„Ekki skera niður framtíðina okkar“ Isabel Alejandra Diaz skrifar 17. nóvember 2021 07:31 Í dag, 17. nóvember, er alþjóðlegur dagur stúdenta. Í tilefni þess taka evrópskir stúdentar höndum saman og kalla eftir sanngjarnri og viðunandi fjárfestingu stjórnvalda í menntun undir yfirskriftinni Don’t cut our future. Samstúdentar okkar í Evrópu eru að hrópa sömu skilaboð og við; það þarf raunverulega að fjárfesta í háskólastiginu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar frá árinu 2017 var boðað til stórsóknar í menntamálum, enda er öflugt menntakerfi talið forsenda framfara og kjarni nýsköpunar til framtíðar. Ríkisstjórnin setti sér tvö markmið hvað varðar fjárframlög til háskólastigsins. Annars vegar að fjármögnun háskólastigsins næði meðaltali OECD ríkjanna fyrir árið 2020 og hins vegar meðaltali Norðurlandanna árið 2025. Þó fyrra markmiðið hafi náðst hefur Háskóli Íslands til að mynda bent á að fjármögnun háskólans stendur enn langt að baki fjármögnun sambærilegra háskóla á Norðurlöndunum og að brýnt sé að grípa til markvissra aðgerða strax, þannig að hægt sé að ná seinna markmiðinu fyrir árið 2025. Samkvæmt árstölum sem fram komu á ársfundi Háskóla Íslands 2021, eru heildartekjur háskóla á ársnema á Norðurlöndunum að meðaltali 4,6 milljónir króna árlega en á Íslandi aðeins 2,9 milljónir. Nemendur á Íslandi fá því 37% minna en nemendur á Norðurlöndunum. Heildartekjur á ársnema 2019 (Háskóli Íslands í samanburði við hin Norðurlöndin) Gerð er krafa til menntakerfisins að sérhæfa einstaklinga til að takast á við samfélagslegar áskoranir, öðla færni og þekkingu, og stuðla að sjálfbærri framtíð. Slíkar kröfur eiga ekki rétt á sér nema þeim fylgi öruggar fjárveitingar til menntastofnana. Fjárlög fyrir árið 2021 gerðu ráð fyrir auknu fjármagni til háskólastigsins, sem mátti rekja til faraldursins og áherslu stjórnvalda á að menntun kæmi okkur úr veirukreppunni. Það var áríðandi aðgerð til að tryggja gæði náms sem og getu til að sinna fjölgun nemenda með fullnægjandi móti. Hins vegar er lykilatriði að auknar fjárveitingar séu ekki einungis tímabundnar, heldur fyrst og fremst til að styrkja menntakerfið okkar til frambúðar. Það er forsenda þess að háskólar geti sinnt grunnstarfsemi sinni. Háskóli Íslands hefur áunnið sér sæti meðal fremstu háskóla á alþjóðavísu en til þess að hann geti verið samkeppnishæfur á því sviði verður að styrkja innviði hans og skapa honum sérstöðu, þannig að hann geti verið leiðandi í kennslu og rannsóknarstarfsemi. Þó að hann sé sjálfstæð stofnun, er hann ríkisrekinn og er það beinlínis á ábyrgð stjórnvalda að fjárframlögin séu til staðar. Þess má einnig geta, hvað varðar opinbera háskólamenntun sérstaklega, að fyrirkomulag fjárveitinga hérlendis er þannig að einkareknir háskólar fá sama framlag og opinberir háskólar til viðbótar við skólagjöldin sem þeir innheimta. Aftur á móti, virðist fyrirkomulagið í flestum samanburðarríkjum vera þannig að sértekjur vegna skólagjalda einkarekinna háskóla dragist a.m.k. að hluta til frá fjárveitingu hins opinbera. Slík ráðstöfun er bæði hagkvæm, þar sem þá losnar um fjármagn sem hægt er að nýta til að vinna að ákveðnum verkefnum, og sanngjörn gagnvart opinberu háskólunum sem ekki hafa sértekjumöguleika vegna skólagjaldanna. Stúdentar í Evrópu standa saman og kalla á stjórnvöld Evrópuríkja að fjárfesta í háskólastiginu. Á Íslandi þarf áþreifanleg stórsókn í menntun að eiga sér stað með því að endurskoða fjárframlög til opinbera háskóla af miklum þunga og tryggja samkeppnishæfni þeirra, samfélaginu öllu til hagsbóta. Nýr stjórnarsáttmáli fer að líta dagsins ljós og vonast Stúdentaráð til þess að háskólastigið sé þar sett í forgang. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og fulltrúi stúdenta í háskólaráði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Isabel Alejandra Díaz Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Í dag, 17. nóvember, er alþjóðlegur dagur stúdenta. Í tilefni þess taka evrópskir stúdentar höndum saman og kalla eftir sanngjarnri og viðunandi fjárfestingu stjórnvalda í menntun undir yfirskriftinni Don’t cut our future. Samstúdentar okkar í Evrópu eru að hrópa sömu skilaboð og við; það þarf raunverulega að fjárfesta í háskólastiginu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar frá árinu 2017 var boðað til stórsóknar í menntamálum, enda er öflugt menntakerfi talið forsenda framfara og kjarni nýsköpunar til framtíðar. Ríkisstjórnin setti sér tvö markmið hvað varðar fjárframlög til háskólastigsins. Annars vegar að fjármögnun háskólastigsins næði meðaltali OECD ríkjanna fyrir árið 2020 og hins vegar meðaltali Norðurlandanna árið 2025. Þó fyrra markmiðið hafi náðst hefur Háskóli Íslands til að mynda bent á að fjármögnun háskólans stendur enn langt að baki fjármögnun sambærilegra háskóla á Norðurlöndunum og að brýnt sé að grípa til markvissra aðgerða strax, þannig að hægt sé að ná seinna markmiðinu fyrir árið 2025. Samkvæmt árstölum sem fram komu á ársfundi Háskóla Íslands 2021, eru heildartekjur háskóla á ársnema á Norðurlöndunum að meðaltali 4,6 milljónir króna árlega en á Íslandi aðeins 2,9 milljónir. Nemendur á Íslandi fá því 37% minna en nemendur á Norðurlöndunum. Heildartekjur á ársnema 2019 (Háskóli Íslands í samanburði við hin Norðurlöndin) Gerð er krafa til menntakerfisins að sérhæfa einstaklinga til að takast á við samfélagslegar áskoranir, öðla færni og þekkingu, og stuðla að sjálfbærri framtíð. Slíkar kröfur eiga ekki rétt á sér nema þeim fylgi öruggar fjárveitingar til menntastofnana. Fjárlög fyrir árið 2021 gerðu ráð fyrir auknu fjármagni til háskólastigsins, sem mátti rekja til faraldursins og áherslu stjórnvalda á að menntun kæmi okkur úr veirukreppunni. Það var áríðandi aðgerð til að tryggja gæði náms sem og getu til að sinna fjölgun nemenda með fullnægjandi móti. Hins vegar er lykilatriði að auknar fjárveitingar séu ekki einungis tímabundnar, heldur fyrst og fremst til að styrkja menntakerfið okkar til frambúðar. Það er forsenda þess að háskólar geti sinnt grunnstarfsemi sinni. Háskóli Íslands hefur áunnið sér sæti meðal fremstu háskóla á alþjóðavísu en til þess að hann geti verið samkeppnishæfur á því sviði verður að styrkja innviði hans og skapa honum sérstöðu, þannig að hann geti verið leiðandi í kennslu og rannsóknarstarfsemi. Þó að hann sé sjálfstæð stofnun, er hann ríkisrekinn og er það beinlínis á ábyrgð stjórnvalda að fjárframlögin séu til staðar. Þess má einnig geta, hvað varðar opinbera háskólamenntun sérstaklega, að fyrirkomulag fjárveitinga hérlendis er þannig að einkareknir háskólar fá sama framlag og opinberir háskólar til viðbótar við skólagjöldin sem þeir innheimta. Aftur á móti, virðist fyrirkomulagið í flestum samanburðarríkjum vera þannig að sértekjur vegna skólagjalda einkarekinna háskóla dragist a.m.k. að hluta til frá fjárveitingu hins opinbera. Slík ráðstöfun er bæði hagkvæm, þar sem þá losnar um fjármagn sem hægt er að nýta til að vinna að ákveðnum verkefnum, og sanngjörn gagnvart opinberu háskólunum sem ekki hafa sértekjumöguleika vegna skólagjaldanna. Stúdentar í Evrópu standa saman og kalla á stjórnvöld Evrópuríkja að fjárfesta í háskólastiginu. Á Íslandi þarf áþreifanleg stórsókn í menntun að eiga sér stað með því að endurskoða fjárframlög til opinbera háskóla af miklum þunga og tryggja samkeppnishæfni þeirra, samfélaginu öllu til hagsbóta. Nýr stjórnarsáttmáli fer að líta dagsins ljós og vonast Stúdentaráð til þess að háskólastigið sé þar sett í forgang. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og fulltrúi stúdenta í háskólaráði Háskóla Íslands.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun