Súperman snéri aftur með stæl, Brady tapaði og tengdasonurinn vaknaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2021 15:30 Cam Newton fagnar í sigri Panthers á toppliði Arizona Cardinals í gær. AP/Ralph Freso Óvænt úrslit og fyrsta jafntefli tímabilsins litu dagsins ljós í NFL-deildinni í gær en bæði toppliðið og ríkjandi meistarar urðu að sætta sig við töp. Tengdasonurinn Patrick Mahomes hefur átt erfiðar vikur að undanförnu en Mahomes leit mjög vel út í sannfærandi 41-14 sigri Kansas City Chiefs á Las Vegas Raiders í nótt. FIVE.@PatrickMahomes throws ANOTHER TD pass. #ChiefsKingdom : #KCvsLV on NBC : https://t.co/FF7Rvmy1OI pic.twitter.com/nLaDKq78lj— NFL (@NFL) November 15, 2021 Mahomes gaf alls fimm snertimarkssendingar í leiknum án þess að kasta boltanum frá sér einu sinni en hafði verið með samtals fjórar snertimarkssendingar og fjóra tapaða bolta í fjórum leikjum þar á undan. Chiefs vann nauma sigri síðustu tvær helgar á undan og var því að vinna sinn þriðja leik í röð en þetta var fyrsti leikur liðsins í langan tíma þar sem sýndi eitthvað af því sem menn vita að býr í liðinu. Einhverjir voru eflaust farnir að hafa áhyggjur af Mahomes og Chiefs liðinu en þetta var stór yfirlýsing frá þeim um að þeir ætla að vera með í baráttunni í vetur. Tom Brady og félagar í meistaraliði Tampa Bay Buccaneers fengu frí í síðustu viku en litu ekki vel út í 29-19 tapi á móti Washington Football Team. Hlauparinn Antonio Gibson, sem hefur verið að glíma við meiðsli, skoraði tvö snertimörk í leiknum og sóknarleikur Brady og félaga leit afar illa út fram eftir leik. TWO PLAYS. TWO TOUCHDOWNS FOR CAM! : #CARvsAZ on FOX : NFL app pic.twitter.com/fIhBfFbDUR— NFL (@NFL) November 14, 2021 Endurkoma helgarinnar var án nokkurs vafa þegar Cam Newton spilaði sinn fyrsta leik með Carolina Panthers í nokkur ár. Newton var í aukahlutverki en stal samt fyrirsögnunum. Panthers vann þá sannfærandi 34-10 á toppliði Arizona Cardinals og Súperman, eins og hann var kallaður á fyrri tímum með Carolina Panthers, átti ótrúlega byrjun. Hann hafði ekki fengið lið frá því að Patriots létu hann fara í haust en steig inn í meiðslavandræðum síns gamla félaga. CAM NEWTON IS BACK. : #CARvsAZ on FOX : NFL app pic.twitter.com/6gM8zX7UMX— NFL (@NFL) November 14, 2021 Newton minnti heldur betur á gömlu góðu dagana þegar hann skoraði snertimörk í tvö fyrstu skiptin sem hann snerti boltann. PJ Walker byrjaði sem leikstjórnandi liðsins og spilaði stærsta hluta leiksins en Newton skilaði stigunum á töfluna í upphafi leiks. Newton kom tvisvar inn á í byrjun leiks eftir að Panthers liðið var komið upp að marklínu Arizona. Fyrst skoraði Cam sjálfur með því að hlaupa með boltann í markið og svo átti hann snertimarksendingu á útherjann Robby Anderson. Eftir fyrra snertimarkið öskraði hann margoft: Ég er kominn aftur. Touchdown #2 for @ajdillon7! #GoPackGo : #SEAvsGB on CBS : NFL app pic.twitter.com/CYSkZvvneX— NFL (@NFL) November 15, 2021 Green Bay Packers er nú með besta árangurinn, við hlið Arizona Cardinals, eftir 17-0 sigur á Seattle Seahawks. Bæði lið eru með átta sigra og tvö töp. Leikstjórnendur liðanna Aaron Rodgers hjá Packers og Russell Wilson hjá Seahawks, snéru báðir aftur. Rodgers fékk kórónuveiruna en Wilson hafði misst af fjórum leikjum vegna meiðsla. Þetta var í fyrsta sinn á ferlinum sem lið Wilson skorar ekki stig. The Steelers fumble with 8 seconds left in OT and the @Lions recover #DETvsPIT pic.twitter.com/zu4rY1MqVU— NFL (@NFL) November 14, 2021 Fyrsta jafntefli tímabilsins varð þegar leikur Detroit Lions og Pittsburgh Steelers endaði 16-16 eftir framlengingu. Detroit var búið að tapa fyrstu átta leikjum sínum en er áfram eina liðið sem hefur ekki unnið leik. Buffalo Bills, Dallas Cowboys og New England Patriots unnu öll stórsigra. Bills-liðið kom til baka eftir vandræðalegt tap á móti Jacksonville með því að vinna 45-17 sigur á New York Jets. Dallas Cowboys fór á kostum í 43-3 heimasigri á Atlanta Falcons og New England Patriots sýndi mikinn styrk með því að vinna 45-7 sigur á reyndar vængbrotnu liði Cleveland Browns, sem ofan á hlauparaleysið missti leikstjórnandann Baker Mayfield meiddan af velli. Every touchdown from NFL RedZone in Week 10! pic.twitter.com/G855JaLWRJ— NFL (@NFL) November 15, 2021 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Kansas City Chiefs 41-14 Las Vegas Raiders Atlanta Falcons 3-43 Dallas Cowboys New Orleans Saints 21-23 Tennessee Titans Jacksonville Jaguars 17-23 Indianapolis Colts Cleveland Browns 7-45 New England Patriots Buffalo Bills 45-17 New York Jets Detroit Lions 16-16 Pittsburgh Steelers (Framlengt) Tampa Bay Buccaneers 19-29 Washington Football Team Carolina Panthers 34-10 Arizona Cardinals Minnesota Vikings 27-20 Los Angeles Chargers Philadelphia Eagles 30-13 Denver Broncos Seattle Seahawks 0-17 Green Bay Packers NFL Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira
Tengdasonurinn Patrick Mahomes hefur átt erfiðar vikur að undanförnu en Mahomes leit mjög vel út í sannfærandi 41-14 sigri Kansas City Chiefs á Las Vegas Raiders í nótt. FIVE.@PatrickMahomes throws ANOTHER TD pass. #ChiefsKingdom : #KCvsLV on NBC : https://t.co/FF7Rvmy1OI pic.twitter.com/nLaDKq78lj— NFL (@NFL) November 15, 2021 Mahomes gaf alls fimm snertimarkssendingar í leiknum án þess að kasta boltanum frá sér einu sinni en hafði verið með samtals fjórar snertimarkssendingar og fjóra tapaða bolta í fjórum leikjum þar á undan. Chiefs vann nauma sigri síðustu tvær helgar á undan og var því að vinna sinn þriðja leik í röð en þetta var fyrsti leikur liðsins í langan tíma þar sem sýndi eitthvað af því sem menn vita að býr í liðinu. Einhverjir voru eflaust farnir að hafa áhyggjur af Mahomes og Chiefs liðinu en þetta var stór yfirlýsing frá þeim um að þeir ætla að vera með í baráttunni í vetur. Tom Brady og félagar í meistaraliði Tampa Bay Buccaneers fengu frí í síðustu viku en litu ekki vel út í 29-19 tapi á móti Washington Football Team. Hlauparinn Antonio Gibson, sem hefur verið að glíma við meiðsli, skoraði tvö snertimörk í leiknum og sóknarleikur Brady og félaga leit afar illa út fram eftir leik. TWO PLAYS. TWO TOUCHDOWNS FOR CAM! : #CARvsAZ on FOX : NFL app pic.twitter.com/fIhBfFbDUR— NFL (@NFL) November 14, 2021 Endurkoma helgarinnar var án nokkurs vafa þegar Cam Newton spilaði sinn fyrsta leik með Carolina Panthers í nokkur ár. Newton var í aukahlutverki en stal samt fyrirsögnunum. Panthers vann þá sannfærandi 34-10 á toppliði Arizona Cardinals og Súperman, eins og hann var kallaður á fyrri tímum með Carolina Panthers, átti ótrúlega byrjun. Hann hafði ekki fengið lið frá því að Patriots létu hann fara í haust en steig inn í