Viðskipti innlent

Fót­bolta­kempa og matar­bloggari söðlar um innan Al­vot­ech

Atli Ísleifsson skrifar
Helena Sævarsdóttir.
Helena Sævarsdóttir. Alvotech

Helena Sævarsdóttir hefur tekið við starfi deildarstjóra í lyfjaframleiðslu (e. Head of Drug Production) hjá líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech, auk þess að taka sæti í stýrihópi tækni- og framleiðslusviðs, þar sem hún mun leiða hóp sérfræðinga í að tryggja innleiðingu framleiðsluferla.

Í tilkynningu frá Alvotech kemur fram að Helena hafi hafið störf hjá Alvotech árið 2016 sem sumarstarfsmaður og svo gengið til liðs við framleiðslusvið að loknu námi.

„Hún hefur gengt ýmsum verkefnum á því sviði, meðal annars sem teymisstjóri og samhæfingarstóri, stýrt þjálfun og innleiðingu á mikilvægum ferlum sem nauðsynlegir eru fyrirtækjum í lyfjaframleiðslu, á tíma þegar verksmiðjan hefur verið í uppbyggingu. Í starfi sínu á Framleiðslusviði, stýrir Helena ört vaxandi hópi sérfræðinga frá 16 þjóðlöndum við sérhæfða framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja, fyrir markaði víða um heim. Helena er með BS gráðu í Líftækni frá Háskólanum á Akureyri og er í MBA námi í Háskólanum í Bradford.“

Í tilkyninngunni segir að Helena hafi mikið látið að sér kveða í fótbolta á árum áður, en hún spilaði meðal annars með meistaraflokki KR í nokkur ár. „Hún hefur mikla ástríðu fyrir ljósmyndun og bakstri og heldur meðal annars úti matarblogginu www.helenasaevars.com.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×