Naumt tap íslensku stelpnanna í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 17:40 Þóra Kristín Jónsdóttir verður í stóru hlutverki í leiknum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Íslenska kvennalandsliðið tapaði naumlega þegar liðið hóf leik gegn Rúmenum í undankeppni EuroBasket 2023. Lokatölur urðu 64-59. Íslenska liðið var án tveggja sinna öflugustu leikmanna síðustu ár, landsliðsfyrirliðanum Helenu Sverrisdóttur og landsliðsmiðherjanum Hildi Björg Kjartansdóttur. Yngri og óreyndari leikmenn fengu því í staðinn tækifæri í dag. Rúmenska liðið fór betur af stað og setti niður fyrstu sex stig leiksins, en íslensku stelpurnar fóru fljótt í gang eftir það og jafnræði var með liðunum út fyrsta leikhluta. Munurinn var því aðeins tvö stig að honum loknum, 16-14. Annar leikhluti var heldur tíðindalítill, en liðin skoruðu samtals aðeins 21 stig. Rúmenska liðið náði mest sjö stiga forskoti, en íslensku stelpurnar minnkuðu muninn á ný og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 26-25, Rúmeníu í vil. Báðum liðum gkk betur að safna stigum í þriðja leikhluta og íslensku stelpurnar komust yfir í fyrsta skipti í leiknum í upphafi seinni hálfleiks þegar þær komust í 29-26. Rúmenska liðið náði forystunni á ný, en íslensku stelpurnar skoruðu sjö seinustu stig leikhlutans og fóru með eins stig forskot inn í lokaleikhlutann, 45-46. Mikið jafnræði var með liðunum í fjórða og seinasta leikhlutanum, en Rúmenarnir virtust þó alltaf vera skrefi á undan. Íslensku stelpurnar gerðu þó vel í að halda sér inni í leiknum og munurinn aðeins eitt stig þegar um mínúta var eftir. Rúmesnku stelpurnar settu þá þrjú stig niður og íslensku stelpurnar fjórum stigum á eftir þegar tæpar tíu sekúndur voru til leiksloka. Íslensku stelpurnar náðu ekki að nýta næstu sókn og það voru því heimakonur sem fögnuðu sigri, en lokatölur urðu 65-59. Sara Rún Hinriksdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 17 stig ásamt því að taka 11 fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Youtube og hægt er að horfa á hann í spilaranum hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JKvCasD3TqY">watch on YouTube</a> Körfubolti EM 2023 í körfubolta Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Íslenska liðið var án tveggja sinna öflugustu leikmanna síðustu ár, landsliðsfyrirliðanum Helenu Sverrisdóttur og landsliðsmiðherjanum Hildi Björg Kjartansdóttur. Yngri og óreyndari leikmenn fengu því í staðinn tækifæri í dag. Rúmenska liðið fór betur af stað og setti niður fyrstu sex stig leiksins, en íslensku stelpurnar fóru fljótt í gang eftir það og jafnræði var með liðunum út fyrsta leikhluta. Munurinn var því aðeins tvö stig að honum loknum, 16-14. Annar leikhluti var heldur tíðindalítill, en liðin skoruðu samtals aðeins 21 stig. Rúmenska liðið náði mest sjö stiga forskoti, en íslensku stelpurnar minnkuðu muninn á ný og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 26-25, Rúmeníu í vil. Báðum liðum gkk betur að safna stigum í þriðja leikhluta og íslensku stelpurnar komust yfir í fyrsta skipti í leiknum í upphafi seinni hálfleiks þegar þær komust í 29-26. Rúmenska liðið náði forystunni á ný, en íslensku stelpurnar skoruðu sjö seinustu stig leikhlutans og fóru með eins stig forskot inn í lokaleikhlutann, 45-46. Mikið jafnræði var með liðunum í fjórða og seinasta leikhlutanum, en Rúmenarnir virtust þó alltaf vera skrefi á undan. Íslensku stelpurnar gerðu þó vel í að halda sér inni í leiknum og munurinn aðeins eitt stig þegar um mínúta var eftir. Rúmesnku stelpurnar settu þá þrjú stig niður og íslensku stelpurnar fjórum stigum á eftir þegar tæpar tíu sekúndur voru til leiksloka. Íslensku stelpurnar náðu ekki að nýta næstu sókn og það voru því heimakonur sem fögnuðu sigri, en lokatölur urðu 65-59. Sara Rún Hinriksdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 17 stig ásamt því að taka 11 fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Youtube og hægt er að horfa á hann í spilaranum hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JKvCasD3TqY">watch on YouTube</a>
Körfubolti EM 2023 í körfubolta Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira