„Þetta er eitthvað sem maður þarf stöðugt að vera meðvitaður um“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. nóvember 2021 12:10 Karen Björk Eyþórsdóttir, verkefnastjóri sjálfbærnimælikvarða hja Reykjavíkurborg og ein af Loftslagsleiðtogum 2021, segir mikilvægt að fólk kaupi ekki óþarfa hluti. Stærsti netverslunardagur heims er nú genginn í garð en dagurinn nýtur sífellt meiri vinsælda með hverju ári sem líður hér á Íslandi. Verkefnastjóri sjálfbærnimælikvarða hjá Reykjavíkurborg og ein af Loftslagsleiðtogum 2021, segir mikilvægt að fólk sé meðvitað þegar kemur að neyslu sinni til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið. Dagur einhleypra, eða Singles day eins og hann kallast úti í heim, verður til umfjöllunar á hádegisfundi í Norræna húsinu í dag. Dagurinn er nú orðinn einn stærsti verslunardagur í heimi vegna fjölda tilboða sem fólk nýtir sér. Karen Björk Eyþórsdóttir, verkefnastjóri sjálfbærnimælikvarða hja Reykjavíkurborg og ein af Loftslagsleiðtogum 2021, stýrir fundinum en þar verður áhersla lögð á sjálfbæran lífstíl á þessum stóra degi, sem og aðra daga. „Við fáum til dæmis góða gesti úr atvinnulífinu sem tengjast lausnum sem að geta hjálpað okkur að tileinka okkur sjálfbærari lífstíl og taka umhverfisvænni ákvarðanir,“ segir Karen. „Við ætlum líka að kasta boltanum út í heim og tala við ungt fólk sem ætlar til dæmis að segja okkur hvað er búið að vera í gangi á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, eða COP26, sem er búin að vera í gangi núna undanfarnar tvær vikur og klárast á morgun.“ Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna, sem fer fram í Glasgow í ár, er talin ein mikilvægasta loftslagsráðstefna áratugarins en ljóst er að grípa þurfi til alvarlegra aðgerða til að takmarka hlýnun jarðar. Karen bendir á að tólfta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem snýr að ábyrgri neyslu og framleiðslu, sé ein stærsta áskorunin sem Norðurlöndin standa frammi fyrir. „Við erum að stofna til þessara fundar til þess að verða meðvitaðri um það hvernig við neytum og læra hvernig við getum dregið úr neikvæðum áhrifum á umhverfið með neyslunni okkar,“ segir Karen. Dagur einhleypra vex gríðarlega frá ári til árs hérna á Íslandi líkt og annars staðar og segir Karen að nú þurfi fólk að huga alvarlega að því hvernig neysla þeirra er, ef halda á hlýnun jarðar undir einni og hálfri gráðu. Þannig er mikilvægt að fólk kaupi ekki hluti sem það þarfnast ekki og vera meðvituð um hvaðan varan kemur. „Samfélagið segir okkur endalaust dag frá degi að við verðum að kaupa þetta og hitt til að vera hamingjusöm,“ segir Karen. „Þetta er eitthvað sem maður þarf stöðugt að vera meðvitaður um og vera bara samkvæmur sjálfum sér. Ekki kaupa hluti til þess að fylla út í eitthvað hjá sjálfum sér heldur bara fara bara inn á við og finna friðinn inn í sér, þurfa ekki að kaupa hann frá sér.“ Hægt er að horfa á fundinn í beinu streymi hér fyrir neðan en tveir aðrir viðburðir verða síðar um daginn í Norræna húsinu sem einnig tengjast umhverfismálum. Sjálfbær samruni – samtal lista og vísinda um sjálfbærni kl. 16 og sýning umhverfisverndarsamtakana SEEDS á kvikmyndinni The Recycling Myth kl. 18. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Verslun Umhverfismál Tengdar fréttir „Ekki nægjanlega góður árangur, bara alls ekki“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þau loforð sem gefin hafi verið á loftslagsráðstefnu í Sameinuðu þjóðanna séu ekki nægjanleg til að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum á næstu áratugum. 10. nóvember 2021 22:05 Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00 Þúsundir mótmæla aðgerðaleysi á COP26 Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði um götur Glasgow í dag til að krefjast sterkari aðgerða í loftslagsmálum, en Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram þar í borg þessa dagana. 6. nóvember 2021 15:20 Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Dagur einhleypra, eða Singles day eins og hann kallast úti í heim, verður til umfjöllunar á hádegisfundi í Norræna húsinu í dag. Dagurinn er nú orðinn einn stærsti verslunardagur í heimi vegna fjölda tilboða sem fólk nýtir sér. Karen Björk Eyþórsdóttir, verkefnastjóri sjálfbærnimælikvarða hja Reykjavíkurborg og ein af Loftslagsleiðtogum 2021, stýrir fundinum en þar verður áhersla lögð á sjálfbæran lífstíl á þessum stóra degi, sem og aðra daga. „Við fáum til dæmis góða gesti úr atvinnulífinu sem tengjast lausnum sem að geta hjálpað okkur að tileinka okkur sjálfbærari lífstíl og taka umhverfisvænni ákvarðanir,“ segir Karen. „Við ætlum líka að kasta boltanum út í heim og tala við ungt fólk sem ætlar til dæmis að segja okkur hvað er búið að vera í gangi á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, eða COP26, sem er búin að vera í gangi núna undanfarnar tvær vikur og klárast á morgun.“ Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna, sem fer fram í Glasgow í ár, er talin ein mikilvægasta loftslagsráðstefna áratugarins en ljóst er að grípa þurfi til alvarlegra aðgerða til að takmarka hlýnun jarðar. Karen bendir á að tólfta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem snýr að ábyrgri neyslu og framleiðslu, sé ein stærsta áskorunin sem Norðurlöndin standa frammi fyrir. „Við erum að stofna til þessara fundar til þess að verða meðvitaðri um það hvernig við neytum og læra hvernig við getum dregið úr neikvæðum áhrifum á umhverfið með neyslunni okkar,“ segir Karen. Dagur einhleypra vex gríðarlega frá ári til árs hérna á Íslandi líkt og annars staðar og segir Karen að nú þurfi fólk að huga alvarlega að því hvernig neysla þeirra er, ef halda á hlýnun jarðar undir einni og hálfri gráðu. Þannig er mikilvægt að fólk kaupi ekki hluti sem það þarfnast ekki og vera meðvituð um hvaðan varan kemur. „Samfélagið segir okkur endalaust dag frá degi að við verðum að kaupa þetta og hitt til að vera hamingjusöm,“ segir Karen. „Þetta er eitthvað sem maður þarf stöðugt að vera meðvitaður um og vera bara samkvæmur sjálfum sér. Ekki kaupa hluti til þess að fylla út í eitthvað hjá sjálfum sér heldur bara fara bara inn á við og finna friðinn inn í sér, þurfa ekki að kaupa hann frá sér.“ Hægt er að horfa á fundinn í beinu streymi hér fyrir neðan en tveir aðrir viðburðir verða síðar um daginn í Norræna húsinu sem einnig tengjast umhverfismálum. Sjálfbær samruni – samtal lista og vísinda um sjálfbærni kl. 16 og sýning umhverfisverndarsamtakana SEEDS á kvikmyndinni The Recycling Myth kl. 18.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Verslun Umhverfismál Tengdar fréttir „Ekki nægjanlega góður árangur, bara alls ekki“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þau loforð sem gefin hafi verið á loftslagsráðstefnu í Sameinuðu þjóðanna séu ekki nægjanleg til að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum á næstu áratugum. 10. nóvember 2021 22:05 Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00 Þúsundir mótmæla aðgerðaleysi á COP26 Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði um götur Glasgow í dag til að krefjast sterkari aðgerða í loftslagsmálum, en Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram þar í borg þessa dagana. 6. nóvember 2021 15:20 Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Ekki nægjanlega góður árangur, bara alls ekki“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þau loforð sem gefin hafi verið á loftslagsráðstefnu í Sameinuðu þjóðanna séu ekki nægjanleg til að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum á næstu áratugum. 10. nóvember 2021 22:05
Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00
Þúsundir mótmæla aðgerðaleysi á COP26 Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði um götur Glasgow í dag til að krefjast sterkari aðgerða í loftslagsmálum, en Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram þar í borg þessa dagana. 6. nóvember 2021 15:20