Halldór Jóhann: Það eru ekki mörg lið sem vinna Gróttu með níu mörkum Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 21:20 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss í handbolta var sáttur með 9 marka sigur á Gróttu í frestuðum leik Olís-deildar karla. Selfyssingar voru með forskotið nánast allan leikinn og sigruðu örugglega, 32-23. „Það var bara ansi margt sem ég er ánægður með. Við vorum frábærir varnarlega allan leikinn. Það er ekki auðvelt að spila á móti Gróttu. Þeir spila mikið 7 á 6 og við vorum þolinmóðir og vorum með góðan hóp til að vinna í því. Við gerðum nánast allt sem við ætluðum okkur að gera og það skilaði okkur frábærum níu marka sigri. Það eru ekki mörg lið sem vinna Gróttu með níu mörkum, þeir eru með mjög agað lið og við vorum bara klárir í dag.“ Aðspurður hvort þetta hafi verið það sem lagt var upp með fyrir leikinn sagði Halldór þetta: „Við fórum aðeins í gegnum okkar mál eftir ÍBV leikinn og síðustu vikur. Við ætluðum að spila góða vörn og það var aðalatriðið í dag. Að fá hraða í leikinn og hlaupa, við gerðum það. Við spiluðum frábæra vörn og hlupum upp völlinn. Mér fannst heildarbragurinn á liðinu frábær í dag og því er ég ótrúlega ánægður.“ Ertu sáttur með hvar þið standið í deildinni? „Við erum ekki sáttir hvar við stöndum í deildinni. Við vissum að það yrði bras fram eftir líka. Við erum að fá marga leikmenn inn og það tekur tíma fyrir þá að koma sér í stand. Við höfum verið undir pari og ætlum okkur ekki það. Við eigum töluvert inni og við ætlum að vinna eitthvað.“ Næsti leikur Selfyssinga er á móti KA og vill Halldór sjá strákana eiga svipaðan leik eins og í kvöld. „Við höldum bara áfram. Sýnum þessa vinnusemi sem við sýndum í dag. Við vorum á staðnum allan tímann og héldum fókus. Það voru ekki þessar sveiflur í leik okkar sem hafa einkennt liðið í vetur. Við þurfum að halda því, það verður erfitt að fá KA hérna í heimsókn og við þurfum að spila góðan leik til þess að vinna.“ UMF Selfoss Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Grótta 32-23 | Selfyssingar sigruðu í frestuðum leik Selfyssingar tóku á móti Gróttu í frestuðum leik frá 6. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Jafnræði með liðunum til að byrja með. Selfyssingar tóku svo forskotið og létu það ekki af hendi. Lokatölur 32-23. 25. nóvember 2021 18:45 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
„Það var bara ansi margt sem ég er ánægður með. Við vorum frábærir varnarlega allan leikinn. Það er ekki auðvelt að spila á móti Gróttu. Þeir spila mikið 7 á 6 og við vorum þolinmóðir og vorum með góðan hóp til að vinna í því. Við gerðum nánast allt sem við ætluðum okkur að gera og það skilaði okkur frábærum níu marka sigri. Það eru ekki mörg lið sem vinna Gróttu með níu mörkum, þeir eru með mjög agað lið og við vorum bara klárir í dag.“ Aðspurður hvort þetta hafi verið það sem lagt var upp með fyrir leikinn sagði Halldór þetta: „Við fórum aðeins í gegnum okkar mál eftir ÍBV leikinn og síðustu vikur. Við ætluðum að spila góða vörn og það var aðalatriðið í dag. Að fá hraða í leikinn og hlaupa, við gerðum það. Við spiluðum frábæra vörn og hlupum upp völlinn. Mér fannst heildarbragurinn á liðinu frábær í dag og því er ég ótrúlega ánægður.“ Ertu sáttur með hvar þið standið í deildinni? „Við erum ekki sáttir hvar við stöndum í deildinni. Við vissum að það yrði bras fram eftir líka. Við erum að fá marga leikmenn inn og það tekur tíma fyrir þá að koma sér í stand. Við höfum verið undir pari og ætlum okkur ekki það. Við eigum töluvert inni og við ætlum að vinna eitthvað.“ Næsti leikur Selfyssinga er á móti KA og vill Halldór sjá strákana eiga svipaðan leik eins og í kvöld. „Við höldum bara áfram. Sýnum þessa vinnusemi sem við sýndum í dag. Við vorum á staðnum allan tímann og héldum fókus. Það voru ekki þessar sveiflur í leik okkar sem hafa einkennt liðið í vetur. Við þurfum að halda því, það verður erfitt að fá KA hérna í heimsókn og við þurfum að spila góðan leik til þess að vinna.“
UMF Selfoss Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Grótta 32-23 | Selfyssingar sigruðu í frestuðum leik Selfyssingar tóku á móti Gróttu í frestuðum leik frá 6. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Jafnræði með liðunum til að byrja með. Selfyssingar tóku svo forskotið og létu það ekki af hendi. Lokatölur 32-23. 25. nóvember 2021 18:45 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Grótta 32-23 | Selfyssingar sigruðu í frestuðum leik Selfyssingar tóku á móti Gróttu í frestuðum leik frá 6. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Jafnræði með liðunum til að byrja með. Selfyssingar tóku svo forskotið og létu það ekki af hendi. Lokatölur 32-23. 25. nóvember 2021 18:45
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti