Neyslurými í Reykjavík – mikilvæg skaðaminnkandi þjónusta! Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 19. nóvember 2021 13:30 Velferðarráð hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða Krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Málið hefur átt sér langan aðdraganda, en mörg muna eflaust eftir miklum viðbrögðum við hugmyndum Jóns Gnarr, sem þá var borgarstjóri, um opnun neyslurýmis í Reykjavík. Mörgum þótti hugmyndin fjarstæðukennd og ekki hægt að segja að það hafi verið víðtæk sátt um hana, hvorki innan stjórnmálanna né meðal fagfólks í félags- og heilbrigiðmálum á þeim tíma. En umræðan fór af stað og árið 2016 skilaði hópur sem sem hafði það hlutverk að skila tillögum um skaðaminnkandi nálgun í þjónustu og lagalegu umhverfi vímuefnaneytenda, og skipaður var af þáverandi heilbrigðisráðherra, skýrslu þar sem m.a var lagt til að sett yrði á fót neyslurými. Lítið gerðist síðan í málinu þangað til Svandís Svavarsdóttir tók við Heilbrigðisráðuneytinu, en þá fór vinna í gang við löggjöf um málið sem samþykkt var á Alþingi í maí 2020. Í Reykjavík var lítil framþróun í málaflokki heimilislausra allt fram til ársins 2014. Borgin rak gistiskýli fyrir heimilislausa í gamla farsóttarhúsinu á Þingholtsstræti auk þess sem kaffistofa Samhjálpar var opin yfir daginn. Hafði þetta fyrirkomulag verið nánast óbreytt um áratuga skeið. Fyrsta heildstæða stefnan í málefnum heimilislausra leit síðan dagsins ljós í febrúar 2014 og gilti sú stefna til ársins 2018. Ný stefna var svo samþykkt í borgarstjórn í júní 2019, en byggir hún í grunninn á skaðaminnkandi nálgun og hugmyndafræði um húsnæðið fyrst. Í henni er einnig ávörpuð sérstök staða kvenna í hópi heimilislausra, en rannsóknir sýna að vandi þeirra er oft meira falinn úti í samfélaginu og því þörf á sérstökum úrræðum fyrir konur. Reykjavík hefur verið leiðandi hér á landi í þjónustu við heimilislaust fólk og fram til þessa tekið að sér langstærstan hluta í þjónustu við þennan jaðarsettasta hóp samfélagsins. Skaðaminnkandi nálgun í þjónustu byggir á nálgun mannúðar og skynsemi og því að viðurkenna fólk sem notar vímuefni og veita þeim aðstoð til að draga úr þeim skaða sem af neyslunni hlýst. Ekki er gerð krafa um að hætta neyslu til að eiga rétt á aðstoð og stuðningi. Neyslurými eru lagalega samþykkt svæði fyrir einstaklinga til að neyta ólöglegra vímuefna með sem öruggustum hætti. Starfsemi neyslurýma byggir á þeirri sýn að ef einstaklingar sem nota vímuefni um æð fá öruggan stað til að neyta efnanna, má draga úr ýmsum skaðlegum hliðarverkunum því tengdu. Neyslurými hafa verið starfandi frá því á áttunda áratugnum og var fyrsta neyslurýmið opnað árið 1986 í Berne í Sviss. Frá þeim tíma hafa mörg önnur lönd fylgt í kjölfarið, s.s Holland, Þýskaland, Noregur og Danmörk. Ég hef sjálf kynnt mér starfssemi neyslurýma og skoðaði m.a. slíkt í Amsterdam árið 2013 og sannfærðist í þeirri ferð að hér væri um gríðarlega mikilvæga þjónustu að ræða fyrir einn jaðarsettasta hóp samfélagsins. Ég fagna framkomnum samningi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur neyslurýmis í Reykjavík. Sú mannúð sem felst í skaðaminnkandi nálgun getur skilið milli lífs og dauða fyrir þá sem þurfa svo nauðsynlega á þjónustunni að halda. Mikilvægt er að veita heilbrigðisþjónustu í slíku rými og því mikilvægt að samningurinn taki tillit til þess. Við skulum öll hafa kjark og þor til að standa með þeim sem þurfa öruggan stað til að neyta vímuefna, með mannúð og fordómaleysi að leiðarljósi. Ég fagna því að loksins verði öruggt neyslurými að veruleika í Reykjavík, það getur sannarlega skilið milli lífs og dauða. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri græn Fíkn Borgarstjórn Reykjavík Félagsmál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Velferðarráð hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða Krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Málið hefur átt sér langan aðdraganda, en mörg muna eflaust eftir miklum viðbrögðum við hugmyndum Jóns Gnarr, sem þá var borgarstjóri, um opnun neyslurýmis í Reykjavík. Mörgum þótti hugmyndin fjarstæðukennd og ekki hægt að segja að það hafi verið víðtæk sátt um hana, hvorki innan stjórnmálanna né meðal fagfólks í félags- og heilbrigiðmálum á þeim tíma. En umræðan fór af stað og árið 2016 skilaði hópur sem sem hafði það hlutverk að skila tillögum um skaðaminnkandi nálgun í þjónustu og lagalegu umhverfi vímuefnaneytenda, og skipaður var af þáverandi heilbrigðisráðherra, skýrslu þar sem m.a var lagt til að sett yrði á fót neyslurými. Lítið gerðist síðan í málinu þangað til Svandís Svavarsdóttir tók við Heilbrigðisráðuneytinu, en þá fór vinna í gang við löggjöf um málið sem samþykkt var á Alþingi í maí 2020. Í Reykjavík var lítil framþróun í málaflokki heimilislausra allt fram til ársins 2014. Borgin rak gistiskýli fyrir heimilislausa í gamla farsóttarhúsinu á Þingholtsstræti auk þess sem kaffistofa Samhjálpar var opin yfir daginn. Hafði þetta fyrirkomulag verið nánast óbreytt um áratuga skeið. Fyrsta heildstæða stefnan í málefnum heimilislausra leit síðan dagsins ljós í febrúar 2014 og gilti sú stefna til ársins 2018. Ný stefna var svo samþykkt í borgarstjórn í júní 2019, en byggir hún í grunninn á skaðaminnkandi nálgun og hugmyndafræði um húsnæðið fyrst. Í henni er einnig ávörpuð sérstök staða kvenna í hópi heimilislausra, en rannsóknir sýna að vandi þeirra er oft meira falinn úti í samfélaginu og því þörf á sérstökum úrræðum fyrir konur. Reykjavík hefur verið leiðandi hér á landi í þjónustu við heimilislaust fólk og fram til þessa tekið að sér langstærstan hluta í þjónustu við þennan jaðarsettasta hóp samfélagsins. Skaðaminnkandi nálgun í þjónustu byggir á nálgun mannúðar og skynsemi og því að viðurkenna fólk sem notar vímuefni og veita þeim aðstoð til að draga úr þeim skaða sem af neyslunni hlýst. Ekki er gerð krafa um að hætta neyslu til að eiga rétt á aðstoð og stuðningi. Neyslurými eru lagalega samþykkt svæði fyrir einstaklinga til að neyta ólöglegra vímuefna með sem öruggustum hætti. Starfsemi neyslurýma byggir á þeirri sýn að ef einstaklingar sem nota vímuefni um æð fá öruggan stað til að neyta efnanna, má draga úr ýmsum skaðlegum hliðarverkunum því tengdu. Neyslurými hafa verið starfandi frá því á áttunda áratugnum og var fyrsta neyslurýmið opnað árið 1986 í Berne í Sviss. Frá þeim tíma hafa mörg önnur lönd fylgt í kjölfarið, s.s Holland, Þýskaland, Noregur og Danmörk. Ég hef sjálf kynnt mér starfssemi neyslurýma og skoðaði m.a. slíkt í Amsterdam árið 2013 og sannfærðist í þeirri ferð að hér væri um gríðarlega mikilvæga þjónustu að ræða fyrir einn jaðarsettasta hóp samfélagsins. Ég fagna framkomnum samningi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur neyslurýmis í Reykjavík. Sú mannúð sem felst í skaðaminnkandi nálgun getur skilið milli lífs og dauða fyrir þá sem þurfa svo nauðsynlega á þjónustunni að halda. Mikilvægt er að veita heilbrigðisþjónustu í slíku rými og því mikilvægt að samningurinn taki tillit til þess. Við skulum öll hafa kjark og þor til að standa með þeim sem þurfa öruggan stað til að neyta vímuefna, með mannúð og fordómaleysi að leiðarljósi. Ég fagna því að loksins verði öruggt neyslurými að veruleika í Reykjavík, það getur sannarlega skilið milli lífs og dauða. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun