Gleymum ekki konum í Afganistan Heimsljós 26. nóvember 2021 09:29 UN Women Níu af hverjum tíu konum í Afganistan eru beittar ofbeldi af maka sínum á lífsleiðinni. Í gær var alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Af því tilefni er Harpa, Stjórnarráð Íslands, Gróttuviti auk fleiri bygginga lýstar upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Líkt og í fyrra verður engin Ljósaganga UN Women á Íslandi sökum heimsfaraldursins, en gangan hefur markað upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi. Í nýrri skýrslu UN Women kemur fram að tvær af hverjum þremur konum greindu frá því að þær eða kona sem þær þekkja, hafi verið beittar ofbeldi og að þær væru líklegri til að standa frammi fyrir fæðuóöryggi. Aðeins ein af hverjum 10 konum sagði að þolendur myndu leita til lögreglu til að fá aðstoð. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi segir að níu af hverjum tíu konum í Afganistan séu beittar ofbeldi af maka sínum á lífsleiðinni og að sú tala fari hækkandi með hverjum deginum. „Frá því að Talíbanar tóku yfir Afganistan, hefur aðgengi þolenda að viðeigandi aðstoð versnað til muna. Samt hefur þörfin aukist. Tíðni barnahjónabanda fer hækkandi og kynbundið ofbeldi aukist til muna, innan sem utan heimila. Skipuð hefur verið ríkisstjórn í Afganistan sem hefur engar konur og Kvenna- og jafnréttisráðuneyti landsins hefur verið lagt niður,“ segir Stella í grein á vef UN Women. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist „Í sumum héruðum Afganistan er konum sagt að mæta ekki til vinnu og yfirgefa ekki heimili sín án karlkyns ættingja. Ráðist er á kvennaathvörf og starfsfólk þeirra áreitt. Staða kvenna og stúlkna í Afganistan er grafalvarleg en engu að síðar halda konur áfram að berjast fyrir réttindum sínum og krefjast jafnréttis. Það hefur ekki breyst og mun ekki breytast. Afganskar konur hafa verið í fararbroddi í baráttunni fyrir réttindum sínum um aldir og á því er ekkert lát. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist konum í Afganistan. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að ræður á tyllidögum verði að raunverulegum aðgerðum til að tryggja konum grundvallarmannréttindi. Við getum öll sýnt afgönskum konum samstöðu og tryggt að raddir þeirra heyrist með því að hlusta. Tryggja þarf þátttöku kvenna í samningaviðræðum við Talíbana og að konur séu hafðar með í ráðum við skipulag og veitingu mannúðar- og neyðaraðstoðar. Við tökum tökum þátt í þessum aðgerðum með því að styrkja starf samtaka sem styðja við afganskar konur. Við hjá UN Women gleymum ekki, við erum á staðnum, við dreifum neyðarpökkum til kvenna og barna þeirra og grípum þolendur og kvenaðgerðasinna sem gefast ekki upp þrátt fyrir skelfilegar aðstæður,“ segir Stella og hvetur Íslendinga að kveikja á kerti af virðingu við óþrjótandi baráttu afganskra kvenna fyrir lífi án ofbeldis. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent
Í gær var alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Af því tilefni er Harpa, Stjórnarráð Íslands, Gróttuviti auk fleiri bygginga lýstar upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Líkt og í fyrra verður engin Ljósaganga UN Women á Íslandi sökum heimsfaraldursins, en gangan hefur markað upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi. Í nýrri skýrslu UN Women kemur fram að tvær af hverjum þremur konum greindu frá því að þær eða kona sem þær þekkja, hafi verið beittar ofbeldi og að þær væru líklegri til að standa frammi fyrir fæðuóöryggi. Aðeins ein af hverjum 10 konum sagði að þolendur myndu leita til lögreglu til að fá aðstoð. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi segir að níu af hverjum tíu konum í Afganistan séu beittar ofbeldi af maka sínum á lífsleiðinni og að sú tala fari hækkandi með hverjum deginum. „Frá því að Talíbanar tóku yfir Afganistan, hefur aðgengi þolenda að viðeigandi aðstoð versnað til muna. Samt hefur þörfin aukist. Tíðni barnahjónabanda fer hækkandi og kynbundið ofbeldi aukist til muna, innan sem utan heimila. Skipuð hefur verið ríkisstjórn í Afganistan sem hefur engar konur og Kvenna- og jafnréttisráðuneyti landsins hefur verið lagt niður,“ segir Stella í grein á vef UN Women. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist „Í sumum héruðum Afganistan er konum sagt að mæta ekki til vinnu og yfirgefa ekki heimili sín án karlkyns ættingja. Ráðist er á kvennaathvörf og starfsfólk þeirra áreitt. Staða kvenna og stúlkna í Afganistan er grafalvarleg en engu að síðar halda konur áfram að berjast fyrir réttindum sínum og krefjast jafnréttis. Það hefur ekki breyst og mun ekki breytast. Afganskar konur hafa verið í fararbroddi í baráttunni fyrir réttindum sínum um aldir og á því er ekkert lát. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist konum í Afganistan. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að ræður á tyllidögum verði að raunverulegum aðgerðum til að tryggja konum grundvallarmannréttindi. Við getum öll sýnt afgönskum konum samstöðu og tryggt að raddir þeirra heyrist með því að hlusta. Tryggja þarf þátttöku kvenna í samningaviðræðum við Talíbana og að konur séu hafðar með í ráðum við skipulag og veitingu mannúðar- og neyðaraðstoðar. Við tökum tökum þátt í þessum aðgerðum með því að styrkja starf samtaka sem styðja við afganskar konur. Við hjá UN Women gleymum ekki, við erum á staðnum, við dreifum neyðarpökkum til kvenna og barna þeirra og grípum þolendur og kvenaðgerðasinna sem gefast ekki upp þrátt fyrir skelfilegar aðstæður,“ segir Stella og hvetur Íslendinga að kveikja á kerti af virðingu við óþrjótandi baráttu afganskra kvenna fyrir lífi án ofbeldis. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent