Súperman og súperstjarna fundu sér ný lið í NFL deildinni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2021 10:31 Cam Newton tekur hér Súperman fagnið sitt þegar hann lék síðast með liði Carolina Panthers. Hann er núna kominn aftur heim. Getty/Dannie Walls Gærdagurinn var viðburðaríkur í NFL-deildinni þegar tveir af þekktustu leikmönnum hennar fundu sér ný félög. Báðir voru með lausa samninga og gátu því samið þótt að félög megi ekki lengur skiptast á leikmönnum. Stórstjörnurnar voru leikstjórnandinn Cam Newton og útherjinn Odell Beckham Jr. Newton samdi við Carolina Panthers en Beckham yngri við Los Angeles Rams. Breaking: The Panthers announced they have agreed to terms with QB Cam Newton.He's back. pic.twitter.com/I9tcl4DySX— SportsCenter (@SportsCenter) November 11, 2021 Newton átti sín bestu ár hjá Carolina Panthers og þar bjó hann til Súperman viðurnefnið sitt með frábærri frammistöðu. Fyrir átján mánuðum var hann látinn fara en snýr nú aftur í meiðslavandræðum síns gamla félags. Newton lék með New England Patriots í fyrra en var látinn fara rétt fyrir tímabilið. Hann hafði ekki fundið sér nýtt félag fyrr en í gær. Enginn leikstjórnandi í sögu NFL hefur skorað fleiri snertimörk með því að hlaupa með boltann sjálfur í mark en þau eru orðin sjötíu. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar sem leikmaður Panthers liðsins árið 2015. Breaking: Odell Beckham Jr. is finalizing a deal with the Los Angeles Rams, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/OrAPAtGpSa— SportsCenter (@SportsCenter) November 11, 2021 Beckham gekk frá starfslokum við Cleveland Browns eftir erfiða síðustu daga hjá félaginu þar sem faðir hans gagnrýndi meðal annars leikstjórnandann Baker Mayfield opinberlega. Beckham gat valið sér nýtt lið og ákvað að semja við sterkt lið Los Angeles Rams sem er eitt af þeim sem gæti farið alla leið á þessu tímabili. Beckham yngri sló í gegn hjá New York Giants á sínum tíma og fékk súperstjörnusmaning hjá félaginu. Það fór að halla undan fæti eftir það og honum var skipt til Cleveland Browns árið 2019. Lífið hjá Browns var aftur á móti erfitt, Beckham var mikið meiddur og lítið gekk upp hjá honum þegar hann spilaði. Þetta tímabil hefur verið afar slakt hjá Beckham sem hefur ekki skorað snertimark og hans fólk hélt því fram að leikstjórnandinn Baker Mayfield vildi ekki senda á hann boltann. NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Stórstjörnurnar voru leikstjórnandinn Cam Newton og útherjinn Odell Beckham Jr. Newton samdi við Carolina Panthers en Beckham yngri við Los Angeles Rams. Breaking: The Panthers announced they have agreed to terms with QB Cam Newton.He's back. pic.twitter.com/I9tcl4DySX— SportsCenter (@SportsCenter) November 11, 2021 Newton átti sín bestu ár hjá Carolina Panthers og þar bjó hann til Súperman viðurnefnið sitt með frábærri frammistöðu. Fyrir átján mánuðum var hann látinn fara en snýr nú aftur í meiðslavandræðum síns gamla félags. Newton lék með New England Patriots í fyrra en var látinn fara rétt fyrir tímabilið. Hann hafði ekki fundið sér nýtt félag fyrr en í gær. Enginn leikstjórnandi í sögu NFL hefur skorað fleiri snertimörk með því að hlaupa með boltann sjálfur í mark en þau eru orðin sjötíu. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar sem leikmaður Panthers liðsins árið 2015. Breaking: Odell Beckham Jr. is finalizing a deal with the Los Angeles Rams, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/OrAPAtGpSa— SportsCenter (@SportsCenter) November 11, 2021 Beckham gekk frá starfslokum við Cleveland Browns eftir erfiða síðustu daga hjá félaginu þar sem faðir hans gagnrýndi meðal annars leikstjórnandann Baker Mayfield opinberlega. Beckham gat valið sér nýtt lið og ákvað að semja við sterkt lið Los Angeles Rams sem er eitt af þeim sem gæti farið alla leið á þessu tímabili. Beckham yngri sló í gegn hjá New York Giants á sínum tíma og fékk súperstjörnusmaning hjá félaginu. Það fór að halla undan fæti eftir það og honum var skipt til Cleveland Browns árið 2019. Lífið hjá Browns var aftur á móti erfitt, Beckham var mikið meiddur og lítið gekk upp hjá honum þegar hann spilaði. Þetta tímabil hefur verið afar slakt hjá Beckham sem hefur ekki skorað snertimark og hans fólk hélt því fram að leikstjórnandinn Baker Mayfield vildi ekki senda á hann boltann.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira