Bílaframleiðendur stefna á að taka bensínbílinn úr umferð en stórveldi sitja hjá Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2021 12:52 Mustang-rafbíll Ford á sýningu í Atlanta í Bandaríkjunum. Ford er á meðal sex stórra bílaframleiðenda sem hétu þess í dag að færa sig alfarið yfir í vistvæna bíla á næstu tveimur áratugum. Vísir/EPA Sex stórir bílaframleiðendur og þrjátíu ríki skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að hætta sölu á nýjum bensín- og dísilbílum fyrir árið 2040. Sum stærstu fyrirtækjanna og ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Kína og Japan vildu ekki taka þátt. Ford, Mercedes-Benz, General Motors og Volvo eru á meðal bílaframleiðendanna sem skrifuðu undir yfirlýsinguna sem tilkynnt var um á COP26, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í Skotlandi, þar sem samgöngur eru í brennidepli í dag. Saman framleiddu fyrirtækin um fjórðung af öllum seldum bílum í heiminum árið 2019. Stefnt er að því taka bensín- og dísilbíla enn fyrr úr umferð á svonefndum „leiðandi mörkuðum,“ fyrir árið 2035, að sögn New York Times. Toyota, Volkswagen og Nissan-Renault samsteypan kusu hins vegar að sitja hjá þrátt fyrir að yfirlýsingin sé ekki lagalega bindnandi. Bandaríkin, Kína og Japan, sem skrifuðu heldur ekki undir, eru þrír stærstu bílamarkaðir í heimi. Ríki eins og Bretland, Kanada, Indland, Holland, Noregur, Pólland og Svíþjóð skrifuðu undir plaggið. Í staðinn fyrir bensín- og olíuhákana ætla bílaframleiðendurnir að smíða raf- og vetnisbíla. Rafbílar losa ekki gróðurhúsalofttegundir í akstri en jafnvel þó að þeir séu hlaðnir með rafmagni sem er framleitt með bruna á kolum eða gasi er talið að þeir séu vistvænni en bensín- og dísilbílar. Vegasamgöngur eru uppspretta um fimmtungs losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Rétt innan við helmingur losunarinnar kemur frá fólksbílum og sendiferðabílum. Verja tugum þúsunda milljarða í þróun rafbíla og rafhlaðna Reuters-fréttastofan segir að bílaframleiðendur heimsins hafi nú áform um að verja meira en 65 þúsund milljörðum króna í þróun á rafbílum og rafhlöðum til ársins 2030. Það er aukning um tvö þúsund milljarða frá því að fréttastofan tók síðast saman slíkar tölur fyrir tæpum þremur árum. Þau fyrirtæki sem skrifuðu ekki undir samkomulagið sem var kynnt í Glasgow í dag fjárfesta engu að síður sum í rafbílum. Volkswagen ætla að verja tugum milljörðum dollara í að reisa sex rafhlöðuverksmiðjur, setja upp rafhleðslustöðvar og þróa fleiri en áttatíu nýja rafbílategundir fyrir árið 2025. Talsmaður Volkswagen segir að þýski bílaframleiðandinn hafi ekki viljað skrifa undir yfirlýsinguna þar sem fyrirtækið geri sér grein fyrir að allir heimshlutar séu ekki tilbúnir að taka stökkið í orkuskiptum strax og að finna veðri aðrar leiðir til að ná kolefnishlutleysi þar. Toyota hefur haldið að sér höndum í rafbílaþróun og einbeitt sér frekar að vetnisbílum. Japanski bílaframleiðandinn ætlar engu að síður að bjóða upp á fimmtán tegundir rafbíla árið 2025. Fjöldi ríkja hefur tilkynnt um áform um að banna sölu á bensín- og dísilbílum á næstum árum, þar á meðal íslensk stjórnvöld. Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir Samgöngur í brennidepli á COP26: „Það er ekki eftir neinu að bíða“ Samgöngur verða í brennidepli á COP26 ráðstefnunni í Glasgow í dag en Ísland er í öðru sæti þegar að kemur að orkuskiptum í samgöngum. Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir Ísland geta miðlað þekkingu sinni á ýmsum sviðum en getur lært af öðrum löndum á öðrum sviðum. 10. nóvember 2021 12:18 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Ford, Mercedes-Benz, General Motors og Volvo eru á meðal bílaframleiðendanna sem skrifuðu undir yfirlýsinguna sem tilkynnt var um á COP26, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í Skotlandi, þar sem samgöngur eru í brennidepli í dag. Saman framleiddu fyrirtækin um fjórðung af öllum seldum bílum í heiminum árið 2019. Stefnt er að því taka bensín- og dísilbíla enn fyrr úr umferð á svonefndum „leiðandi mörkuðum,“ fyrir árið 2035, að sögn New York Times. Toyota, Volkswagen og Nissan-Renault samsteypan kusu hins vegar að sitja hjá þrátt fyrir að yfirlýsingin sé ekki lagalega bindnandi. Bandaríkin, Kína og Japan, sem skrifuðu heldur ekki undir, eru þrír stærstu bílamarkaðir í heimi. Ríki eins og Bretland, Kanada, Indland, Holland, Noregur, Pólland og Svíþjóð skrifuðu undir plaggið. Í staðinn fyrir bensín- og olíuhákana ætla bílaframleiðendurnir að smíða raf- og vetnisbíla. Rafbílar losa ekki gróðurhúsalofttegundir í akstri en jafnvel þó að þeir séu hlaðnir með rafmagni sem er framleitt með bruna á kolum eða gasi er talið að þeir séu vistvænni en bensín- og dísilbílar. Vegasamgöngur eru uppspretta um fimmtungs losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Rétt innan við helmingur losunarinnar kemur frá fólksbílum og sendiferðabílum. Verja tugum þúsunda milljarða í þróun rafbíla og rafhlaðna Reuters-fréttastofan segir að bílaframleiðendur heimsins hafi nú áform um að verja meira en 65 þúsund milljörðum króna í þróun á rafbílum og rafhlöðum til ársins 2030. Það er aukning um tvö þúsund milljarða frá því að fréttastofan tók síðast saman slíkar tölur fyrir tæpum þremur árum. Þau fyrirtæki sem skrifuðu ekki undir samkomulagið sem var kynnt í Glasgow í dag fjárfesta engu að síður sum í rafbílum. Volkswagen ætla að verja tugum milljörðum dollara í að reisa sex rafhlöðuverksmiðjur, setja upp rafhleðslustöðvar og þróa fleiri en áttatíu nýja rafbílategundir fyrir árið 2025. Talsmaður Volkswagen segir að þýski bílaframleiðandinn hafi ekki viljað skrifa undir yfirlýsinguna þar sem fyrirtækið geri sér grein fyrir að allir heimshlutar séu ekki tilbúnir að taka stökkið í orkuskiptum strax og að finna veðri aðrar leiðir til að ná kolefnishlutleysi þar. Toyota hefur haldið að sér höndum í rafbílaþróun og einbeitt sér frekar að vetnisbílum. Japanski bílaframleiðandinn ætlar engu að síður að bjóða upp á fimmtán tegundir rafbíla árið 2025. Fjöldi ríkja hefur tilkynnt um áform um að banna sölu á bensín- og dísilbílum á næstum árum, þar á meðal íslensk stjórnvöld.
Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir Samgöngur í brennidepli á COP26: „Það er ekki eftir neinu að bíða“ Samgöngur verða í brennidepli á COP26 ráðstefnunni í Glasgow í dag en Ísland er í öðru sæti þegar að kemur að orkuskiptum í samgöngum. Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir Ísland geta miðlað þekkingu sinni á ýmsum sviðum en getur lært af öðrum löndum á öðrum sviðum. 10. nóvember 2021 12:18 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Samgöngur í brennidepli á COP26: „Það er ekki eftir neinu að bíða“ Samgöngur verða í brennidepli á COP26 ráðstefnunni í Glasgow í dag en Ísland er í öðru sæti þegar að kemur að orkuskiptum í samgöngum. Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir Ísland geta miðlað þekkingu sinni á ýmsum sviðum en getur lært af öðrum löndum á öðrum sviðum. 10. nóvember 2021 12:18