Álfur og Diljá hefja upp raust sína Eiður Þór Árnason skrifar 17. nóvember 2021 11:31 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, segir mikið verk óunnið. Saga Sig/Getty Nýju íslensku talgervlarnir Álfur og Diljá hafa nú litið dagsins ljós en verkefnið er hluti af umfangsmikilli máltækniáætlun stjórnvalda. Talgervlar breyta texta í talað mál og voru 48 mannsraddir teknar upp við þróun nýju máltæknilausnanna. Álfur og Diljá eru á þróunarstigi og eru meðal annars notaðar í nýju smáforriti fyrir Android-tæki sem ber nafnið Símarómur. Einnig er komin út frumgerð veflesara sem les upp texta á vefsíðum en stefnt er að því að almennir notendur geti sótt hugbúnaðinn sem viðbót við vafra á næsta ári. Byrjað var að þróa nýju raddirnar á seinasta ári og voru frumgerðir af smáforritinu og veflesaranum gefnar út í september. Svöruðu neyðarkalli frá Blindrafélaginu Þróuninni var flýtt snemma á þessu ári eftir að ljóst var að gömlu talgervlarnir Karl og Dóra voru hættir að virka á nýlegum Android-símum og að detta út úr hugbúnaðarveitunni Google Play Store. Þá misstu notendur sem uppfærðu í nýjasta Android-stýrikerfið raddirnar úr tækjum sínum. Heyra má Álf lesa upp sýnishorn í spilaranum hér fyrir neðan. Fjöldi Íslendinga, þar á meðal blindir og sjónskertir, reiða sig á talgervla við skjálestur og til að nota síma sína en stærstur hluti snjallsíma hér á landi notast við Android-stýrikerfið. Þessir notendur geta nú náð í Símaróm og notfært sér Álf og Diljá. Apple hefur ekki stutt íslenskar raddir í sínum snjalltækjum fram að þessu. Blindrafélagið hafði forgöngu um að fjármagna og láta smíða íslensku raddirnar Karl og Dóru sem kynntar voru til leiks árið 2011. Erfitt hefur reynst að viðhalda hugbúnaðinum og eru raddirnar nú sagðar barn síns tíma. Stórt verkefni að gera íslenskuna gjaldgenga í stafrænum heimi Mæltæknimiðstöðin Almannarómur ber ábyrgð á framkvæmd máltækniáætlunar stjórnvalda og hefur yfirumsjón með verkefnum á borð við þróun talgervla, talgreinis, vélþýðinga, sjálfvirkra leiðréttinga og gagnasafna sem er ætlað að gera íslenskunni betur kleift að þrífast í stafrænum heimi. Mörg verkefni Almannaróms eru nú langt komin og er afraksturinn nú farinn að koma í ljós. Auk þess að hlusta á talgervlanna Álf og Diljá, er nú hægt að ræða við Emblu, prófa talgreiningu Tiro, keyra ritgerð í gegnum Yfirlestur og þýða texta með Vélþýðingu. Samstarf um íslenska máltækni (SÍM) þróar Álf og Diljá en SÍM er samstarfsvettgangur háskóla, fyrirtækja og stofnana sem vinna að rannsóknum og þróun innan íslensku máltækniáætlunarinnar. Aðilar að Samstarfi um íslenska máltækni (SÍM) undirrituðu samninga við Almannaróm um nýtt verkefnisár í máltækniáætlun í september síðastliðnum. Samningsupphæðin er ríflega 386 milljónir króna.HÍ Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, segir að grunnstefið í verkefnum Almannaróms séu að tæknilausnirnar séu öllum opnar, allir geti tekið þær upp á sína arma og notað í sínum vörum og verkefnum, að endurgjaldslausu. Í því samhengi bendir hún áhugasömum að kynna sér hugbúnaðarhirslur sem eru öllum aðgengilegar á vef Almannaróms. „Það er stórt verkefni að íslensku gjaldgenga á sem flestum snertiflötum tungumála og hugbúnaðar en það hefur gengið vonum framar,“ segir Jóhanna. Lásu inn 366 þúsund upptökur á einni viku Á mánudag lauk sérstöku átaki Almannaróms, HR og Símans þar sem vinnustaðir voru hvattir til að safna raddsýnum fyrir gagnagrunn Samróms. Gagnagrunnurinn samanstendur af setningum og lesnum hljóðbrotum en gögnin eru nýtt til að þjálfa talgreini sem skilur talað íslenskt mál. Jóhanna segir að