Körfuboltinn enn á ný í samkeppni við sjálfan sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2021 16:01 Martin Hermannsson í leik með Valencia liðinu á móti Barcelona í Euroleague leik. EPA-EFE/MIGUEL ANGEL POLO Það er enginn að fara að sjá Meistaradeildarleiki í fótboltanum í miðjum landsleikjaglugga en það er staðreyndin sem körfuboltamenn hafa þurft að búa við í mörg ár og mun eflaust glíma við áfram. Körfuboltinn heldur nefnilega áfram að vera í samkeppni við sjálfan sig. Alþjóðakörfuboltasambandið hefur engin völd innan bestu deilda heims, NBA og Euroleague, sem er báðum alveg sama hvenær landsleikjagluggar FIBA eru. Það þekkja allir auðvitað NBA-deildina í Bandaríkjunum en í Euroleague spila bestu félagslið Evrópu og hún er samsvarandi deild og Meistaradeild Evrópu í fótboltanum. Það er því afar furðulegt að leikir í undankeppni HM landsliða fari fram á sama kvöldi og leikir í Euroleague deildinni. Það er ekki aðeins samkeppni um áhorfendur og áhorf í sjónvarpi heldur er líka verið að keppast um sömu leikmenn. Körfuboltaþjálfarinn Borche Ilievski bendir á þetta á fésbókarsíðu sinni í dag með því að velta því fyrir sér hvort hann eigi að horfa á leiki í bestu deild evrópska körfuboltans eða landsleikina í undankeppni HM. „Þvílíkt klúður,“ skrifaði Borche. Margir af bestu leikmönnum þjóðanna komast því ekki í mikilvæga landsleiki þjóða sinna. Það er kannski hlé gert á deildarleikjum heima fyrir en þá nýtir Euroleague tækifærið og stillir upp sínum leikjum. Íslenska körfuboltalandsliðið hefur þannig ekki getað notað sinn besta leikmann, Martin Hermannsson, í tvö ár vegna þess að Eurolegue er spiluðu á sömu kvöldum og landsleikir á vegum FIBA. Martin er með íslenska landsliðinu í þessum glugga þar sem lið hans, Valencia, er ekki í Eurolegue deildinni í vetur og hann fékk því að fara í þessa leiki. Íslenska landsliðið getur þakkað fyrir að Martin sé með að þessu sinni en íslenska liðið spilar þó ekki fyrr en annað kvöld. Þá fara samt auðvitað líka fram leikir í Eurolegue deildinni. Körfubolti Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Körfuboltinn heldur nefnilega áfram að vera í samkeppni við sjálfan sig. Alþjóðakörfuboltasambandið hefur engin völd innan bestu deilda heims, NBA og Euroleague, sem er báðum alveg sama hvenær landsleikjagluggar FIBA eru. Það þekkja allir auðvitað NBA-deildina í Bandaríkjunum en í Euroleague spila bestu félagslið Evrópu og hún er samsvarandi deild og Meistaradeild Evrópu í fótboltanum. Það er því afar furðulegt að leikir í undankeppni HM landsliða fari fram á sama kvöldi og leikir í Euroleague deildinni. Það er ekki aðeins samkeppni um áhorfendur og áhorf í sjónvarpi heldur er líka verið að keppast um sömu leikmenn. Körfuboltaþjálfarinn Borche Ilievski bendir á þetta á fésbókarsíðu sinni í dag með því að velta því fyrir sér hvort hann eigi að horfa á leiki í bestu deild evrópska körfuboltans eða landsleikina í undankeppni HM. „Þvílíkt klúður,“ skrifaði Borche. Margir af bestu leikmönnum þjóðanna komast því ekki í mikilvæga landsleiki þjóða sinna. Það er kannski hlé gert á deildarleikjum heima fyrir en þá nýtir Euroleague tækifærið og stillir upp sínum leikjum. Íslenska körfuboltalandsliðið hefur þannig ekki getað notað sinn besta leikmann, Martin Hermannsson, í tvö ár vegna þess að Eurolegue er spiluðu á sömu kvöldum og landsleikir á vegum FIBA. Martin er með íslenska landsliðinu í þessum glugga þar sem lið hans, Valencia, er ekki í Eurolegue deildinni í vetur og hann fékk því að fara í þessa leiki. Íslenska landsliðið getur þakkað fyrir að Martin sé með að þessu sinni en íslenska liðið spilar þó ekki fyrr en annað kvöld. Þá fara samt auðvitað líka fram leikir í Eurolegue deildinni.
Körfubolti Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira