Sport

Brady og félagar loksins aftur á sigurbraut

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tom Brady fagnar góðu hlaupi hjá sér í leiknum í nótt.
Tom Brady fagnar góðu hlaupi hjá sér í leiknum í nótt. AP/Mark LoMoglio

Eftir tvo tapleiki í röð þá komust NFL-meistarar Tampa Bay Buccaneers aftur á sigurbraut í mánudagsleik NFL-deildarinnar.

Tampa Bay liðið vann þá 30-10 sigur á New York Giants en leikurinn fór fram á heimavelli þeirra, Raymond James Stadium.

Tom Brady átti snertimarksendingar á útherjana Chris Godwin og Mike Evans en hann endurheimti líka innherjann Rob Gronkowski eftir sex leikja fjarveru. Gronkowski greip sex bolta fyrir 71 jarda. Tom Brady kastaði alls fyrir 307 jördum í leiknum og var sáttur í leikslok.

„Það er ömurlegt að tapa tveimur leikjum í röð í NFL-deildinni og ég er bara feginn að þeir urðu ekki þrír í röð,“ sagði Tom Brady eftir leikinn.

„Við framkvæmdu hlutina aðeins betur en í síðustu leikjum en við áttum að skora fleiri stig fannst mér. Þetta er heilt yfir góður sigur fyrir liðið,“ sagði Brady.

„Á hverju ári koma nýjar áskoranir og við séð fullt af villtum hlutum gerast á þessu tímabili,“ sagði Brady.

Tampa Bay Buccaneers liðið hefur nú unnið sjö af tíu leikjum sínum og er í með tveggja leikja forskot á New Orleans Saints í suðurriðli Þjóðardeildarinnar.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×