexander Östergaard sem skildi við barnsmóður sína og fór í gegnum námskeið SES. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Börn og uppeldi Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira