Sá fjögur fara í sjóinn og konu reka langt frá landi Lillý Valgerður Pétursdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 10. nóvember 2021 16:39 Eins og sjá má á myndinni voru öldurnar svakalegar við Reynisfjöru síðdegis og lentu fleiri en einn ferðamaður í sjónum. Leiðsögumaður telur hátt í tvö hundruð manns hafa verið í fjörunni þegar slysið varð. David Kelley Björgunarsveitir leita enn ungrar konu sem lenti í sjónum við Reynisfjöru í dag. Leiðsögumaður sem var í fjörunni þegar slysið varð segir aðstæður hafa verið slæmar og mikill öldugangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk þess sem nærstaddur togari verður nýttur til að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. Leiðsögumaðurinn David Kelley var orðinn hræddur stuttu áður en slysið varð þar sem fólk var að hætta sér of nærri sjónum en öldurnar voru kröftugar. Hann telur að hátt í tvö hundruð ferðamenn hafi verið í fjörunni þegar slysið varð. Sá fjögur fara í sjóinn David Kelley hefur búið og starfað á Íslandi í átján ár. Hann er leiðsögumaður og var með hóp ferðamanna í fjörunni þegar hann tók eftir því að nokkrir ferðamenn úr öðrum hópi voru að reyna að koma sér inn í helli á svæðinu. Stuttu síðar sá hann að fjórir ferðamannanna voru komnir í sjóinn. Þrír komust fljótt á þurrt land en öldurnar drógu þann fjórða út um eitt hundrað metra frá fjörunni. Frá aðstæðum í Reynisfjöru í dag.David Kelley „Ég hringdi í 112 um leið og ég sjá hvað gerðist,“ segir David sem hafði verið að taka myndir þegar slysið varð en kastaði strax frá sér myndavélinni til að hjálpa til við björgun. Hefur oft þurft að hrópa á ferðamenn „Aðstæður voru mjög slæmar og ég varð óttasleginn um leið og ég áttaði mig á hvað hafði gerst,“ segir David. Svona voru aðstæður í Reynisfjöru í gær. Hann hafði samband við Neyðarlínuna klukkan 14:51 en segir að strax hafi verið ljóst að fólkið í fjörunni gat ekki komið konunni til bjargar þar sem hún hafði borist það langt út. Björgunarsveitir nota meðal annars björgunarbát til að leita konunnar. David segir ferðamenn oft á tíðum ekki átta sig á hversu hættulegar aðstæður geti myndast í fjörunni. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á vettvang.Vísir/Vilhelm „Ég hef oft þurft að hrópa á ferðamenn til að fá þá til að passa sig þegar þeir hætta sér of nærri.“ Skilja ekki náttúruna Þannig hafi þeir sem þekki ekki fjöruna ekki skilning á þeim aðstæðum sem þar geta myndast. „Ferðmennirnir koma oft úr stórborgum og skilja ekki náttúruna og hvers hún er megnug.“ Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir þyrlu Landhelgisgæslunnar mætta á vettvang til að aðstoða við leiðina. Davíð Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að nærstaddur togari verði nýttur til þess að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. Uppfært klukkan 17:47 Lögreglan á Suðurlandi greinir frá því í tilkynningu að konan hafi fundist látin. Klukkan 14:50 barst neyðarlínu tilkynning um að erlendur ferðamaður hefði farið út með öldu í Reynisfjöru. Voru björgunaraðilar þegar sendir á vettvang. Björgunarsveitir í Rangárvallar- og Skaftafellssýslu hófu þegar leit að ferðamanninum, sem var ung kínversk kona. Einnig komu að leitinni bátasveitir frá Árnessýslu ásamt bát frá Vestmanneyjum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Nú fyrir stundu fann þyrla Landhelgisgæslunnar konuna látna í sjónum við Reynisfjöru. Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi rannsakar nú tildrög slyssins. Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Leiðsögumaðurinn David Kelley var orðinn hræddur stuttu áður en slysið varð þar sem fólk var að hætta sér of nærri sjónum en öldurnar voru kröftugar. Hann telur að hátt í tvö hundruð ferðamenn hafi verið í fjörunni þegar slysið varð. Sá fjögur fara í sjóinn David Kelley hefur búið og starfað á Íslandi í átján ár. Hann er leiðsögumaður og var með hóp ferðamanna í fjörunni þegar hann tók eftir því að nokkrir ferðamenn úr öðrum hópi voru að reyna að koma sér inn í helli á svæðinu. Stuttu síðar sá hann að fjórir ferðamannanna voru komnir í sjóinn. Þrír komust fljótt á þurrt land en öldurnar drógu þann fjórða út um eitt hundrað metra frá fjörunni. Frá aðstæðum í Reynisfjöru í dag.David Kelley „Ég hringdi í 112 um leið og ég sjá hvað gerðist,“ segir David sem hafði verið að taka myndir þegar slysið varð en kastaði strax frá sér myndavélinni til að hjálpa til við björgun. Hefur oft þurft að hrópa á ferðamenn „Aðstæður voru mjög slæmar og ég varð óttasleginn um leið og ég áttaði mig á hvað hafði gerst,“ segir David. Svona voru aðstæður í Reynisfjöru í gær. Hann hafði samband við Neyðarlínuna klukkan 14:51 en segir að strax hafi verið ljóst að fólkið í fjörunni gat ekki komið konunni til bjargar þar sem hún hafði borist það langt út. Björgunarsveitir nota meðal annars björgunarbát til að leita konunnar. David segir ferðamenn oft á tíðum ekki átta sig á hversu hættulegar aðstæður geti myndast í fjörunni. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á vettvang.Vísir/Vilhelm „Ég hef oft þurft að hrópa á ferðamenn til að fá þá til að passa sig þegar þeir hætta sér of nærri.“ Skilja ekki náttúruna Þannig hafi þeir sem þekki ekki fjöruna ekki skilning á þeim aðstæðum sem þar geta myndast. „Ferðmennirnir koma oft úr stórborgum og skilja ekki náttúruna og hvers hún er megnug.“ Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir þyrlu Landhelgisgæslunnar mætta á vettvang til að aðstoða við leiðina. Davíð Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að nærstaddur togari verði nýttur til þess að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. Uppfært klukkan 17:47 Lögreglan á Suðurlandi greinir frá því í tilkynningu að konan hafi fundist látin. Klukkan 14:50 barst neyðarlínu tilkynning um að erlendur ferðamaður hefði farið út með öldu í Reynisfjöru. Voru björgunaraðilar þegar sendir á vettvang. Björgunarsveitir í Rangárvallar- og Skaftafellssýslu hófu þegar leit að ferðamanninum, sem var ung kínversk kona. Einnig komu að leitinni bátasveitir frá Árnessýslu ásamt bát frá Vestmanneyjum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Nú fyrir stundu fann þyrla Landhelgisgæslunnar konuna látna í sjónum við Reynisfjöru. Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi rannsakar nú tildrög slyssins.
Klukkan 14:50 barst neyðarlínu tilkynning um að erlendur ferðamaður hefði farið út með öldu í Reynisfjöru. Voru björgunaraðilar þegar sendir á vettvang. Björgunarsveitir í Rangárvallar- og Skaftafellssýslu hófu þegar leit að ferðamanninum, sem var ung kínversk kona. Einnig komu að leitinni bátasveitir frá Árnessýslu ásamt bát frá Vestmanneyjum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Nú fyrir stundu fann þyrla Landhelgisgæslunnar konuna látna í sjónum við Reynisfjöru. Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi rannsakar nú tildrög slyssins.
Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24