Kjaramál í upphafi þings Drífa Snædal skrifar 24. nóvember 2021 13:30 Nú má greina sterka undiröldu þar sem launafólk er krafið um að afsala sér kjarasamningsbundnum launahækkunum næsta árs. Þar leggjast ýmsir á árarnar; seðlabankastjóri, þingmenn og samtök atvinnurekenda. Sömu atvinnurekendur og ákváðu að segja ekki upp kjarasamningunum fyrir einungis tveimur mánuðum bera sig nú aumlega þegar þarf að standa við samningana. Það vekur eftirtekt hversu lítið heyrist frá öðrum þingmönnum en þeim sem taka sér stöðu með atvinnurekendum og lepja upp þeirra heimsmynd. Þarna eru að sjálfsögðu undantekningar en engan núverandi/tilvonandi stjórnarliða hef ég heyrt taka upp hanskann fyrir vinnandi fólk við þessar aðstæður. Ætla flokkar sem kenna sig við félagshyggju að ganga endanlega í björg og eftirláta fjármálaöflunum umræðuna um hag almennings? Nokkrar staðreyndir um kjaramál: Verðbólgan núna er ekki launadrifin. Gildandi kjarasamningar og lítil kjaraátök eiga ríkan þátt í því að hagkerfið kemur betur út úr kreppunni en flestir þorðu að vona. Styrking atvinnuleysistryggingakerfisins skipti sköpum fyrir fólk en var einnig liður í því að halda uppi innlendri neyslu, sem nú sér stað í afkomutölum til dæmis innlendrar verslunar. Sú ákvörðun var tekin gegn andmælum og harmakveinum samtaka atvinnurekenda sem höfðu tekið upp þá stefnu að farsælast væri að svelta fólk til að vinna störf sem þó voru ekki fyrir hendi. Kjarabætur síðustu ára sem fengnar eru með miklum átökum hafa ekki gert annað en tryggja launafólki hlutdeild í framleiðniaukningunni sem varð eftir hrunsárin. Að tryggja afkomu fólks og verja velferðarkerfin eru bestu ákvarðanirnar sem hægt er að taka í erfiðu árferði, undir þetta taka allar helstu alþjóðastofnanir hvort sem er á sviði velferðar eða fjármála. Það var mikill þrýstingur á launafólk að sæta skerðingum sem viðbrögð við kreppunni en góðu heilli náði verkalýðshreyfingin að verja samningana. Þarna átti einfaldlega að nýta ferðina og skara frekari eld að köku þeirra sem eiga, enda var aðeins hluti fyrirtækja í þeirri stöðu að eiga erfitt með að ná endum saman og það var ekki vegna launaliðarins heldur vegna heimsfaraldurs. Kjarasamningar þurfa að vera sanngjarnir og réttir og það er líka stjórnvalda að krefja atvinnurekendur um að virða reglur vinnumarkaðarins og velferðarsamfélagsins og koma í veg fyrir félagsleg undirboð. Húsnæðiskostnaður er stærsti einstaki liðurinn í útgjöldum heimilanna og kjaramálin eru nátengd stefnu í húsnæðismálum. Sú tilraun að eftirláta markaðsöflunum að tryggja húsnæðisöryggi er gjaldþrota og þarf algjöran viðsnúning í þeirri hugmyndafræði. Húsnæðismál eiga að snúast um að tryggja fólki húsnæðisöryggi en ekki að fæða arð fjárfesta. Stjórnvöld þurfa að sýna að þau ætla að taka á húsnæðismarkaðnum og það fljótt til að vera trúverðug í þríhliða samtali í tengslum við kjarasamninga næsta haust. Eitt er víst, á komandi þingvetri og kjörtímabili, að verkalýðshreyfingin mun ekki líða það að allar ákvarðanir verði teknar með hagsmuni fjármagnseigenda að leiðarljósi á kostnað almennings. Það verður eftir því tekið hvaða fulltrúar á þingi ætla sér að standa með verkalýðshreyfingunni í þeirri baráttu sem framundan er að verja kjarasamninga og sækja fram. Drífa Snædal,forseti ASÍ Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Drífa Snædal Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar Skoðun A Strong International University Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar Skoðun Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Sjá meira
Nú má greina sterka undiröldu þar sem launafólk er krafið um að afsala sér kjarasamningsbundnum launahækkunum næsta árs. Þar leggjast ýmsir á árarnar; seðlabankastjóri, þingmenn og samtök atvinnurekenda. Sömu atvinnurekendur og ákváðu að segja ekki upp kjarasamningunum fyrir einungis tveimur mánuðum bera sig nú aumlega þegar þarf að standa við samningana. Það vekur eftirtekt hversu lítið heyrist frá öðrum þingmönnum en þeim sem taka sér stöðu með atvinnurekendum og lepja upp þeirra heimsmynd. Þarna eru að sjálfsögðu undantekningar en engan núverandi/tilvonandi stjórnarliða hef ég heyrt taka upp hanskann fyrir vinnandi fólk við þessar aðstæður. Ætla flokkar sem kenna sig við félagshyggju að ganga endanlega í björg og eftirláta fjármálaöflunum umræðuna um hag almennings? Nokkrar staðreyndir um kjaramál: Verðbólgan núna er ekki launadrifin. Gildandi kjarasamningar og lítil kjaraátök eiga ríkan þátt í því að hagkerfið kemur betur út úr kreppunni en flestir þorðu að vona. Styrking atvinnuleysistryggingakerfisins skipti sköpum fyrir fólk en var einnig liður í því að halda uppi innlendri neyslu, sem nú sér stað í afkomutölum til dæmis innlendrar verslunar. Sú ákvörðun var tekin gegn andmælum og harmakveinum samtaka atvinnurekenda sem höfðu tekið upp þá stefnu að farsælast væri að svelta fólk til að vinna störf sem þó voru ekki fyrir hendi. Kjarabætur síðustu ára sem fengnar eru með miklum átökum hafa ekki gert annað en tryggja launafólki hlutdeild í framleiðniaukningunni sem varð eftir hrunsárin. Að tryggja afkomu fólks og verja velferðarkerfin eru bestu ákvarðanirnar sem hægt er að taka í erfiðu árferði, undir þetta taka allar helstu alþjóðastofnanir hvort sem er á sviði velferðar eða fjármála. Það var mikill þrýstingur á launafólk að sæta skerðingum sem viðbrögð við kreppunni en góðu heilli náði verkalýðshreyfingin að verja samningana. Þarna átti einfaldlega að nýta ferðina og skara frekari eld að köku þeirra sem eiga, enda var aðeins hluti fyrirtækja í þeirri stöðu að eiga erfitt með að ná endum saman og það var ekki vegna launaliðarins heldur vegna heimsfaraldurs. Kjarasamningar þurfa að vera sanngjarnir og réttir og það er líka stjórnvalda að krefja atvinnurekendur um að virða reglur vinnumarkaðarins og velferðarsamfélagsins og koma í veg fyrir félagsleg undirboð. Húsnæðiskostnaður er stærsti einstaki liðurinn í útgjöldum heimilanna og kjaramálin eru nátengd stefnu í húsnæðismálum. Sú tilraun að eftirláta markaðsöflunum að tryggja húsnæðisöryggi er gjaldþrota og þarf algjöran viðsnúning í þeirri hugmyndafræði. Húsnæðismál eiga að snúast um að tryggja fólki húsnæðisöryggi en ekki að fæða arð fjárfesta. Stjórnvöld þurfa að sýna að þau ætla að taka á húsnæðismarkaðnum og það fljótt til að vera trúverðug í þríhliða samtali í tengslum við kjarasamninga næsta haust. Eitt er víst, á komandi þingvetri og kjörtímabili, að verkalýðshreyfingin mun ekki líða það að allar ákvarðanir verði teknar með hagsmuni fjármagnseigenda að leiðarljósi á kostnað almennings. Það verður eftir því tekið hvaða fulltrúar á þingi ætla sér að standa með verkalýðshreyfingunni í þeirri baráttu sem framundan er að verja kjarasamninga og sækja fram. Drífa Snædal,forseti ASÍ Höfundur er forseti ASÍ.
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar
Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar
Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun