Tíu mánaða sonur íþróttastjörnu drukknaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2021 09:31 Jannie Du Plessis fagnar titli með franska félaginu Montpellier árið 2016. Getty/David Rogers Suður-afríska ruðningsstjarnan Jannie du Plessis upplifði sannkallaða martröð á afmælisdaginn sinn. Martröð foreldra er að eitthvað komi fyrir börnin þeirra og erlendir miðlar hafa nú fengið staðfestar hryllilegar fréttir frá Suður-Afríku. The 10-month-old son of Jannie du Plessis has drowned in a tragic accident on the same day the ex-Springbok prop celebrated his 39th birthday.— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 17, 2021 Tíu mánaða sonur Du Plessis drukknaði í sundlauginni við húsið þeirra en atburðurinn gerðist þegar faðirinn var að halda upp á 39 ára afmælið sitt. „Ég get staðfest það að þessi harmleikur átti sér stað. Við erum öll miður okkar,“ sagði Rudolf Straeuli, framkvæmdastjóri Lions, liðsins sem Jannie du Plessis spilar með. Hann var þá að ræða við suður-afríska miðilinn Sport24. „Við hugsum til þeirra og við sendum samúðarkveðjur okkar til Jannie og fjölskyldu hans. Þetta er mjög erfiður tími fyrir þau en við munum standa þétt að baki þeim og styðja þau í gegnum þetta,“ sagði Straeuli. We are deeply saddened to learn of the passing of Jannie and Ronel du Plessis son.Our thoughts are with all the Du Plessis family and their loved ones at this difficult time. pic.twitter.com/1VB72R8akC— United Rugby Championship (URC) (@URCOfficial) November 17, 2021 Du Plessis býr í bænum Krugersdorp sem er nálægt Jóhannesarborg. Auk þess að vera ruðningsstjarna þá er hann einnig lærður læknir. Hann er enn að spila með liði Lions þrátt fyrir að vera orðinn 39 ára gamall. Jannie og kona hans Ronel eiga tvö önnur börn en það eru dæturnar Rosalie og Hele. Jannie du Plessis lék sjötíu landsleiki fyrir Suður-Afríku á árunum 2007 til 2015 en hann varð í heimsmeistaraliði þjóðarinnar árið 2007 ásamt bróður sínum Bismarck du Plessis. Rugby Suður-Afríka Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Martröð foreldra er að eitthvað komi fyrir börnin þeirra og erlendir miðlar hafa nú fengið staðfestar hryllilegar fréttir frá Suður-Afríku. The 10-month-old son of Jannie du Plessis has drowned in a tragic accident on the same day the ex-Springbok prop celebrated his 39th birthday.— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 17, 2021 Tíu mánaða sonur Du Plessis drukknaði í sundlauginni við húsið þeirra en atburðurinn gerðist þegar faðirinn var að halda upp á 39 ára afmælið sitt. „Ég get staðfest það að þessi harmleikur átti sér stað. Við erum öll miður okkar,“ sagði Rudolf Straeuli, framkvæmdastjóri Lions, liðsins sem Jannie du Plessis spilar með. Hann var þá að ræða við suður-afríska miðilinn Sport24. „Við hugsum til þeirra og við sendum samúðarkveðjur okkar til Jannie og fjölskyldu hans. Þetta er mjög erfiður tími fyrir þau en við munum standa þétt að baki þeim og styðja þau í gegnum þetta,“ sagði Straeuli. We are deeply saddened to learn of the passing of Jannie and Ronel du Plessis son.Our thoughts are with all the Du Plessis family and their loved ones at this difficult time. pic.twitter.com/1VB72R8akC— United Rugby Championship (URC) (@URCOfficial) November 17, 2021 Du Plessis býr í bænum Krugersdorp sem er nálægt Jóhannesarborg. Auk þess að vera ruðningsstjarna þá er hann einnig lærður læknir. Hann er enn að spila með liði Lions þrátt fyrir að vera orðinn 39 ára gamall. Jannie og kona hans Ronel eiga tvö önnur börn en það eru dæturnar Rosalie og Hele. Jannie du Plessis lék sjötíu landsleiki fyrir Suður-Afríku á árunum 2007 til 2015 en hann varð í heimsmeistaraliði þjóðarinnar árið 2007 ásamt bróður sínum Bismarck du Plessis.
Rugby Suður-Afríka Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira