Árangur á COP26 Dr. Bryony Mathew skrifar 16. nóvember 2021 11:31 Nú þegar loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, í Glasgow er lokið getum við metið þann árangur sem náðist á stærstu alþjóðlegu ráðstefnu sem Bretland hefur haldið. Loftslagssáttmáli Glasgow (The Glasgow Climate Pact) mun hraða loftslagsaðgerðum og öll lönd samþykktu að endurskoða og styrkja núverandi losunarmarkmið sín til 2030. Parísarreglubókin, leiðbeiningar um hvernig Parísarsamkomulagið er framkvæmt, var kláruð eftir sex ára umræður. Reglubókin leggur m.a. áherslu á gagnsæi. Í fyrsta sinn samþykkti COP aðgerðir til að draga úr jarðefnaeldsneyti í áföngum. Þetta er í fyrsta sinn sem jarðefnaeldsneyti er nefnt með þessum hætti. Ákvarðanir gengu lengra en nokkru sinni áður í því að viðurkenna og takast á við tap og skaða vegna núverandi áhrifa loftslagsbreytinga. Það mætti þannig segja að COP26 hafi lagt línurnar. Nú verða þjóðir að bregðast við. Þessi niðurstaða kemur meðal annars í kjölfar tveggja ára vinnu diplómata víða um heim og herferðar sem breska formennskan hefur staðið fyrir til að auka metnað og tryggja aðgerðir frá næstum 200 löndum í heiminum. Þá gaf leiðtogafundurinn og þemadagar skipulagðir af formennskunni af sér röð yfirlýsinga og áheita frá löndum til þess að bregðast við vandanum: Að minnsta kosti 90% af hagkerfi heimsins hefur nú lofað kolefnishlutleysi, þessi tala var aðeins 30% þegar Bretland tók við formennsku COP árið 2019. Samhliða þessu höfum við séð loforð frá 130 löndum um að binda enda á eyðingu skóga fyrir árið 2030. Þessi lönd telja saman 90% af skógum heimsins. Við sáum breytingu í stefnu landa um kolanotkun. Fleiri lönd hafa skuldbundið sig til að hætta notkun kola til orkuframleiðslu og binda enda á alþjóðlega fjármögnun kola. Nokkrir af stærstu bílaframleiðendum vinna svo saman að því að gera alla sölu nýrra bíla kolefnislausa árið 2040 og fyrir 2035 á leiðandi mörkuðum. Lönd og borgir taka einnig þátt með metnaðarfullum dagsetningum um að hætta að nota bensín- og díselbíla. Þar á meðal eru Ísland, Reykjavíkurborg og Akureyri. Okkur þykir hinsvegar leitt að $100 milljarða markmiðinu til þess að styðja við loftlagsaðgerðir verði náð seinna en búist var við. Það er mikilvægt að minnast á þann árangur sem náðist þó, þar sem sum lönd komu fram og tvöfölduðu eða jafnvel fjórfölduðu skuldbindingar sínar. COP26 hélt markmiðinu um 1,5C á lífi og kláraði Parísarsamkomulagið. Með þennan tímamótasamning sem samþykktur var á COP26 í veganesti verðum við nú að halda áfram að vinna saman á þessum afgerandi áratugi. Við verðum að standa við þær væntingar sem settar eru fram í Loftslagssáttmála Glasgow og gera betur. Það er enn gríðarlega margt og mikið sem þarf að vinna að. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bryony Mathew Tengdar fréttir Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, í Glasgow er lokið getum við metið þann árangur sem náðist á stærstu alþjóðlegu ráðstefnu sem Bretland hefur haldið. Loftslagssáttmáli Glasgow (The Glasgow Climate Pact) mun hraða loftslagsaðgerðum og öll lönd samþykktu að endurskoða og styrkja núverandi losunarmarkmið sín til 2030. Parísarreglubókin, leiðbeiningar um hvernig Parísarsamkomulagið er framkvæmt, var kláruð eftir sex ára umræður. Reglubókin leggur m.a. áherslu á gagnsæi. Í fyrsta sinn samþykkti COP aðgerðir til að draga úr jarðefnaeldsneyti í áföngum. Þetta er í fyrsta sinn sem jarðefnaeldsneyti er nefnt með þessum hætti. Ákvarðanir gengu lengra en nokkru sinni áður í því að viðurkenna og takast á við tap og skaða vegna núverandi áhrifa loftslagsbreytinga. Það mætti þannig segja að COP26 hafi lagt línurnar. Nú verða þjóðir að bregðast við. Þessi niðurstaða kemur meðal annars í kjölfar tveggja ára vinnu diplómata víða um heim og herferðar sem breska formennskan hefur staðið fyrir til að auka metnað og tryggja aðgerðir frá næstum 200 löndum í heiminum. Þá gaf leiðtogafundurinn og þemadagar skipulagðir af formennskunni af sér röð yfirlýsinga og áheita frá löndum til þess að bregðast við vandanum: Að minnsta kosti 90% af hagkerfi heimsins hefur nú lofað kolefnishlutleysi, þessi tala var aðeins 30% þegar Bretland tók við formennsku COP árið 2019. Samhliða þessu höfum við séð loforð frá 130 löndum um að binda enda á eyðingu skóga fyrir árið 2030. Þessi lönd telja saman 90% af skógum heimsins. Við sáum breytingu í stefnu landa um kolanotkun. Fleiri lönd hafa skuldbundið sig til að hætta notkun kola til orkuframleiðslu og binda enda á alþjóðlega fjármögnun kola. Nokkrir af stærstu bílaframleiðendum vinna svo saman að því að gera alla sölu nýrra bíla kolefnislausa árið 2040 og fyrir 2035 á leiðandi mörkuðum. Lönd og borgir taka einnig þátt með metnaðarfullum dagsetningum um að hætta að nota bensín- og díselbíla. Þar á meðal eru Ísland, Reykjavíkurborg og Akureyri. Okkur þykir hinsvegar leitt að $100 milljarða markmiðinu til þess að styðja við loftlagsaðgerðir verði náð seinna en búist var við. Það er mikilvægt að minnast á þann árangur sem náðist þó, þar sem sum lönd komu fram og tvöfölduðu eða jafnvel fjórfölduðu skuldbindingar sínar. COP26 hélt markmiðinu um 1,5C á lífi og kláraði Parísarsamkomulagið. Með þennan tímamótasamning sem samþykktur var á COP26 í veganesti verðum við nú að halda áfram að vinna saman á þessum afgerandi áratugi. Við verðum að standa við þær væntingar sem settar eru fram í Loftslagssáttmála Glasgow og gera betur. Það er enn gríðarlega margt og mikið sem þarf að vinna að. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi.
Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar