Fyrirtæki hefur þurft að loka vegna faraldursins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. nóvember 2021 20:32 Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á samfélagið í Grundarfirði síðustu daga. Vísir/Egill Kórónuveirufaraldurinn hefur skollið á íbúa Grundarfjarðar síðustu daga af fullum þunga en fjórðungur þeirra er nú annað hvort í einangrun eða í sóttkví. Í gær greindust 147 með veiruna á landinu öllu. Nokkrir af þeim eru íbúar Grundafjarðabæjar. Nú eru alls 213 íbúar í bænum í einangrun eða sóttkví en íbúar eru alls 860. „Þetta er um fjórðungur, 25% og það er fyrir utan þá foreldra sem eru þá ekki skráðir og þurfa þá að vera með börn sín en uppistaðan eru börn um tólf ára og yngri,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. Skólastarf í bænum hefur legið niðri vegna faraldursins. Börnin lítið veik „Við höfum í þessari viku haft leikskólann og grunnskólann lokaða og íþróttastarfsemi og félagsstarf og svoleiðis. Líka hjá eldri borgurum og það svona leiðir af sjálfu sér. Það var mjög stór skimun í morgun, öll börn og starfsfólk í leikskólum, og við þurfum að sjá svona hver niðurstaðan úr því verður í kvöld. Hins vegar sjáum við ekki fram á að það sé skynsamlegt að hafa opið á morgun og hinn en við erum aðeins að skoða forgangshópana.“ Björg segir börn vera stóran hluta þeirra sem er með veiruna en þau séu flest lítið veik. „Mér finnst börnin almennt ekki veik. Kannski bara svona svolítið eins og venjulegar pestar eða jafnvel ekki veik. En það eru alveg dæmi, þó maður geti ekki farið út í það sérstaklega, í þar síðustu viku þar sem voru sjúkraflutningar og jafnvel alvarleg tilfelli þannig maður skyldi ekki taka þessu af léttúð. En auðvitað er þetta eitthvað sem við erum læra að lifa með,“ segir Björg. Þurft að loka fiskvinnslu Fjórir togarar eru gerðir út frá bænum og eru allir á leið um borð hraðprófaðir. Þá er tvo stór sjávarútvegsfyrirtæki í bænum sem hafa fundið fyrir því hversu margir íbúar hafa fengið veiruna. „Annað þeirra sem hefur þurft að loka en vonandi getur opnað aftur á morgun. Það er saltfiskvinnsla hjá Soffaníasi Cecilssyni.“ Jólavertíðin sé fyrirtækinu mjög mikilvæg og því mikið í húfi að það náist að hefja framleiðslu þar sem fyrst aftur. Björg vonar að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til skili árangri. „Það munar um hvern einasta dag sem við náum að stytta þetta um.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grundarfjörður Tengdar fréttir Getur enn brugðið til beggja vona þó bylgjan sé á hægri niðurleið Svo virðist sem fjórða bylgja kórónuveirunnar hér á landi sé á hægri niðurleið. Sóttvarnalæknir segir að enn geti þó brugðið til beggja vona. 24. nóvember 2021 12:12 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Í gær greindust 147 með veiruna á landinu öllu. Nokkrir af þeim eru íbúar Grundafjarðabæjar. Nú eru alls 213 íbúar í bænum í einangrun eða sóttkví en íbúar eru alls 860. „Þetta er um fjórðungur, 25% og það er fyrir utan þá foreldra sem eru þá ekki skráðir og þurfa þá að vera með börn sín en uppistaðan eru börn um tólf ára og yngri,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. Skólastarf í bænum hefur legið niðri vegna faraldursins. Börnin lítið veik „Við höfum í þessari viku haft leikskólann og grunnskólann lokaða og íþróttastarfsemi og félagsstarf og svoleiðis. Líka hjá eldri borgurum og það svona leiðir af sjálfu sér. Það var mjög stór skimun í morgun, öll börn og starfsfólk í leikskólum, og við þurfum að sjá svona hver niðurstaðan úr því verður í kvöld. Hins vegar sjáum við ekki fram á að það sé skynsamlegt að hafa opið á morgun og hinn en við erum aðeins að skoða forgangshópana.“ Björg segir börn vera stóran hluta þeirra sem er með veiruna en þau séu flest lítið veik. „Mér finnst börnin almennt ekki veik. Kannski bara svona svolítið eins og venjulegar pestar eða jafnvel ekki veik. En það eru alveg dæmi, þó maður geti ekki farið út í það sérstaklega, í þar síðustu viku þar sem voru sjúkraflutningar og jafnvel alvarleg tilfelli þannig maður skyldi ekki taka þessu af léttúð. En auðvitað er þetta eitthvað sem við erum læra að lifa með,“ segir Björg. Þurft að loka fiskvinnslu Fjórir togarar eru gerðir út frá bænum og eru allir á leið um borð hraðprófaðir. Þá er tvo stór sjávarútvegsfyrirtæki í bænum sem hafa fundið fyrir því hversu margir íbúar hafa fengið veiruna. „Annað þeirra sem hefur þurft að loka en vonandi getur opnað aftur á morgun. Það er saltfiskvinnsla hjá Soffaníasi Cecilssyni.“ Jólavertíðin sé fyrirtækinu mjög mikilvæg og því mikið í húfi að það náist að hefja framleiðslu þar sem fyrst aftur. Björg vonar að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til skili árangri. „Það munar um hvern einasta dag sem við náum að stytta þetta um.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grundarfjörður Tengdar fréttir Getur enn brugðið til beggja vona þó bylgjan sé á hægri niðurleið Svo virðist sem fjórða bylgja kórónuveirunnar hér á landi sé á hægri niðurleið. Sóttvarnalæknir segir að enn geti þó brugðið til beggja vona. 24. nóvember 2021 12:12 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Getur enn brugðið til beggja vona þó bylgjan sé á hægri niðurleið Svo virðist sem fjórða bylgja kórónuveirunnar hér á landi sé á hægri niðurleið. Sóttvarnalæknir segir að enn geti þó brugðið til beggja vona. 24. nóvember 2021 12:12