vikulöng vinnustaðakeppnin, sem bar nafnið Reddum málinu, hafi gengið vonum framar og að 366 þúsund raddsýni hafi safnast á þessu stutta tímabili. Geymir gagnagrunnurinn nú rúmlega 1,5 milljón setninga og rúmlega 2.242 klukkustundir af efni en söfnunin hófst fyrir rúmum tveimur árum. „Við þurfum svo mikið af raddgögnum til þess að geta unnið þessar tallausnir og þess vegna erum við alltaf að safna lesnum setningum í gegnum Samróm,“ segir Jóhanna. Menntaskólinn á Tröllaskaga sigraði vinnustaðakeppnina Reddum málinu í flokki lítilla fyrirtækja, Elko í flokki millistórra fyrirtækja og Advania í flokki stórra fyrirtækja. Þrátt fyrir að átakinu sé nú lokið mun gagnasöfnun halda áfram á vef Samróms og hvetur Jóhanna fólk til þess að fara þangað inn til að leggja verkefninu lið. Verkinu langt því frá lokið Útlit er fyrir að flest verkefnin í núverandi máltækniáætlun muni klárast á þriðja verkefnisári sem lýkur í október 2022. Jóhanna segir kominn tíma á að stjórnvöld hugi að næstu skrefum. „Verkefninu er langt í frá lokið þegar þessir innviðir hafa verið byggðir. Í næstu máltækniáætlun þurfum við öll að taka höndum saman og nýta þá innviði sem eru komnir og þann öfluga hóp sérfræðinga sem geta núna unnið að máltækniverkefnum úti í atvinnulífinu,“ segir Jóhanna. „Röddin er eðlilegasti samskiptimáti mannsins og notkun hennar við og í gegnum tölvur gerir samskiptin og aðgengi að upplýsingum auðveldari.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenska á tækniöld Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. 26. apríl 2021 11:38 Gripu í taumana þegar neyðarkall barst frá Blindrafélaginu Ákveðið hefur verið að flýta þróun á nýjum íslenskum talgervli fyrir Android-snjalltæki eftir að fregnir bárust af því að eldri talgervlar væru í sumum tilfellum hættir að virka. 24. febrúar 2021 21:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Álfur og Diljá eru á þróunarstigi og eru meðal annars notaðar í nýju smáforriti fyrir Android-tæki sem ber nafnið Símarómur. Einnig er komin út frumgerð veflesara sem les upp texta á vefsíðum en stefnt er að því að almennir notendur geti sótt hugbúnaðinn sem viðbót við vafra á næsta ári. Byrjað var að þróa nýju raddirnar á seinasta ári og voru frumgerðir af smáforritinu og veflesaranum gefnar út í september. Svöruðu neyðarkalli frá Blindrafélaginu Þróuninni var flýtt snemma á þessu ári eftir að ljóst var að gömlu talgervlarnir Karl og Dóra voru hættir að virka á nýlegum Android-símum og að detta út úr hugbúnaðarveitunni Google Play Store. Þá misstu notendur sem uppfærðu í nýjasta Android-stýrikerfið raddirnar úr tækjum sínum. Heyra má Álf lesa upp sýnishorn í spilaranum hér fyrir neðan. Fjöldi Íslendinga, þar á meðal blindir og sjónskertir, reiða sig á talgervla við skjálestur og til að nota síma sína en stærstur hluti snjallsíma hér á landi notast við Android-stýrikerfið. Þessir notendur geta nú náð í Símaróm og notfært sér Álf og Diljá. Apple hefur ekki stutt íslenskar raddir í sínum snjalltækjum fram að þessu. Blindrafélagið hafði forgöngu um að fjármagna og láta smíða íslensku raddirnar Karl og Dóru sem kynntar voru til leiks árið 2011. Erfitt hefur reynst að viðhalda hugbúnaðinum og eru raddirnar nú sagðar barn síns tíma. Stórt verkefni að gera íslenskuna gjaldgenga í stafrænum heimi Mæltæknimiðstöðin Almannarómur ber ábyrgð á framkvæmd máltækniáætlunar stjórnvalda og hefur yfirumsjón með verkefnum á borð við þróun talgervla, talgreinis, vélþýðinga, sjálfvirkra leiðréttinga og gagnasafna sem er ætlað að gera íslenskunni betur kleift að þrífast í stafrænum heimi. Mörg verkefni Almannaróms eru