Erlent

Snæ­hlé­barðar deyja úr Co­vid

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Snæhlébarðinn heldur sig almennt uppi í hrjóstrugum fjallasvæðum Mið-Asíu.
Snæhlébarðinn heldur sig almennt uppi í hrjóstrugum fjallasvæðum Mið-Asíu. Getty Images

Þrír snæhlébarðar létu lífið úr Covid-19 í dýragarðinum Lincoln Children’s Zoo í Nebraska í Bandaríkjunum á föstudaginn. 

Dýrin greindust með kórónuveiruna í október, segir í tilkynningu frá dýragarðinum. Auk snæhlébarðanna greindust tvö tígrisdýr með veiruna eftir að hafa sýnt einkenni. Tígrisdýrin virðast nú hafa náð bata.

„Hlébarðarnir okkar, Ranney, Everest og Makalu, voru dýrkuð og dáð af fólki innan og utan dýragarðsins. Missirinn er mikill og við syrgjum öll,“ segir í tilkynningu frá dýragarðinum.

Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, segir ekki mikla hættu á að dýr smiti fólk af kórónuveirunni. Það geti þó verið varasamt að vera í návígi við smituð dýr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×