Á meðal þeirra sem við þjónum Ása Laufey Sæmundsdóttir, Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, Guðný Hallgrímsdóttir, Hreinn Hákonarson, Kristín Pálsdóttir, Sigrún Margrétar Óskarsdóttir og Toshiki Toma skrifa 28. nóvember 2021 08:01 Öll viljum við láta gott af okkur leiða í lífinu. Á Covid-tímum höfum við sérstaklega verið minnt á hversu samskipti og samvera með samstarfsfólki, vinum og vinkonum og ekki síst þeim sem okkur þykir vænst um er mikilvæg. Við höfum þörf fyrir stuðning úr okkar nánasta umhverfi sem nærir okkur andlega og gefur okkur þá orku sem við þurfum á að halda til að takast á við öll þau fjölbreyttu verkefni sem við stöndum frammi fyrir á degi hverjum. Verkefni sem geta bæði verið krefjandi og erfið en einnig fært okkur gleði og innihald í líf okkar. Covid hefur sett okkur skorður í samskiptum og sum okkar hafa þurft að passa sig betur en önnur af ýmsum ástæðum. Um leið höfum við einnig séð að fólk hefur fundið sér nýjar leiðir til að vera saman þó ekkert komi í stað þess að geta hist augliti til auglitis í eigin persónu. Aðventan og jólin hafa verið sá tími þar sem við gerum okkur dagamun og hlúum að okkur sjálfum og öðrum með því að hittast og hugsanlega fara á tónleika eða á jólahlaðborð. Allt er þetta með öðru sniði nú en áður. Við sem störfum í sérþjónustu kirkjunnar finnum hvernig sá hópur fólks sem við sinnum hefur þurft að takast á við gríðarlegar áskoranir. Störf okkar eru meðal innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda, fatlaðra og fólks með þroskahömlun, á vettvangi sjúkrahúss- og fangaþjónustu sem og þeirra sem tilheyra menningarsamfélagi heyrnarlausra. Við erum ekki staðsett í ákveðnum kirkjubyggingum heldur erum á meðal þeirra sem við þjónum. Hlutverk okkar er að veita sálgæslu sem felur m.a. í sér stuðning og samfylgd á forsendum þeirra sem þjónustuna þiggja. Stuðningurinn er oft í formi samtala bæði við einstaklinga og fjölskyldur þar sem tekist er á við margs kyns vanda og andlegan, trúarlegan, tilvistarlegan og félagslegan sársauka. Í slíkum aðstæðum verða tilvistarlegu spurningarnar og vangavelturnar ágengari en ella þar sem spurt er hver tilgangurinn sé með þessu öllu saman og hvers vegna aðstæðurnar séu með þeim hætti sem raun ber vitni. Að takast á við veikindi, að vera innilokuð í fangelsi eða að finna sig vegna fötlunar og annarra hamlandi aðstæðna vera utangarðs í okkar samfélagi er gífurleg áskorun sem á Covid-tímum hefur síst orðið auðveldari. Við undirrituð sérþjónustuprestar viljum minna okkur öll á þennan hóp fólks sem þjónusta okkar tekur til. Við teljum það afar mikilvægt að við sem samfélag stöndum vörð um sálgæsluþjónustu á heilbrigðisstofnunum, fangelsum, meðal fatlaðra og fólks með þroskahömlun, heyrnarlausra og þeirra sem hingað koma í leit að betra lífi. Ása Laufey Sæmundsdóttir, prestur innflytjendaGuðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjúkrahúspresturGuðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðraHreinn Hákonarson, sérþjónustuprestur á samskiptasviði BiskupsstofuKristín Pálsdóttir, prestur heyrnarlausraSigrúnar Margrétar Óskarsdóttir, fangapresturToshiki Toma, prestur innflytjenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Öll viljum við láta gott af okkur leiða í lífinu. Á Covid-tímum höfum við sérstaklega verið minnt á hversu samskipti og samvera með samstarfsfólki, vinum og vinkonum og ekki síst þeim sem okkur þykir vænst um er mikilvæg. Við höfum þörf fyrir stuðning úr okkar nánasta umhverfi sem nærir okkur andlega og gefur okkur þá orku sem við þurfum á að halda til að takast á við öll þau fjölbreyttu verkefni sem við stöndum frammi fyrir á degi hverjum. Verkefni sem geta bæði verið krefjandi og erfið en einnig fært okkur gleði og innihald í líf okkar. Covid hefur sett okkur skorður í samskiptum og sum okkar hafa þurft að passa sig betur en önnur af ýmsum ástæðum. Um leið höfum við einnig séð að fólk hefur fundið sér nýjar leiðir til að vera saman þó ekkert komi í stað þess að geta hist augliti til auglitis í eigin persónu. Aðventan og jólin hafa verið sá tími þar sem við gerum okkur dagamun og hlúum að okkur sjálfum og öðrum með því að hittast og hugsanlega fara á tónleika eða á jólahlaðborð. Allt er þetta með öðru sniði nú en áður. Við sem störfum í sérþjónustu kirkjunnar finnum hvernig sá hópur fólks sem við sinnum hefur þurft að takast á við gríðarlegar áskoranir. Störf okkar eru meðal innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda, fatlaðra og fólks með þroskahömlun, á vettvangi sjúkrahúss- og fangaþjónustu sem og þeirra sem tilheyra menningarsamfélagi heyrnarlausra. Við erum ekki staðsett í ákveðnum kirkjubyggingum heldur erum á meðal þeirra sem við þjónum. Hlutverk okkar er að veita sálgæslu sem felur m.a. í sér stuðning og samfylgd á forsendum þeirra sem þjónustuna þiggja. Stuðningurinn er oft í formi samtala bæði við einstaklinga og fjölskyldur þar sem tekist er á við margs kyns vanda og andlegan, trúarlegan, tilvistarlegan og félagslegan sársauka. Í slíkum aðstæðum verða tilvistarlegu spurningarnar og vangavelturnar ágengari en ella þar sem spurt er hver tilgangurinn sé með þessu öllu saman og hvers vegna aðstæðurnar séu með þeim hætti sem raun ber vitni. Að takast á við veikindi, að vera innilokuð í fangelsi eða að finna sig vegna fötlunar og annarra hamlandi aðstæðna vera utangarðs í okkar samfélagi er gífurleg áskorun sem á Covid-tímum hefur síst orðið auðveldari. Við undirrituð sérþjónustuprestar viljum minna okkur öll á þennan hóp fólks sem þjónusta okkar tekur til. Við teljum það afar mikilvægt að við sem samfélag stöndum vörð um sálgæsluþjónustu á heilbrigðisstofnunum, fangelsum, meðal fatlaðra og fólks með þroskahömlun, heyrnarlausra og þeirra sem hingað koma í leit að betra lífi. Ása Laufey Sæmundsdóttir, prestur innflytjendaGuðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjúkrahúspresturGuðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðraHreinn Hákonarson, sérþjónustuprestur á samskiptasviði BiskupsstofuKristín Pálsdóttir, prestur heyrnarlausraSigrúnar Margrétar Óskarsdóttir, fangapresturToshiki Toma, prestur innflytjenda
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun