Skilorðsbundið fangelsi fyrir að taka upp kynlíf í óleyfi Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2021 18:55 Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms að mestu. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur til sextíu daga fangelsisvistar fyrir blygðunarsemisbrot, en fullnustu refsingar var frestað til tveggja ára. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið, án samþykkis, myndir og myndbönd af sér stunda kynlíf með konu. Í dómi Landsréttar, sem lesa má í heild sinni hér, segir að konan hafi leitað á neyðarmóttöku Landspítalans daginn eftir atvikið vegna kynferðisbrots. Hún hafi sagt lögreglu að hún hafi verið að skemmta sé á ótilgreindum skemmtistað og hitt þar fyrir manninn. Þau hafi þekkst og ákveðið að fara saman að heimili mannsins þar sem þau hafi stundað kynlíf með samþykki beggja. Hins vegar hafi hún, á meðan kynlífinu stóð, tekið eftir því að maðurinn væri að taka myndir og myndbönd af henni á farsíma sinn. Hún hafi ekki veitt leyfi fyrir slíkri myndatöku og því hafi hún sagt manninum að hætta og eyða myndefninu. Hann hafi orðið að ósk hennar en að hún hafi þó óttast að hann ætti afrit af efninu annars staðar í símanum eða í skýinu. Hún hafi þá tjáð honum að hún hyggðist leita til neyðarmóttöku og yfirgefið íbúðina. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði maðurinn að hann hefði verið að skipta um tónlist í síma sínum á meðan á kynlífinu stóð. „Eftir stutta stund hefði hann í kæruleysi byrjað að taka myndir og stutt myndskeið,“ er haft eftir honum í dóminum. Hann segist hafa hætt að taka upp og eytt myndunum og myndböndunum fyrir framan konuna þegar hann varð þess áskynja að henni líkaði ekki athæfi hans. Fór fram á tvær og hálfa milljón í bætur Auk skilorðsbundins fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða konunni þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur. Konan hafði farið fram á tvær og hálfa milljón króna í miskabætur úr hendi mannsins. Þá var manninum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, um 975 þúsund krónur. Hann hafði áður verið dæmdur til að bera málskostnað í héraði, um 1,850 þúsund krónur. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Í dómi Landsréttar, sem lesa má í heild sinni hér, segir að konan hafi leitað á neyðarmóttöku Landspítalans daginn eftir atvikið vegna kynferðisbrots. Hún hafi sagt lögreglu að hún hafi verið að skemmta sé á ótilgreindum skemmtistað og hitt þar fyrir manninn. Þau hafi þekkst og ákveðið að fara saman að heimili mannsins þar sem þau hafi stundað kynlíf með samþykki beggja. Hins vegar hafi hún, á meðan kynlífinu stóð, tekið eftir því að maðurinn væri að taka myndir og myndbönd af henni á farsíma sinn. Hún hafi ekki veitt leyfi fyrir slíkri myndatöku og því hafi hún sagt manninum að hætta og eyða myndefninu. Hann hafi orðið að ósk hennar en að hún hafi þó óttast að hann ætti afrit af efninu annars staðar í símanum eða í skýinu. Hún hafi þá tjáð honum að hún hyggðist leita til neyðarmóttöku og yfirgefið íbúðina. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði maðurinn að hann hefði verið að skipta um tónlist í síma sínum á meðan á kynlífinu stóð. „Eftir stutta stund hefði hann í kæruleysi byrjað að taka myndir og stutt myndskeið,“ er haft eftir honum í dóminum. Hann segist hafa hætt að taka upp og eytt myndunum og myndböndunum fyrir framan konuna þegar hann varð þess áskynja að henni líkaði ekki athæfi hans. Fór fram á tvær og hálfa milljón í bætur Auk skilorðsbundins fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða konunni þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur. Konan hafði farið fram á tvær og hálfa milljón króna í miskabætur úr hendi mannsins. Þá var manninum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, um 975 þúsund krónur. Hann hafði áður verið dæmdur til að bera málskostnað í héraði, um 1,850 þúsund krónur.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira