SÞ ítrekað hundsað beiðnir um afhendingu gagna vegna sprengingarinnar í Beirút Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 11:50 Rannsóknin á sprengingunni í Beirút í ágúst í fyrra hefur ítrekað verið sett á ís vegna deilna stjórnmálamanna og rannsakenda. Getty/Fadel Itani Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað hundsað beiðnir fjölskyldna þeirra, sem fórust í sprengingunni í Beirút í fyrra, um afhendingu upplýsinga sem myndu hjálpa til við rannsókn málsins. 219 fórust í sprengingunni í ágúst í fyrra og hundruð til viðbótar slösuðust. Rannsókn málsins hefur ítrekað verið frestað og verið sett á ís vegna deilna rannsakenda og fyrrverandi ráðherra Líbanon. Fórnarlömb og fjölskyldur þeirra eru því ekkert nær því að vita hvort einhverjum sé um að kenna eða hver beri ábyrgð á sprengingunni. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun breska ríkisútvarpsins um málið. Ráðist var í umfangsmikla rannsókn á sprengingunni í kjölfar hennar. Hún hefur hins vegar ítrekað verið sett á ís vegna deilna Tareks Bitar, dómara og aðalrannsakanda, og fyrrverandi ráðherra og hátt settra stjórnmálamanna. Þeir hafa ítrekað neitað að mæta til skýrslutöku og nokkrir þeirra kvartað formlega undan Bitar. Þá brutust út ofbeldisfull mótmæli vegna starfa Bitars sem leiddu til þess að sjö dóu. Málið hefur klofið ríkisstjórn landsins, sem hefur ekki fundað svo mánuðum skiptir. Óhætt er að segja að stjórnarkreppa ríkir í Líbanon, sem nauðsynlega þarf starfandi stjórnvöld til að taka á málum. Staða rannsóknarinnar hefur verið gagnrýnd alþjóðlega en Sameinuðu þjóðirnar, valda- og áhrifamestu alþjóðasamtök dagsins í dag, hafa hundsað hjálparköll. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu, viku eftir sprenginguna, eftir því að fram færi sjálfstæð rannsókn á sprengingunni. Samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins hafa SÞ hins vegar ítrekað hundsað hjálparbeiðnir fjölskyldna hinna látnu um afhendingu nauðsynlegra gagna. Sendu bréf á aðalritara Sameinuðu þjóðanna en ekkert svar hefur borist Lögmannafélagið Beirut Bar Association fer með mál nær allra þeirra sem voru fórnarlömb í sprengingunni. Það eru um tvö þúsund eftirlifendur og fjölskyldur fólks sem fórst í sprengingunni. Formaður félagsins hefur sent Antonio Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, þrjú bréf síðasta árið þar sem hann hefur óskað eftir upplýsingum frá SÞ. Engu þessara bréfa hefur verið svarað. Í bréfunum er óskað eftir tvennu; annars vegar gervihnattarmyndum sem teknar voru af aðildarríkjum SÞ af sprengisvæðinu daginn sem sprengingin varð; og hins vegar upplýsingum um það hvort Unifil, friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna í Líbanon, hafi rannsakað farm skipsins MV Rhostus, skipið sem flutti gróðuráburðinn sem sprakk í loft upp, árið 2013 þegar það landaði áburðinum í Beirút. Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur ekki svarað bréfum fjölskyldna fórnarlambanna.Getty/Jeff J Mitchell Rússland tilkynnti í síðustu viku að Roscosmos, geimvísindastofnun Rússlands, væri að undirbúa afhendingu gervihnattamynda sem teknar voru daginn sem sprengingin varð. Samkvæmt tilkynningunni hafði Michel Aoun, forseti Líbanon, óskað eftir afhendingu myndanna. Fyrsta bréfið var sent til Guterres þann 26. október 2020. Ítrekunarbréf var svo sent þremur vikum síðar, 19. nóvember, þar sem fram kom að hundrað dagar væru þá liðnir frá sprengingunni og að ekkert aðildarríki SÞ eða Unifil hefðu lagt fram gervihnattamyndir eða aðrar upplýsingar um sprenginguna. Þriðja bréfið var sent 17. mars á þessu ári. Þar segir: „Sjö mánuðir eru liðnir frá sprengingunni og fimm síðan við sendum bréfið okkar. Því miður hefur bréfi okkar ekki verið svarað. Líbanon er eitt stofnríkja Sameinuðu þjóðanna og er að biðja um hjálp.“ Sameinuðu þjóðirnar Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Reyna að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunaraðgerðir Líbanska þingið samþykkti í dag að boða til þingkosninga 27. mars næstkomandi, sem gefur ríkisstjórn Najib Mikati forsætisráðherra aðeins nokkra mánuði til að koma á samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um fjárhagsaðstoð vegna kreppunnar sem skekur nú landið. 19. október 2021 15:53 Minnst fimm fallnir í skothríð í Beirút Minnst fimm liggja í valnum og margir eru sagðir særðir eftir að skothríð hófst á mótmælum í Beirút í morgun. Bandamenn hryðjuverkasamtakanna Hezbollah, sem eru valdamesta fylking Líbanons, komu saman til að mótmæla því að dómari sem hefur unnið að rannsókn á sprengingunni í Beirút gaf út handtökuskipun gagnvart fyrrverandi ráðherra sem er bandamaður Hezbollah. 14. október 2021 11:34 Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Dómarinn sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni í Beirút, sem varð fyrir rúmu ári síðan, hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra Líbanon eftir að hann neitaði að mæta til skýrslutöku vegna málsins. 12. október 2021 10:27 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Lúffar af ótta við enn meiri völd Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Sjá meira
Rannsókn málsins hefur ítrekað verið frestað og verið sett á ís vegna deilna rannsakenda og fyrrverandi ráðherra Líbanon. Fórnarlömb og fjölskyldur þeirra eru því ekkert nær því að vita hvort einhverjum sé um að kenna eða hver beri ábyrgð á sprengingunni. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun breska ríkisútvarpsins um málið. Ráðist var í umfangsmikla rannsókn á sprengingunni í kjölfar hennar. Hún hefur hins vegar ítrekað verið sett á ís vegna deilna Tareks Bitar, dómara og aðalrannsakanda, og fyrrverandi ráðherra og hátt settra stjórnmálamanna. Þeir hafa ítrekað neitað að mæta til skýrslutöku og nokkrir þeirra kvartað formlega undan Bitar. Þá brutust út ofbeldisfull mótmæli vegna starfa Bitars sem leiddu til þess að sjö dóu. Málið hefur klofið ríkisstjórn landsins, sem hefur ekki fundað svo mánuðum skiptir. Óhætt er að segja að stjórnarkreppa ríkir í Líbanon, sem nauðsynlega þarf starfandi stjórnvöld til að taka á málum. Staða rannsóknarinnar hefur verið gagnrýnd alþjóðlega en Sameinuðu þjóðirnar, valda- og áhrifamestu alþjóðasamtök dagsins í dag, hafa hundsað hjálparköll. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu, viku eftir sprenginguna, eftir því að fram færi sjálfstæð rannsókn á sprengingunni. Samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins hafa SÞ hins vegar ítrekað hundsað hjálparbeiðnir fjölskyldna hinna látnu um afhendingu nauðsynlegra gagna. Sendu bréf á aðalritara Sameinuðu þjóðanna en ekkert svar hefur borist Lögmannafélagið Beirut Bar Association fer með mál nær allra þeirra sem voru fórnarlömb í sprengingunni. Það eru um tvö þúsund eftirlifendur og fjölskyldur fólks sem fórst í sprengingunni. Formaður félagsins hefur sent Antonio Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, þrjú bréf síðasta árið þar sem hann hefur óskað eftir upplýsingum frá SÞ. Engu þessara bréfa hefur verið svarað. Í bréfunum er óskað eftir tvennu; annars vegar gervihnattarmyndum sem teknar voru af aðildarríkjum SÞ af sprengisvæðinu daginn sem sprengingin varð; og hins vegar upplýsingum um það hvort Unifil, friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna í Líbanon, hafi rannsakað farm skipsins MV Rhostus, skipið sem flutti gróðuráburðinn sem sprakk í loft upp, árið 2013 þegar það landaði áburðinum í Beirút. Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur ekki svarað bréfum fjölskyldna fórnarlambanna.Getty/Jeff J Mitchell Rússland tilkynnti í síðustu viku að Roscosmos, geimvísindastofnun Rússlands, væri að undirbúa afhendingu gervihnattamynda sem teknar voru daginn sem sprengingin varð. Samkvæmt tilkynningunni hafði Michel Aoun, forseti Líbanon, óskað eftir afhendingu myndanna. Fyrsta bréfið var sent til Guterres þann 26. október 2020. Ítrekunarbréf var svo sent þremur vikum síðar, 19. nóvember, þar sem fram kom að hundrað dagar væru þá liðnir frá sprengingunni og að ekkert aðildarríki SÞ eða Unifil hefðu lagt fram gervihnattamyndir eða aðrar upplýsingar um sprenginguna. Þriðja bréfið var sent 17. mars á þessu ári. Þar segir: „Sjö mánuðir eru liðnir frá sprengingunni og fimm síðan við sendum bréfið okkar. Því miður hefur bréfi okkar ekki verið svarað. Líbanon er eitt stofnríkja Sameinuðu þjóðanna og er að biðja um hjálp.“
Sameinuðu þjóðirnar Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Reyna að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunaraðgerðir Líbanska þingið samþykkti í dag að boða til þingkosninga 27. mars næstkomandi, sem gefur ríkisstjórn Najib Mikati forsætisráðherra aðeins nokkra mánuði til að koma á samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um fjárhagsaðstoð vegna kreppunnar sem skekur nú landið. 19. október 2021 15:53 Minnst fimm fallnir í skothríð í Beirút Minnst fimm liggja í valnum og margir eru sagðir særðir eftir að skothríð hófst á mótmælum í Beirút í morgun. Bandamenn hryðjuverkasamtakanna Hezbollah, sem eru valdamesta fylking Líbanons, komu saman til að mótmæla því að dómari sem hefur unnið að rannsókn á sprengingunni í Beirút gaf út handtökuskipun gagnvart fyrrverandi ráðherra sem er bandamaður Hezbollah. 14. október 2021 11:34 Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Dómarinn sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni í Beirút, sem varð fyrir rúmu ári síðan, hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra Líbanon eftir að hann neitaði að mæta til skýrslutöku vegna málsins. 12. október 2021 10:27 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Lúffar af ótta við enn meiri völd Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Sjá meira
Reyna að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunaraðgerðir Líbanska þingið samþykkti í dag að boða til þingkosninga 27. mars næstkomandi, sem gefur ríkisstjórn Najib Mikati forsætisráðherra aðeins nokkra mánuði til að koma á samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um fjárhagsaðstoð vegna kreppunnar sem skekur nú landið. 19. október 2021 15:53
Minnst fimm fallnir í skothríð í Beirút Minnst fimm liggja í valnum og margir eru sagðir særðir eftir að skothríð hófst á mótmælum í Beirút í morgun. Bandamenn hryðjuverkasamtakanna Hezbollah, sem eru valdamesta fylking Líbanons, komu saman til að mótmæla því að dómari sem hefur unnið að rannsókn á sprengingunni í Beirút gaf út handtökuskipun gagnvart fyrrverandi ráðherra sem er bandamaður Hezbollah. 14. október 2021 11:34
Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Dómarinn sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni í Beirút, sem varð fyrir rúmu ári síðan, hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra Líbanon eftir að hann neitaði að mæta til skýrslutöku vegna málsins. 12. október 2021 10:27