nú langt komin og er afraksturinn nú farinn að koma í ljós. Auk þess að hlusta á talgervlanna Álf og Diljá, er nú hægt að ræða við Emblu, prófa talgreiningu Tiro, keyra ritgerð í gegnum Yfirlestur og þýða texta með Vélþýðingu. Samstarf um íslenska máltækni (SÍM) þróar Álf og Diljá en SÍM er samstarfsvettgangur háskóla, fyrirtækja og stofnana sem vinna að rannsóknum og þróun innan íslensku máltækniáætlunarinnar. Aðilar að Samstarfi um íslenska máltækni (SÍM) undirrituðu samninga við Almannaróm um nýtt verkefnisár í máltækniáætlun í september síðastliðnum. Samningsupphæðin er ríflega 386 milljónir króna.HÍ Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, segir að grunnstefið í verkefnum Almannaróms séu að tæknilausnirnar séu öllum opnar, allir geti tekið þær upp á sína arma og notað í sínum vörum og verkefnum, að endurgjaldslausu. Í því samhengi bendir hún áhugasömum að kynna sér hugbúnaðarhirslur sem eru öllum aðgengilegar á vef Almannaróms. „Það er stórt verkefni að íslensku gjaldgenga á sem flestum snertiflötum tungumála og hugbúnaðar en það hefur gengið vonum framar,“ segir Jóhanna. Lásu inn 366 þúsund upptökur á einni viku Á mánudag lauk sérstöku átaki Almannaróms, HR og Símans þar sem vinnustaðir voru hvattir til að safna raddsýnum fyrir gagnagrunn Samróms. Gagnagrunnurinn samanstendur af setningum og lesnum hljóðbrotum en gögnin eru nýtt til að þjálfa talgreini sem skilur talað íslenskt mál. Jóhanna segir að vikulöng vinnustaðakeppnin, sem bar nafnið Reddum málinu, hafi gengið vonum framar og að 366 þúsund raddsýni hafi safnast á þessu stutta tímabili. Geymir gagnagrunnurinn nú rúmlega 1,5 milljón setninga og rúmlega 2.242 klukkustundir af efni en söfnunin hófst fyrir rúmum tveimur árum. „Við þurfum svo mikið af raddgögnum til þess að geta unnið þessar tallausnir og þess vegna erum við alltaf að safna lesnum setningum í gegnum Samróm,“ segir Jóhanna. Menntaskólinn á Tröllaskaga sigraði vinnustaðakeppnina Reddum málinu í flokki lítilla fyrirtækja, Elko í flokki millistórra fyrirtækja og Advania í flokki stórra fyrirtækja. Þrátt fyrir að átakinu sé nú lokið mun gagnasöfnun halda áfram á vef Samróms og hvetur Jóhanna fólk til þess að fara þangað inn til að leggja verkefninu lið. Verkinu langt því frá lokið Útlit er fyrir að flest verkefnin í núverandi máltækniáætlun muni klárast á þriðja verkefnisári sem lýkur í október 2022. Jóhanna segir kominn tíma á að stjórnvöld hugi að næstu skrefum. „Verkefninu er langt í frá lokið þegar þessir innviðir hafa verið byggðir. Í næstu máltækniáætlun þurfum við öll að taka höndum saman og nýta þá innviði sem eru komnir og þann öfluga hóp sérfræðinga sem geta núna unnið að máltækniverkefnum úti í atvinnulífinu,“ segir Jóhanna. „Röddin er eðlilegasti samskiptimáti mannsins og notkun hennar við og í gegnum tölvur gerir samskiptin og aðgengi að upplýsingum auðveldari.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenska á tækniöld Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. 26. apríl 2021 11:38 Gripu í taumana þegar neyðarkall barst frá Blindrafélaginu Ákveðið hefur verið að flýta þróun á nýjum íslenskum talgervli fyrir Android-snjalltæki eftir að fregnir bárust af því að eldri talgervlar væru í sumum tilfellum hættir að virka. 24. febrúar 2021 21:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. 26. apríl 2021 11:38
Gripu í taumana þegar neyðarkall barst frá Blindrafélaginu Ákveðið hefur verið að flýta þróun á nýjum íslenskum talgervli fyrir Android-snjalltæki eftir að fregnir bárust af því að eldri talgervlar væru í sumum tilfellum hættir að virka. 24. febrúar 2021 21:00