meiðslavandræðum síns gamla félaga. CAM NEWTON IS BACK. : #CARvsAZ on FOX : NFL app pic.twitter.com/6gM8zX7UMX— NFL (@NFL) November 14, 2021 Newton minnti heldur betur á gömlu góðu dagana þegar hann skoraði snertimörk í tvö fyrstu skiptin sem hann snerti boltann. PJ Walker byrjaði sem leikstjórnandi liðsins og spilaði stærsta hluta leiksins en Newton skilaði stigunum á töfluna í upphafi leiks. Newton kom tvisvar inn á í byrjun leiks eftir að Panthers liðið var komið upp að marklínu Arizona. Fyrst skoraði Cam sjálfur með því að hlaupa með boltann í markið og svo átti hann snertimarksendingu á útherjann Robby Anderson. Eftir fyrra snertimarkið öskraði hann margoft: Ég er kominn aftur. Touchdown #2 for @ajdillon7! #GoPackGo : #SEAvsGB on CBS : NFL app pic.twitter.com/CYSkZvvneX— NFL (@NFL) November 15, 2021 Green Bay Packers er nú með besta árangurinn, við hlið Arizona Cardinals, eftir 17-0 sigur á Seattle Seahawks. Bæði lið eru með átta sigra og tvö töp. Leikstjórnendur liðanna Aaron Rodgers hjá Packers og Russell Wilson hjá Seahawks, snéru báðir aftur. Rodgers fékk kórónuveiruna en Wilson hafði misst af fjórum leikjum vegna meiðsla. Þetta var í fyrsta sinn á ferlinum sem lið Wilson skorar ekki stig. The Steelers fumble with 8 seconds left in OT and the @Lions recover #DETvsPIT pic.twitter.com/zu4rY1MqVU— NFL (@NFL) November 14, 2021 Fyrsta jafntefli tímabilsins varð þegar leikur Detroit Lions og Pittsburgh Steelers endaði 16-16 eftir framlengingu. Detroit var búið að tapa fyrstu átta leikjum sínum en er áfram eina liðið sem hefur ekki unnið leik. Buffalo Bills, Dallas Cowboys og New England Patriots unnu öll stórsigra. Bills-liðið kom til baka eftir vandræðalegt tap á móti Jacksonville með því að vinna 45-17 sigur á New York Jets. Dallas Cowboys fór á kostum í 43-3 heimasigri á Atlanta Falcons og New England Patriots sýndi mikinn styrk með því að vinna 45-7 sigur á reyndar vængbrotnu liði Cleveland Browns, sem ofan á hlauparaleysið missti leikstjórnandann Baker Mayfield meiddan af velli. Every touchdown from NFL RedZone in Week 10! pic.twitter.com/G855JaLWRJ— NFL (@NFL) November 15, 2021 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Kansas City Chiefs 41-14 Las Vegas Raiders Atlanta Falcons 3-43 Dallas Cowboys New Orleans Saints 21-23 Tennessee Titans Jacksonville Jaguars 17-23 Indianapolis Colts Cleveland Browns 7-45 New England Patriots Buffalo Bills 45-17 New York Jets Detroit Lions 16-16 Pittsburgh Steelers (Framlengt) Tampa Bay Buccaneers 19-29 Washington Football Team Carolina Panthers 34-10 Arizona Cardinals Minnesota Vikings 27-20 Los Angeles Chargers Philadelphia Eagles 30-13 Denver Broncos Seattle Seahawks 0-17 Green Bay Packers
Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Kansas City Chiefs 41-14 Las Vegas Raiders Atlanta Falcons 3-43 Dallas Cowboys New Orleans Saints 21-23 Tennessee Titans Jacksonville Jaguars 17-23 Indianapolis Colts Cleveland Browns 7-45 New England Patriots Buffalo Bills 45-17 New York Jets Detroit Lions 16-16 Pittsburgh Steelers (Framlengt) Tampa Bay Buccaneers 19-29 Washington Football Team Carolina Panthers 34-10 Arizona Cardinals Minnesota Vikings 27-20 Los Angeles Chargers Philadelphia Eagles 30-13 Denver Broncos Seattle Seahawks 0-17 Green Bay Packers
NFL Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti