Nýtt hestakyn á Íslandi? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2021 20:10 Kristinn Guðnason segist aldrei hafa kynnst hestum áður, sem hafa ræktað sig sjálfir í tugi ára. Það kemur honum skemmtilega á óvart hvað hestarnir líta vel út og eru gæfir eftir allan þennan tíma. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hestamenn klóra sér nú í höfðinu vegna hesta, sem hafa verið í einangrun í stóði á bæ í Landbrot í Skaftárhreppi í sextíu ár. Hestarnir hafa aldrei komið inn í hesthús, hófarnir hafa aldrei verið klipptir, tennur ekki raspaðar og þeir hafa ekki fengið ormalyf. Hestarnir eru þó ótrúlega vel á sig komnir en allir mjög litlir og er jafnvel talað um nýtt hestakyn í því sambandi. Hrossin, sem eru átta eru nú komin frá bænum í Landbroti á bæinn Árbæjarhjáleigu í Holtum til Kristins Guðnasonar og fjölskyldu hans þar sem þau hafa verið í rannsóknum hjá sérfræðingum frá Tilraunastöðinni á Keldum með ýmsum sýnatökum. Kristinn hefur ekki kynnst hestum, sem þessum áður en þeir eru allir mikli minni en gengur og gerist hjá íslenska hestinum enda segir hann hestana hafa ræktað sig sjálfa. „Já, þau eru smá, skyldleikinn gerir það að verkum að þau eru orðin mjög smá og það fæðist lítið af afkvæmum þó að það sé stóðhestur í, það fæddist eitt folald í fyrra, ekkert núna,“ segir Kristinn. Kristinn segir að sérfræðingar séu nú að kanna með sínum rannsóknum hvort hrossin séu ekki að þeim virka reiðhestastofni, sem er á Íslandi í dag og hvort það séu þá önnur erfðamengi í þessum hestum. En hvað verður um hrossin? „Við ætlum bara að láta þeim líða vel. Það virðist sem skaplyndið sé þannig að þau sætta sig mjög vel við nýtt umhverfi. Þau eru svo gæf og óhrædd við allt, kannski hafa þau fram yfir mörg af okkar ræktuðu hrossum, það er þessi yfirvegun, það er þessi Skaftfellska ró eins og í fólkinu, það tók við eldgosi og öðru og þessi hross gerðu það líka,“ bætir Kristinn við. En hvað með hófana á þeim, sem hafa ekki verið klipptir í tugi ára? „Þeir hafa náttúrulega aldrei verið klipptir en það sá hraunið bara um. Þú getur séð hófana á þessum hrossum, þeir eru eins og þeir séu hirtir af bestu járningamönnum.“ Eftirlitsmaður frá Matvælastofnun hefur skoðað hestana og hefur gefið þeim sína bestu einkunn. „Auðvitað eru þau miklu minni en líkamlegt atgervi þeirra og ástand er gott. Þau er bara eins og annað dýrakyn eða hestakyn, þetta er mikill munur á þessu, já hestarnir eru miklu minna heldur en meðal hesturinn er já,“ sagði Óðinn Örn Jóhannsson, eftirlitsmaður þegar hann skoðaði hestana með Kristni í gær. Kristinn og Óðinn Örn að skoða hestana átta í Árbæjarhjáleigu. Óðinn segir þá helst líkjast nýju hestakyni þar sem þeir eru svo litlir og nettir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Hestar Landbúnaður Dýr Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hrossin, sem eru átta eru nú komin frá bænum í Landbroti á bæinn Árbæjarhjáleigu í Holtum til Kristins Guðnasonar og fjölskyldu hans þar sem þau hafa verið í rannsóknum hjá sérfræðingum frá Tilraunastöðinni á Keldum með ýmsum sýnatökum. Kristinn hefur ekki kynnst hestum, sem þessum áður en þeir eru allir mikli minni en gengur og gerist hjá íslenska hestinum enda segir hann hestana hafa ræktað sig sjálfa. „Já, þau eru smá, skyldleikinn gerir það að verkum að þau eru orðin mjög smá og það fæðist lítið af afkvæmum þó að það sé stóðhestur í, það fæddist eitt folald í fyrra, ekkert núna,“ segir Kristinn. Kristinn segir að sérfræðingar séu nú að kanna með sínum rannsóknum hvort hrossin séu ekki að þeim virka reiðhestastofni, sem er á Íslandi í dag og hvort það séu þá önnur erfðamengi í þessum hestum. En hvað verður um hrossin? „Við ætlum bara að láta þeim líða vel. Það virðist sem skaplyndið sé þannig að þau sætta sig mjög vel við nýtt umhverfi. Þau eru svo gæf og óhrædd við allt, kannski hafa þau fram yfir mörg af okkar ræktuðu hrossum, það er þessi yfirvegun, það er þessi Skaftfellska ró eins og í fólkinu, það tók við eldgosi og öðru og þessi hross gerðu það líka,“ bætir Kristinn við. En hvað með hófana á þeim, sem hafa ekki verið klipptir í tugi ára? „Þeir hafa náttúrulega aldrei verið klipptir en það sá hraunið bara um. Þú getur séð hófana á þessum hrossum, þeir eru eins og þeir séu hirtir af bestu járningamönnum.“ Eftirlitsmaður frá Matvælastofnun hefur skoðað hestana og hefur gefið þeim sína bestu einkunn. „Auðvitað eru þau miklu minni en líkamlegt atgervi þeirra og ástand er gott. Þau er bara eins og annað dýrakyn eða hestakyn, þetta er mikill munur á þessu, já hestarnir eru miklu minna heldur en meðal hesturinn er já,“ sagði Óðinn Örn Jóhannsson, eftirlitsmaður þegar hann skoðaði hestana með Kristni í gær. Kristinn og Óðinn Örn að skoða hestana átta í Árbæjarhjáleigu. Óðinn segir þá helst líkjast nýju hestakyni þar sem þeir eru svo litlir og nettir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Hestar Landbúnaður Dýr Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira