Ljúft og létt hjá Chelsea sem styrkti stöðu sína á toppnum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 20. nóvember 2021 14:30 Christian Pulisic skoraði þriðja markið EPA-EFE/ANDY RAIN Chelsea náði sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan 0-3 sigur á Leicester City í hádegisleiknum í dag. Sigur Chelsea var síst of stór enda hafði liðið gríðarlega yfirburði á vellinum frá fyrstu sekúndu til hinnar síðustu. Ekki nóg með að mörkin hafi verið þrjú heldur voru færin mun fleiri og þrisvar sinnum voru skoruð mörk dæmd af vegna rangstöðu. Þetta byrjaði strax á góðu nótunum hjá Lundúnaliðinu sem komust yfir strax á 14. mínútu. Ben Chilwell tók þá hornspyrnu og smellti henni beint á kollinn á Antonio Rudiger sem skallaði boltann í netið. Rudiger heldur áfram að sína frábærar frammistöður. Mark númer tvö leit dagsins ljós fljótlega og var það glæsilegasta mark leiksins. N'Golo Kante fékk þá boltann við miðlínu frá Reece James, lék fram allan völlinn að vítateig heimamanna og skaut boltanum með vinstri fæti í nærhornið. Frábært mark. Þannig stóðu leikar í hálfleik. HALF-TIME Leicester 0-2 ChelseaGoals from Antonio Rudiger and N Golo Kante give the dominant Blues a two-goal lead at the break#LEICHE pic.twitter.com/LYludMKlC9— Premier League (@premierleague) November 20, 2021 Chelsea lokaði svo leiknum á 71. mínútu. Hakim Ziyech lék þá inn á vítateiginn og kom boltanum á Christian Pulisic sem var einn á auðum sjó. Pulisic tók góða fyrstu snertingu og skilaði svo boltanum í netið milli fóta Kasper Schmeichel. 0-3 lokatölur og Chelsea er í toppmálum á toppnum. Enski boltinn
Chelsea náði sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan 0-3 sigur á Leicester City í hádegisleiknum í dag. Sigur Chelsea var síst of stór enda hafði liðið gríðarlega yfirburði á vellinum frá fyrstu sekúndu til hinnar síðustu. Ekki nóg með að mörkin hafi verið þrjú heldur voru færin mun fleiri og þrisvar sinnum voru skoruð mörk dæmd af vegna rangstöðu. Þetta byrjaði strax á góðu nótunum hjá Lundúnaliðinu sem komust yfir strax á 14. mínútu. Ben Chilwell tók þá hornspyrnu og smellti henni beint á kollinn á Antonio Rudiger sem skallaði boltann í netið. Rudiger heldur áfram að sína frábærar frammistöður. Mark númer tvö leit dagsins ljós fljótlega og var það glæsilegasta mark leiksins. N'Golo Kante fékk þá boltann við miðlínu frá Reece James, lék fram allan völlinn að vítateig heimamanna og skaut boltanum með vinstri fæti í nærhornið. Frábært mark. Þannig stóðu leikar í hálfleik. HALF-TIME Leicester 0-2 ChelseaGoals from Antonio Rudiger and N Golo Kante give the dominant Blues a two-goal lead at the break#LEICHE pic.twitter.com/LYludMKlC9— Premier League (@premierleague) November 20, 2021 Chelsea lokaði svo leiknum á 71. mínútu. Hakim Ziyech lék þá inn á vítateiginn og kom boltanum á Christian Pulisic sem var einn á auðum sjó. Pulisic tók góða fyrstu snertingu og skilaði svo boltanum í netið milli fóta Kasper Schmeichel. 0-3 lokatölur og Chelsea er í toppmálum á toppnum.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti